Baugur og blóðdropi Björgvins

Baugsmiðillinn visir.is sendir út neyðarkall um helgina: Viðskiptaráðherra verður að koma Baugi til hjálpar, ef ekki þjóðnýtir breska ríkisstjórnin Baugsverslunina í Bretlandi. Líklegt eða hitt þó heldur.

Svona hljómar viðvörun Baugsmálgagnsins visir.is: „Framtíð Baugs Group ræðst um helgina. Sir Philip Green hefur boðist til að kaupa skuldir félagsins við íslenska banka á ríflegum afslætti af íslenska ríkinu. Ef því boði verður ekki tekið er talið líklegt að breska ríkisstjórnin muni þjóðnýta öll fyrirtæki í eigu Baugs í Bretlandi til að vernda þau rúmlega 50 þúsund störf sem þar eru."

Fyrir þá sem ennþá eru með öllum mjalla er rétt að taka það fram að Baugur rekur nokkrar tuskubúðir í Bretlandi sem selja framleiðslu frá Kína og öðrum láglaunalöndum. Fataspjarirnar frá Baugsversluninni eru trauðla líklegar til að valda Bretaveldi áhyggjum hvort heldur þær séu seldar í House of Fraser eða Marks & Spencer. Þjóðnýting á tuskubúðum er jafn líkleg og þjóðnýting á leikfangaverslun.

Aftur til Íslands:

Í líkhúsum landsins liggur fólk sem féll fyrir eigin hendi vegna afleiðinga fjöldagjaldþrotsins. Ef Björgvin G. Sigurðsson lyftir litla fingri til að bjarga Baugi er blóð þessa fólks komið á hans hendur. Verði viðskiptaráðherra að góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar

Ég styð heilshugar þessa hugmyndafræði. Það er að segja; hugsanleg þjóðnýting á Bónusveldinu.

Þeir menn sem hafa stjórnað viðkomandi fyrirtækjum hafa sýnt af sér þvílíkt ábyrgðarleysi að það ætti að vera sjálfsagt mál fyrir ríkisvaldið að taka yfir þau fyrirtæki, sem hafa með verslunarrekstur hér heim fyrir að gera og þeir sömu hafa stýrt hingað til.

Einnig get ég ekki séð rökin fyrir því að íslenska ríkisvaldið komi til með að blanda sér í bissnesskreppu Baugs í Bretlandi.

Gísli Hjálmar , 12.10.2008 kl. 02:56

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Við erum ekki einungis að tala um þjóðnýtingu á Baugsveldinu, heldur öllum eignum allra þessara fjárglæfra- eða öllu heldur fjárglæpamanna.

Ríkið á þessar eignir síðan í einhvern tíma og seldur þær síðan í kjölfar inngöngu okkar í ESB.

Hver veit nema einhver Evrópsk keðja hafi áhuga á að kaupa Hagkaup. Hafið þið komið inn í Carrefour eða Metro? Úrvalið og gæði vara í Hagkaup eru ekkert betri og ef eitthvað er síðra en þeim verslunum.

Berið Bónus saman við Aldi, Rewe, Edeka, Auchan ...

Síðan eru það tryggingarfélögin og bankarnir sjálfir. Seljum þá líka til Evrópu og fáum almennilega skilmála á almennilegu verði.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.10.2008 kl. 08:45

3 Smámynd: Tósi

Viti borni maður, Þetta kallast að nýta sér kreppuna til að græða, 

Bónus, 10-11, Hagkaup allt sama sjoppan í eigu Baugs, vöruskortur í Bónus nóg til í Hagkaup..... afhverju... svar: mesta álagningin, mesta framlegðin... hámarka gróðan 

Tósi, 12.10.2008 kl. 10:28

4 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Bla, bla... Baugur á reyndar ekki íslensku eignirnar, heldur Gaumur, en hvaða máli skipta staðreyndir hjá skoðanabræðrum Páls?  Stjórnarskráin verndar eignarréttindi, en hverjum er ekki sama um svoleiðis óþarfa blaðurplagg?

Björgvin G er ekki að tala um að bjarga Baugi, heldur breyta skuldum Baugs í peninga fyrir bankana svo unnt sé að greiða innistæðueigendum.  En það er trúaratriði hjá Páli að Baugur verði að fara á hausinn og bankarnir (=þjóðin) verði að tapa 200 milljörðum og fá ekkert upp í skuldirnar?

Það gildir hérna einhver önnur rökfræði en þessi venjulega.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 12.10.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband