Þriðjudagur, 28. október 2008
Baugsblaðamennska
Baugsblaðamennska hóf formlega göngu sína 1. mars 2003 í Fréttablaðinu. Blaðið hafði verið endurreist úr gjaldþroti sumarið áður af huldumönnum. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri og Ragnar Tómasson lögfræðingur voru talsmenn útgáfunnar en neituðu að gefa upp eigendur.
Þann 1. mars 2003 var forsíðufrétt blaðsins að Davíð Oddsson forsætisráðherra hefði sigað lögreglunni á Baug. Fyrir utan tilvísanir í fundargögn og tölvupóst Baugsmanna var aðeins vitnað beint í eina heimild, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra Baugs. Meginefni fréttarinnar var að Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs hafi heyrt Davíð tala um Jón Gerald Sullenberger rúmu ári áður en lögreglurannsókn á Baugi hófst. Jón Ásgeir var í fréttinni látinn staðfesta að Hreinn hefði heyrt Davíð tala um Jón Gerald. En það var einmitt Jón Gerald sem hratt Baugsmálum af stað með kæru til lögreglu.
Ekki fyrr en sumarið 2003 var látið uppi hverjir væru eigendur Fréttablaðsins, Jón Ásgeir Jóhannesson og fleiri. Síðar eignaðist Jón Ásgeir fleiri fjölmiðla, DV og Stöð 2, og Baugsblaðamennskan hélt þar innreið sína.
Núna stendur víst illa á í bóli Baugs. Auðvitað er það Davíð Oddssyni að kenna.
10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Augnablik! - Er ekki Árvakur búinn að taka Fréttablaðið yfir??????
Haraldur Bjarnason, 28.10.2008 kl. 20:54
Ertu að meina að Baugsmiðlar hafi eyðilagt orðstýr Davíðs og hann ekki sjálfur?
Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:07
Ég tek undir með þér að ákveðnu leyti...
En nú spyr ég (þér til holls) Hverju hefði fjölmiðlafrumvarpið breytt þegar til baka er horft? Gott vera að vitur eftir á (Nú er það eitt af fínyrðunum þar sem allir stóru kallarnir í mörgum hornum þjóðfélagsins eru að segja í dag)
ViceRoy, 28.10.2008 kl. 21:22
Þvaður í þér, Páll! Gallup myndi alveg pottþétt skila álíka niðurstöðu, þú ert kannski í svo einangruðum félagsskap að þú ert alveg úr tengslum við samfélagið. Í þínum heimi eru allir kannski að dásama leiðtogann, þess vegna getur þessi könnun ekki verið rétt eða er þetta ekki enn önnur auma smjörklípan að þvaðra um miðilinn. Davíð var að hlægja yfir því hve fáir mættu mótmælin gegn sér, rétt áður en hann væntanlega heyrði af þessari könnun.
Chemical, 28.10.2008 kl. 21:32
90% þjóðarinnar telja að Davíð hafi eyðilagt orðstýr sinn sjálfur.
Davíð skilur það náttúrulega ekki. Og ekki heldur þú.
Dunni, 28.10.2008 kl. 21:54
Fyrir utan RUV eru fjölmiðlar á Íslandi gjaldþrota. Mogginn, Fréttablaðið, DV og hvað þeir heita. Allir fjárhagslega steindauðir. Eignaraðild skiptir engu úr þessu. Steindauðir, geldir fjölmiðlar. Bíð þess eins að þeir verði afturgengnir. Vofur.
Björn Birgisson, 29.10.2008 kl. 00:56
Er ekki vandi margra, sem telja sig til vinstri við miðju, að þeir veðjuðu pólitískt á útrásina. Studdu Baug í átökum við Davíð og Björn Bjarna og allt Íhaldið. Óvinur óvinar míns er vinur minn. Ólafur Ragnar varð af þessum sökum að aftanítossa hjá Baugi. Forsetinn beitti meðal annars neitunarvaldinu, ranglega Baugi til aðstoðar í átökum við Davíð. Andstæðingar Davíðs-klíkunnar fjárfestu pólitískt í útrásinni - samanber og Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar.
Nú er komið í ljós að óvinir óvinarins voru bara ófyrirleitnir skúrkar, sem nú skilja þjóðina eftir á vonarvöl. Mörgum þótti vænt um þegar Ólafur Ragnar kom höggi á Davíð í fjölmiðlamálinu en var það þjóðinni til góðs? Margir fögnuðu þegar Baugsmálið klúðraðist í höndum lögreglu og saksóknara en var það þjóðinni til góðs?
Núna eru margir reiðir - ekki bara vegna tapaðra sparipeninga, óvirðingar þjóðarinnar erlendis og yfirvofandi kreppu - heldur einnig vegna reiði í garð gömlu átrúnaðargoðanna í útrásinni. Þetta var villuljós, sem margir vinstrimenn fylgdu, vegna þess að þeir tölu sig vera að berjast við Davíð og hans menn. Það voru pólitísk mistök vinstrimanna að trúa á hina nýju kapítalista.
Högni Högnason (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 08:49
Fjölmiðlarnir eru sennilega ónýtir þökk sé Samfylkingunni, Baugi og forsetanum.
Greinilegt er hins vegar að Baugsblaðamennsku er fram haldið. Það sást vel í fréttum Stöðvar 2 í gækvöldi. Allar fréttir snerust um Davíð Oddsson.
Hvers vegna gera þessir miðlar ekki könnun þar sem spurt er hvort Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra eigi að víkja? Eða hvort forseta Íslands sé sætt áfram í embætti. Hvers vegna kanna þessir miðlar ekki tengsl Baugs og Samfylkingarinnar og hvort rétt er að einn eða fleiri af þingmönnum flokksins hafi þegið skemmtiferðir í boði Baugs?
Flestir ættu að sjá í gegnum þetta. En áróðurinn er linnulaus og þjóðin sjúklega meðvirk.
Karl (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:28
Davíð var legið á hálsi fyrir að berjast gegn hinum nýju, framsæknu öflum í þjóðfélaginu - til dæmis í Baugmálinu - í stað þess að standa með þeim. Flokkurinn myndi einangrast. Samfylking væri hins vegar í góðum málum vegna stuðnings síns við útrásina og þá sérstaklega Baug. (Hvað borgaði Baugur fyrir stuðninginn?) Davíð má þó eiga það að hann reyndi að stemma stigu við tökum karla eins og þeirra Baugs-feðga á landsmönnum þótt það mistækist flest - þökk sé forsetanum eða hitt þá heldur.
Högni Högnason (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:07
Högni, nákvæmlega málið í hnotskurn.. en hvenær munu menn átta sig!
Tósi, 29.10.2008 kl. 11:23
Davíð Oddsson heitir maður og er aðalbankastjóri Seðlabanka Íslands. Hann ber höfuðábyrgð á því ástandi sem er á efnahagsmálum þjóðarinnar.
Það lagast ekki ástandið við það eitt að hann víki, en verði hann áfram í bankanum er allt eins líklegt að hann eigi eftir að valda meira tjóni.
Kjartan Eggertsson, 29.10.2008 kl. 14:48
"Hverju hefði fjölmiðlafrumvarpið breytt þegar til baka er horft?" spyr Sæþór. Fjölmiðlafrumvarpið hefði breytt öllu. Forsetinn hélt að hann hefði náð tangarhaldi á stjórnvöldum með því að neita að skrifa undir lögin, en staðreyndin er sú að hann færði Baugsmönnum ótakmörkuð völd með þessum gjörningi. Það voru þeir sem keyrðu andófið áfram með dyggum stuðningi stjórnarandstöðu sem öll var samsek. Útkoman er að eftir það hefði ekkert pólitískt afl farið gegn vilja Baugs.
Enn er Samfylkingin að ganga erinda Baugsmanna.
ragnhildurkolka (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:52
Sammála Kjartani Eggertssyni
Helgi Jóhann Hauksson, 29.10.2008 kl. 15:48
Páll það er eins og þú hafir fengið Baug hf., og eigendur hans og stjórnendur á heilann, tel að það væri gott fyrir þig að snúa við blaðinu og fra skrifa jákvætt um Baug, td. afhverju þeir hafa fórnað sér fyrir okkur brauðstritara meða að selja okkur ódýrusu matvörum í yfir áratug. Gæti verið að rofaði eitthvað til hjá þér.
haraldurhar, 29.10.2008 kl. 17:09
Haraldur Har : Enn er hausnum barið í steininn. Það er nú bara brandari að segja þessa geislaBAUGSfeðga hafa fórnað nokkru til að við hefðum lægra vöruverð. Þeir hafa sagt bankasthjórum í t.d. Bretlandi að smávöruverðsverslanir þeirra á Íslandi séu mjólkurkýrnar þeirra => við sauðsvartur almúginn erum "suckers" . Sjá nánar á slóðinni :
16.10.2008 | 09:55
OKUR GEISLABAUGSFEÐGA ? HEIMILDARMAÐUR THE TIMES TEKUR UNDIR OG STAÐFESTIR FULLYRÐINGAR GYLFA GYLFASONAR Á OKRI GEISLABAUGSVERSLANA Á VARNARLAUSUM ALMENNINGI Á ÍSLANDI
Sjá lokaorð tilvísaðrar fréttar á mbl.is : "Heimildamaður Times úr hópi bankamanna sagði að smásöluverslanir Baugs á Íslandi séu mjólkurkýr fyrirtækisins (cash cow)."
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.10.2008 kl. 19:22
Predikarinn. Hver ber hausnum við stein er þú gerir það ekki. Meðan baugsfeðgar eru með lægsta matvöruverð landsins í búðum sínum þá ættum við fremur að vera vel við þá en ekki sífellt að vera agnúast út í þeirra rekstur. Sýnir þér þetta ekki bara hversu snjallir kaupmenn þeir eru að geta grætt á solu matvara með góðum hagnaði, en hafa ´þo lægsta verðið í verzlunum sínum.
Eg veit ekki betur en frelsi til að verzla með matvörur sé enn við líði ´hér á landi, þannig að þér og þínum líkum hlítur að vera í lófa lagið að setja á stofn matvöruverzlun og selja þar á lægra verði en nú er gert í Bónus. Þá verð ég eflaust kúnni hjá þér.
haraldurhar, 29.10.2008 kl. 20:39
Eru þeir ekki með ódýrustu matvöruverslunina á landinu vegna þess að þeir græða svo mikið á henni? Að vera stimplaðir sem ÞEIR sem reka þá "ódýrustu" er sko eflaust besta auglýsing sem hugsast getur í þessum bransa. Ég efast líka um það að þetta sé bara einhver góðgerðarstarfsemi af þeirra hálfu í þágu almennings þó sumir haldi að svo sé. Svo má heldur ekki gleyma því að ásamt því að reka eina ódýrustu matvöruverslun landsins, þá reka þeir einnig þá lang dýrustu.
Ingólfur (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.