Föstudagur, 31. október 2008
Þjóðin, krónan og Evrópufíknin
Þegar bankarnir áttuðu sig á því að þeir voru orðnir of stórir fyrir Ísland fóru þeir að tala um að krónan væri of lítil mynt. Innst inni vissu bankakallarnir að það var í raun ekki krónan sem var of lítil heldur var íslenska þjóðin of fámenn fyrir bankana. Í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd var ráðist á saklausa sparifjáreigendur í Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi og þeir mjólkaðir út á ábyrgð Íslendinga allra.
Ofvöxtur bankanna stafaði af taumlausri græðgi í bland við botnlausa heimsku. Bankastrákarnir héldu að heimurinn myndi laga sig að þeim fremur en að þeir þyrftu að aðlaga sig þekktum viðskiptalögmálum um traust og áhættu. Krónan hafði mest lítið með það að gera hvernig fór fyrir bönkunum en hún sýpur seiðið af hruninu.
Krónan er í óvissu. Enginn veit hvað verður þegar hún fer á markað í næstu viku, hvort hún hrapi rúin trausti eða hjarni við núna þegar bankastrákarnir eru orðnir geldingar.
Þangað til að bankarnir tóku til við að misþyrma krónunni gagnaðist hún okkur ágætlega. Á tímum óðaverðbólgu, fyrir þjóðarsáttina 1991, voru ekki margir að agnúast út í krónuna þótt hún rýrnaði stöðugt. Krónan er þáttur í sveigjanlegu hagkerfi okkar, þar sem auðlindir sjávar eru hryggstykkið og ekki á vísan að róa með afla.
Úlfar í sauðagæru, les: Samfylkingin, gera krónuna að blóraböggli fyrir bankahruninu. Samfylkingin er flokkur huglausra lýðskrumara sem þora ekki að koma beint til þjóðarinnar með Evrópusambandsaðild heldur neyta allra bragða til að nauðga okkur inn um bakdyrnar í Brussel. Í stað þess að skammast sín fyrir þann handónýta EES-samning sem gerði útrásina á sparifjármarkaði í Evrópu mögulega forherðist Samfylkingin og vill meira af Evrópu rétt eins og fíkill í afneitun.
Ef það er svo að krónan fær ekki staðist má athuga að taka upp þá norsku. Allt er betra en evra.
Athugasemdir
Innganga í Evrópusambandsaðild er þvinguð staða
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 31.10.2008 kl. 00:25
Eins og ég skil þessa sókn í ESB og afleiðingar þess fyrir íslenskt efnahagslíf þá yrði það bara framlenging á því sukki sem kollreið krónunni á dögunum. Ég skil þess vegna ekki að Evrópusambandsaðild og upptaka evru sé nein lausn hvorki fyrr né nú. Upptaka evrunnar hefði frestað og e.t.v. mildað hrunið en hvorki læknað sjúklingana eða útrýmt sjúkdómnum.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.10.2008 kl. 02:17
Góður pistill. Gott að fá smá hlé fyrir evruskruminu. Það er ekki lengra síðan en svona tveir mánuðir að Samfylkingin var enn að míga utan í útrásarliðið. Samfylkingin hefur miklu meiri áhuga á að nota þessar hamfarir í til þess að koma stefnumáli sínu, ESB aðild, fram, heldur en að reyna að taka á málunum. Áður en við göngum í ESB ættum við að athuga hvort það sé ekki óskynsamlegt að gera það sem skyndilausn í skammvinnri kreppu (já fimm ár eru stuttur tími). Við vitum ekkert hver ásýnd ESB verður eftir 30 ár. Svona fyrirbæri hafa frekar tilhneigingu til þess að safna til sín valdi og afli en öfugt. Í þessu ljósi er ágætt að huga að því að Bandaríkin voru einu sinni samband sjálfstæðra ríkja, en eru það ekki lengur.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 08:39
Vel mælt!!!!! ESB er ekki fyrir okkur. Við yrðum þar einungis eins og lítill gjammandi hvolpur sem enginn nennir að hlusta á og allir vilja hafa góðan. Að fara að taka upp Evru núna eins og staðan er, jafnast á við efnahagslegt sjálfsmorð.
