Verkalýðshreyfing í taumi útrásarliðsins

Í stað þess að útskýra fyrir fólki hvers vega fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar létu milljarða króna eign lífeyrissjóðanna brenna upp á báli útrásarliðsins stíga launaðir fulltrúar launafólks á stokk og æpa með útrásargemsunum: ESB.

Verkalýðshreyfingin, það er launaðir starfsmenn þar á bæ, skuldar skýringu hvernig því víkur við að tugir milljarða króna eigur lífeyrissjóðanna voru brenndar á báli í nafni útrásar.

Ætli það sé ekki svo að margar skrifstofublækur verkalýðshreyfingarinnar standi núna að því að æsa upp lýðinn til að þurfa ekki að svara til saka fyrir þrælslundina gagnvart útrásarvíkingunum.

Á meðan fólk er platað í kröfugöngur til að mótamæla stjórnvöldum hugsar það ekki um meðreiðarsveina útrásarlýðsins í röðum starfsmanna verkalýðshreyfingarinnar.

Það fer ekki vel á því þegar fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar sem taka kjöri á litlum klíkufundum þenja sig gagnvart stjórnvöldum sem sækja umboð sitt til kjósenda þar sem kosningaþátttaka er 80-90 prósent.


mbl.is Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr, heyr. Það væri gaman að heyra skýringar verkalýðsrekendanna á þessu !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.10.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sammála hverju orði.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.10.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Tori

Góður!

Tori, 30.10.2008 kl. 08:50

4 Smámynd: Kristján B. Jónasson

Þakka þér fyrir kjarnyrt skeyti, Páll í gegnum tíðina.

Eitt kemur þó aldrei fram í málflutningi þínum og það eru ástæðurnar eða röksemdafærslan fyrir því af hverju þú telur ESB svo hættulegt þjóðinni, af hverju alþjóðaviðskipti íslenskra fyrirtæja eru varhugaverð og af hverju í senn verkalýðshreyfing, ríkisstjórn og atvinnurekendur reka pólitík sem er hættuleg þjóðinni.

Kristján B. Jónasson, 30.10.2008 kl. 09:30

5 identicon

En af hverju ekki hvorutveggja: Rannsaka málið og fara í Evrópusambandið?

Einmitt, Evrópusambands aðild gæti orðið til þess að:

  • kvótinn kæmist í hendur einstakra fjölskyldna;
  • launin yrðu svo lág;
  • fólk hefði ekki kost á viðráðanlegu húsnæði;
  • fólk gæti ekki valið um öruggt leiguhúsnæði;
  • venjulegt fólk þyrfti að vinna svo mikið að það hefði ekki tíma til að sinna börnunum almennilega;
  • fólk þyrfti kannski að borga verðtryggð húsnæðislán, alla ævi;
  • við hefðum enga frjálsa fjölmiðla.


Ef þetta er raunin, þá er betur heima setið, en af stað farið.

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 09:59

6 identicon

Eitt mjög undarlegt:

Síðastliðið haust - í nóvember að mig minnir - þegar vandamálin framundan áttu að vera hverjum manni ljós, fengu lífeyrissjóðirnir leyfi til þess að fjárfesta fyrir meira en 10% af eignum sjóðanna í íslenskum hlutbréfum. Undarleg bón, undarleg tímasetning og undarlegt leyfi, í þágu hverra skildi þetta hafa farið í gegn?

Það verður að breyta kerfinu að fyrirmynd norska olíusjóðsins þar sem allar fjárfestingar eru uppi á borðinu (þar á meðal skortstaðan í krónunni veturinn 2006). 

Kristján Torfi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 12:41

7 identicon

Svona til að bömmerjafna og ef það skildi hafa farið fram hjá þér í öllum látunum: Phyllies unnu World Series í gærkveldi í einhverjum skrýtnasta úrslitaleik sögunnar.

Katrín Frímannsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 14:43

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég samsinni, enda alveg komin tími til að gagnrýna auma forystusauði verkamanna á Íslandi.

Steingrímur Helgason, 30.10.2008 kl. 22:25

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar alltaf verið enn undarlegra að vinnuveitendur stjórna lífeyrsisjóðunum til helminga á móti eigendum fjárins þ.e. fulltrúum launamanna. Þannig er t.d. Pétur Blöndal sá einstaklingur sem hefur haft mest áhrif í Samtökum lífeyrissjóða og hreykir sér af því.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.10.2008 kl. 23:45

10 identicon

Verkalýðshreyfingin, það er launaðir starfsmenn þar á bæ, skuldar skýringu hvernig því víkur við að tugir milljarða króna eigur lífeyrissjóðanna voru brenndar á báli í nafni útrásar.

Jú, það er vegna þess að lög um lífeyrissjóði eru afar ströng. Lífeyrissjóðir meiga t.d. ekki eiga húnæði. Ekki einu sinni húsnæðið sem þeir starfa í! Þeir verða vesgú að leigja húsnæði undir sína starfsemi. Svo hvernig eiga þeir að ávaxta fé sjóðfélaga sinna. Vissulega væri hægt að ávaxta í ríkistryggðum skuldabréfum en ég er ansi smeikur um að það teldist ekki nóg ávöxtun og eitthvað held ég að heyrðist í eigendum sjóðanna, sjóðfélögum, þegar kæmi til greiðslu úr sjóðunum þegar sjóðfélagar kæmust á eftirlauna aldur. Værir þú t.d. sáttur að fá kannski aðeins neikvæða raunávöxtun af innistæðu þinni?

Svo hvernig eiga þá sjóðirnir að ávaxta fé sjóðfélaga? Jú, þeir geta t.d. keypt hlutabréf en þar sem sjóðirnir eru afar stórir er íslenska hagkerfið einfaldlega of lítið. Það þýðir að sjóðirnir verða að fjárfesta erlendis að einhverjum hluta. Og það gilda sömu lög um sjóðina hvort sem þeir eru að fjárfesta hér eða erlendis, þeir meiga ekki fjárfesta í húsnæði svo þeir verða að ávaxta sitt pund á annan hátt. Reyndar er fáránleiki þessa kerfis svo augljós að það hálfa væri nóg. Í hvað eru sjóðirnir mest að lána og í hverju taka þeir veð? Húsnæði og þú færð engin verðlaun þótt þú hafir getað rétt.

Og eru allir búnir að gleyma að það er ekki bara verkalýðsforustan sem kemur að rekstri lífeyrissjóðanna. Sá aðili sem borgar mótframlagið ber alveg jafn mikla ábyrgð ef ekki meiri. Af hverju halda menn t.d. að samtök atvinnulífsins hafi beinlínis þvingað sjóðina til að fjárfesta í handónýtum íslenskum hlutabréfum síðasta haust. Þeir borga mest inn í sjóðina því framlag launagreiðanda er hærra en framlag launþega. Er þá ekki eðlilegt að þeir hafi eitthvað að segja um hvar fjárfest er?

Það fer ekki vel á því þegar fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar sem taka kjöri á litlum klíkufundum...

Elsku kallinn minn, ég er búinn að starfa í verkalýðsfélagi í háa herrans tíð. Var kosinn í stjórn fyrir mörgum árum fyrir tilviljun vegna þess að ég var sá eini sem mætti á aðalfund fyrir utan ekki alveg fullskipaða stjórn. Það er ekki forustumönnum verkalýðsfélaga að kenna að þeir eru kosnir. Ég fullyðri að í 99% tilvika er það vegna þess að það mætir enginn á fundi í félögunum eða vill vinna fyrir félaga sína. Og þetta á ekki bara við um verkalýðsfélög. Þetta á meira og minna við um öll félög og þú veist það jafn vel og ég. Hvað hefur þú t.d. mætt á marga fundi í þinu verkalýðsfélagi? Það er að segja ef þú ert í verkalýðsfélagi. Ef einhver getur komið með ráð til þess að fá fólk til að mæta á fundi þá væri ég a.m.k. guðslifandi feginn að heyra þau.

mbk

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband