Bankaklíkan vissi upp á sig skömmina

Íslensku bankarnir nutu ekki trausts. Tvær ástæður eru fyrir því, ein almenn og hin sértæk. Vöxtur bankanna var óhóflegur og fékk ekki staðist er almenna ástæðan. Sértæka ástæðan er þessi: Íslensku bankarnir störfuðu í anda klíkubræðralags þar sem einn var fyrir alla og allir fyrir einn.

Í Kompásviðtali við Björgólf Thor Björgólfsson kom fram óbeit hans á hringrásarviðskiptum þar sem íslenskir „fjármálasnillingar" notuðu handafl til að hækka eigið fé fyrirtækja með því að selja þau sín á milli.

Á Björgólfi er að skilja að hann hafi ekki tekið þátt í hringrásarviðskiptum og ekki ástæða til að efa það. Á hinn bóginn fjármagnaði Landsbankinn, banki Björgólfs, slík viðskipti. Stór viðskiptavinur Landsbankans, Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi, nýtti sér hringrásarviðskiptin með stórfelldum hætti. Aðrir voru Hannes Smárason og Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons.

Bæði Landsbankinn og Kaupþing fjármögnuðu hringrásarviðskipti. Hannes og síðar Jón Ásgeir voru aðaleigendur Glitnis og má nærri geta hvort þeir ykju tiltrú erlendra bankamanna á íslenska bankakerfinu.

Erlendir bankar biðu eftir því að einn íslenskur banki kæmist í kröggur og þá skyldi lokað á þá alla. Þetta gerðist með leifturhraða í byrjun október.

Íslensku bankarnir fengu viðvörun árið 2006. Klíkubræðralagið sem réði bönkunum hafði þá viðvörun að engu og stundaði viðskipti sem gerðu ráð fyrir að taka mætti þyngdarlögmálið úr sambandi. Bankarnir komust að því fullkeyptu og voru nærri búnir að taka þjóðarbúið með sér í fallinu.

Klíkubræðralagið í bönkunum þrem vissi upp á sig skömmina. Þess vegna gátu þeir ekki með nokkru móti komið sér saman um sameiginlegar ráðstafanir þegar ögurstundin rann upp. Eftir hrunið eru þeir aftur á móti allir sammála um eitt: Bankagjaldþrotið er stjórnvöldum um að kenna.


mbl.is Björgólfur segist standa við ummæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Páll.  "allir sammála um eitt: Bankagjaldþrotið er stjórnvöldum um að kenna." 

Þetta er algerlega rangt. Allir vita að þetta er Gísla á Uppsölum að kenna - hann talaði svo bjagað !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.10.2008 kl. 21:26

2 Smámynd: Kjósandi

Seðlabankinn, ríkisstjórnin og Alþingi setti reglurnar.

Bankarnir spiluðu eftir þeim reglum. 

Frjálshyggjan var leiðavísir stjórnvalda. 

Allir vita hvernig fór, Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á því

Kjósandi, 27.10.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kjósandi : Bankaráðherra þess tíma var úr Framsóknarflokki og núna úr Samfylkingu. Þið verðið að muna hver var hvað.

Ekki gleyma - þetta var allt Gísla á Uppsölum að kenna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.10.2008 kl. 21:49

4 identicon

Er nokkuð sammála þér og er sannfærður um það að Sjálfstæðisflokkurinn mun axla ábyrð.

En athyglisvert þykir mér að ritskoðun er á netinu og ekki birtar athugsemdir ef þær eru ekki í samræmi við skoðun þess sem skrifar fyrst. 