Það er alveg satt hjá þér að Samfylkingin er bara samansafn huglausra lýðskrumara sem vita ekki hvað er best fyrir þjóðina. Svo smala þeir saman fótgönguliðum sínum hverja einustu helgi til að mótmæla, en þeir mótmæla aldrei hinum raunverulega sökudólgi, nefnilega Bretlandi og kratanum Gordon Brown.
Þórður Jónas Ólafsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:05
Mikið er ég sammála ykkur. Það hefur verið draumur Samfylkingarinar að drepa niður íslenska framleiðslu, talið sér trú um að allt mundi lagast með því að flytja t.d allar landbúnaðarvörur inn í landið. Hvað mundu svo kallaðar dagvörur kosta hér að fá þær með flugi hingað frá meginlandinu.?
Samfylkingin notar ástandið til að reyna að heilaþvo þjóðina um að allt lagist við inngöngu í ESB. Ég tel þetta ekki stjórntækan flokk sem reynir að koma sér hjá að taka erfviðar ákvarðanir og vera hælbítar á samstarfs flokkinn.
Ragnar Gunnlaugsson, 31.10.2008 kl. 12:02
Takk fyrir áhugaverð skrif Páll.
Ég er sammála þér um evruna en jafnframt sannfærður um að hlutskipti Íslendinga verður að taka hana upp og ganga í ESB. Norska krónan væri álitlegur kostur en ég tel að hagsmunaöflin í þjóðfélaginu hafi orðið sammála um að stóla á evruna.
Sjálfstæðisflokkurinn mun snúast í þessu máli sannaðu til.
Skemmdarverk útrásarvíkinga, forsetans og stjórnmálamannanna verður fullkomnað þegar þjóðin afsalar sér fullveldi sínu.
Karl (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 13:27
Frelsi - Það er enginn frjáls sem er skuldugur upp fyrir haus, í ESB eða utan. Það lítur kannski út fyrir að Íslendingar hafir eitthvað um sín mál að segja , en við ráðum ekki því sem raunverulega skiptir máli. VIð getum skipt um á rúmmunum heima hjá okkur, lengra nær sjálfsákvörðunarréttur okkar ekki í dag, sma hvað hver segir. Við erum búin að veðsetja á okkur rassgatið, við höfum bara afnotaleyfi af því.
Lýðskrumararnir í Sjálfstæðisflokknum (minn gamli flokkur) hafa barist fyrir rétti sínum til að skipa frændur, frænkur, vini, einkavæðingarvini í réttar stöður í nafni frelsis okkar. Þetta frelsis og sjálfstæðishjal hefur ekki verið neitt annað en glansmálning á eiginhagsmunagæslu, hvort sem hún tengist LÍÚ, eða valdavörslu á öðrum sviðum.
Í mínum huga snýst þetta bara um velferð einstaklinganna í landinu. Við vitum hvað við höfum og hvað við höfum haft. Það skiptir mig töluverðu máli hvort kvóti sé í eigu íslensk útgerðarmanns sem sendir aflann úr landi óunninn, veiddan af skipi sem er skuld sett í botn með láni frá erlendum banka með milligöngu íslensks banka eða erlends aðila með með sömu lán, en með heimilisfang í öðru landi. Það skipti mig hinsvegar meira máli að losna við íslensku krónuna og verðtrygginguna sem henni fylgir. ESB umræðan er númer eitt, tvo og þrjú komin til út af þessu krabbameini. Það að halda vinnunni, taka skynsamlegar fjármálaákvarðanir, að "gambla" ekki með fjöreggið sitt vigtar ekki þungt þegar svona stór óvissuþáttur er til staðar. Þetta er ekkert nýtt, ef ég hefði getað tekið fast lán á 9% vöxtum í stað 4% + verðbætur f. nokkrum árum þá hefði ég tekið það án umhugsunar. Við þekkjum öll fólk sem fór á hausinn eða tapaði miklu vegna óðaverðbólgu fyrir rúmum 20 árum. Ef þessu tvennu væri kippt í lag þá myndi stuðningur við ESB umsókn hverfa að mestu leiti á einni viku og sjálfstæðisflokkurinn og félagar gætu haldið áfram óáreittir sínu eiginhagsmuna poti. Ef ég á að velja á milli þess að vera Evrópuþingsþræll eða skuldaþræll sökum verðtryggingar og ónýts gjaldmiðils, þá vel ég Evrópusambandið frekar. Ég hef búið erlendis án nokkurra þeirra réttinda sem ríkisborgarar hafa ,en ég gat gert fjárhagsáætlanir sem stóðust svo lengi sem ég hélt vinnunni, þetta er ekki hægt að gera á Íslandi.
Réttindaskertur í útlöndum var ég sannanlega frjálsari maður en ég er á verðtryggðu krónu Íslandi. Verðtryggingin og krónan eru tengd órjúfanlegum böndum, eigin gjaldmiðill hjálpar stjórnvöldum að fela getuleysið. Af hverju elska Þjóðverjar evruna á meða Ítalir hata hana, önnur þjóðin far tilbúin að hreinsa til og taka á sumum af sínum vandamálum, hvorum viljum við helst líkjast.
Þegar ég horfi á flumbruganginn hjá stjórnvöldum og fjármálageiranum, hversu ósjálfsgagnrýnin við öll virðumst vera þá væri ekki úr vegi að svipta okkur hluta sjálfsforræði okkar, senda okkur í geðrannsókn og rannsaka hið íslenska Mugabe heilkenni sem við virðumst þjást af.
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 14:23
Páll... er ekki allt í lagi? Hver er að nauðga hverjum. Af hverju gengur forsætisráðherrann með betlistaf núna til ESB?
Þjóðin er í öndunarvél alþjóðasamfélagsins núna og fáránlegt að gangast ekki við því að við þurfum að gjörbreyta um kúrs og endurskoða STRAX stöðu okkar innan þess sama samfélags.
Þetta er ekki bara einhver skoðun heldur er þetta staðreynd sem blasir við. Fólk er að flýja hér land sem getur það en það er erfitt fyrir barnafólk og að setja sig á svo háan hest að hafa ekki verið tilbúinir að hlutsta á þjóðina (og bankana með evruna) með að hefja aðildarviðræður. Núna er kominn tími til að gefa þjóðinni brake og komast í það alþjóðaumhverfi sem fólk hér getur lifað sómasamlegu lífi, með eðlilegan gjaldmiðil og reglugerðir um leið og það borgar upp gjaldþrota viðhorf og stefnu sjálfstæðisflokksins. Er það díll? Eða á að svíða meira? Og ef svo, hvað þarf þá eiginlega til?
So, please, vertu ekki að bulla þetta þegar þjóðin er í sárum eftir þá nauðung sem hún hefur þurft að búa við undir forystu Sjálfstæðisflokksins.
Socrates (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:07
Geir Haarde forsætisráðherra.
„Evrópusambandið hefur frumkvæðið að því að viðra þessa hugmynd við okkur í gegnum sendiráðið í Brussel. Það byggir meðal annars á því að ég skrifaði Sarkozy Frakklandsforseta fyrr í mánuðinum til að útskýra stöðuna á Íslandi,” segir Geir Haarde um mögulegt lán Íslendinga úr neyðarsjóði Evrópusambandsins. Á vefútgáfu Times í dag segir Joaquín Almunia, framkvæmdastjóri peninga- og efnahagsmála ESB, að enn sem komið er séu Íslendingar og Ungverjar einu umsækjendurnir úr sjóðnum en heildarupphæðin í sjóðnum er 25 milljarðar evra.
Geir segir allt of snemmt að segja til um hversu hátt lánið yrði eða hvað fælist í láninu og skilyrðum sem því myndi fylgja. Framkvæmdastjórnin eigi eftir að fara yfir málið og svo Evrópusambandsþingið. Geir segir að lán úr þessum neyðarsjóð sé ekki eitthvað sem geti komið í staðinn fyrir eitthvað af því sem nú þegar er byrjað að ræða. Frekar yrði um viðbót við aðrar ráðstafanir að ræða ef til lánsins úr neyðarsjóðnum kæmi.”
Flottir farnir að betla hjá í nýstofnuðum neyðarsjóði ESB. Viljiði ekki sækja um fyrst? Nei, kannski bara fá allt fyrir ekkert? Eða er þá til ókeypis hádegisverður eftir allt?Socrates (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:09
Nú er Stoltenberg forsætisráðherrra Noregs búinn að slá hugmyndina um tengingu við norsku krónuna út af borðinu.
Ómar Ragnarsson, 31.10.2008 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.