Ég birti hér athugasemd við skrif Stefáns Friðriks Stefánssonar

http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/689627/

sem kemur hér: 

Já, ég, fynnst alveg furðulegt að menn meigi ekki undirbúa sig undir svör
sem varða okkur öll. Mér fannst hann standa sig vel, eins var gott að fá að
heyra í Lýði Guðmundssyni í Markaðinum á Laugardaginn var. Fynnst í raun
athyglisvert hversu fljót við erum að snúa baki við þeim sem hafa komið
okkur á kortið

Pétur Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 22:56

5 identicon

Þetta gæti komið þér svolítið á óvart Páll en Ísland er klíkuland. Það ætti ekki að koma á óvart að það fyrirfinnast klíkur í bankakerfinu það er endurspeglun á þjóðfélaginu öllu.  Slíkar klíkur eru einnig til staðar í sjálfstæðisflokknum og Seðlabanka Íslands, skoðaðu bara stjórnendur og bankaráð hans.

Bankar eru í eðli sínu gráðugar stofnanir en þýski höfundurinn Bertholt Brecht lýsti því svo, "Ég veit ekki hvort er verra: að ræna banka eða stofna hann". Þó svo að íslensku bankarnir tóku mjög mikla áhættu þá voru nær allir bankar evrópu að taka stórar áhættur. Banki sem ekki tekur áhættur er andstætt því eðli sem bankar eru, en það er fyrst og fremst hlutverk stjórnvalda að stýra fjármálakerfi lands og temja bankanna þannig að áhætta þjóðfélagsins sé lágmörkuð.

Fólk hefur mikið verið að hneykslast á kaup og kjörum bankamanna en staðreynd málsins er sú að hún oft ekkert miðað við laun erlendra bankamanna. Ackermann, forstjóri Deutsche Bank fékk t.d. 20 milljón evrur í laun 2006 fyrir utan aukalegu þægindin eins og alla vinnubílana o.s.fr. Það má ekki misskiljast að ég sé að verja há laun þeirra, ég mun aldrei geta skilið hvernig fyrirtæki geta metið virði einnar manneskju á við tug-þúsunda þeirra á lægsta launaþrepi, en íslensku bankamennirnir fylgdu erlendu fordæmi.

Nú er allt farið til fjandans og það er þjóðarinnar að taka ábyrgð á öllu saman og sjá til þess að aldrei neitt þessu líkt getur gerst aftur. Það mun þó aldrei verða mögulegt fyrr en allir þeir sem hafa haft fjármálastjórn á landinu segi af sér.

Ernir Erlingsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 00:52

6 Smámynd: DanTh

Páll, upptalning þín er alveg í takt við það hvernig þetta samfélag gerir sig.  Það sem er svo merkilegt í allri umræðunni er að stjórnendur og eigendur bankanna kenna regluverkinu og eftirlitsstofnunum um að þeir hafi farið offari í rekstri sinna eigin banka og fyrirtækja.

Það er merkilegt að fullorðnir velmenntaðir menn skuli tala eins og þeir hafi enga stjórn á sér ef ekkert eftirlit er haft með þeim.  Hvaða skilaboð eru það til samfélagsins þegar menn í ábyrgðarmiklum störfum geta fyrt sig ábyrgð eigin gjörða með slíkum rökum? 

DanTh, 28.10.2008 kl. 10:28

7 identicon

Má ekki spá í það að fyrirtæki hafa farið á hausinn í hinum ýmsu greinum hingað til án þess að stjórnvöldum sé kennt um. Bankar hafa vissa sérstöðu, en samt sem áður veldur hver á heldur. Hefur til dæmis einhver heyrt af vandræðum hjá útrásarmanninum Jóni Helga? Ég minnist þess ekki þegar útrásarbankamenn börðu sér hvað mest á brjóst  í útrásarvímunni að þeir hafi þakkað stjórnvöldum og seðlabanka. Var ekki talað um að viðskiptalífið hefði tekið við og pólitíkin væri í aftursætinu eða jafnvel í skottinu.

Steinþór (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 14:59

8 Smámynd: Mál 214

 "allir sammála um eitt: Bankagjaldþrotið er stjórnvöldum um að kenna." 

Já já.

En það er nú ekki allt rétt . . .

þó allir séu sammála um það sé rétt.

Mál 214, 29.10.2008 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband