Laugardagur, 11. október 2008
Samfylkingin í vasa Baugs
Forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag greinir frá því að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi hitt Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra Baugs á fundi í London. Eiginkona Jóns Ásgeirs segir í aukasetningu í fréttinni að þeim hjónum sé í mun að bjarga þúsundum Breta frá atvinnuleysi.
Fréttin er dulkóðuð í besta Baugsstíl. Viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs, Philip Green, er sagður hafa átt frumkvæðið að fundinum til að ræða efnahagsástandið á Íslandi. Eigur Green á Bretlandi eru að brenna upp en hann á engra hagsmuna að gæta á Íslandi. Fréttabaugsblaðið vill hins vegar að við trúum því að Green hafi sérstakar áhyggjur af Íslandi.
Green er áhyggjufullur eins og allir. Hann er með þúsundir manna í vinnu, eins og við, og er mikið í mun að ekki fari illa því það gæti haft slæm áhrif," er haft eftir eiginkonu Jóns Ásgeirs, Ingibjörgu Pálmadóttur. Lykilorðin eru í aukasetningunni eins og við."
Núna heitir það hjá þotuliðinu að það sé með þúsundir manna í vinnu. Og viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar á vitanlega að hjálpa til við að bjarga Bretum frá atvinnuleysi. Algjört aukaatriði er að Baugur verður gjaldþrota ef Bretarnir missa vinnuna. Þeim Baugshjónum er umhugað um það eitt að sem flestir haldi vinnunni sinni, samanber umhyggju þeirra fyrir starfsfólki Glitnis hér á landi, sem var hluti af Baugsveldinu fyrir gjaldþrot.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar gerði Baug að sérstökum skjólstæðingi flokksins í frægri Borgarnesræðu fyrir þarsíðustu kosningar. Æ síðan hafa forystumenn Samfylkingarinnar lagt sig í framkróka að verja hagsmuni Baugs. Andstaðan við fjölmiðlafrumvarpið á sínum tíma er enn í minnum höfð.
En er ekki full langt gengið í hagsmunavörslunni þegar viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar geri sér ferð til Bretlands að ræða björgun Baugsveldisins á meðan þjóðargjaldþrot vofir yfir Íslandi?
Athugasemdir
Er ekki komið nóg af þessu Baugs/Davíðs -rugli. Þessi spuni er engum til framdráttar og þér sjálfum til minnkunnar.
-Þú virðist vera með þráhyggju fyrir þessa samsæriskenningu.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 11:03
Þar að auki er þetta bull um fund í London rangt. Philip Green kom til Íslands og fundurinn átti sér stað í viðskiptaráðuneytinu, eins og fram kom í fjölmiðlum. Hvað nákvæmlega sér Páll jákvætt við það að Baugur rúlli líka eins og bankarnir? Vill hann líka að Actavis fari á hausinn, og Össur og Marel og CCP?
Vilhjálmur Þorsteinsson, 11.10.2008 kl. 13:04
Þegar bloggið var skrifað í morgun var ekki annað að hafa um fundinn en nefnda frétt Fréttablaðsins. Þar var ekki getið um fundarstað og orð mín um fund í London eru hér með leiðrétt.
Ég deili áhyggjum Vilhjálms af framtíð Baugs. Hvernig ætlar Samfylkingin að fjármagna sig ef Baugsveldið hrynur?
Páll Vilhjálmsson, 11.10.2008 kl. 13:20
Páll - þú titlar þig blaðamann. Ég hef ekki séð þín skrif nema sem innsendingar í Moggann og svo á blogginu. Það er ljóst af öllu því sem þú hefur skrifað að þér er sérlega uppsigað við Baugsveldið. Þú nota orð sem eru „hlaðin“ gildismati, s.s. þotuliðið. Það er mikið rætt um að blaðamannastéttin hafi brugðist í starfi sínu - það hafi vantað rannsóknablaðamennskuna til að fara ofan í samana á „útrásinni“ og öllu því spili. Augljóslega hefur verð erfitt um vik þar sem aðalmenn „útrásarinnar“ eru (voru?) jafnframt aðaleigendur miðla að RÚV undanskildu. Ég spyr þig; hvernig ráðum við bót á þessum skorti á öflugum alvöru miðli sem heldur vöku sinni?
Hjálmtýr V Heiðdal, 11.10.2008 kl. 14:30
Er það ekki Árvakur (Björgólfur) sem á Fréttablaðið?
Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 15:52
sæll - þú ert ekki einn um að hafa illan bifur á fundastandi smafylkingarráðherra með þotuliði þessu. en nógir eru greinilega baugi til varnar og kannski ekki nema von eftir áralöng fjölmiðlatögl þeirra hvítflibba...
Bjarni Harðarson, 11.10.2008 kl. 18:53
úps, ég ætlaði að skrifa samfylkingarráðherra - hitt hljómar eins og einhverskonar óskhyggja, smáfylkingin!
Bjarni Harðarson, 11.10.2008 kl. 18:54
Sárt að heyra af áhyggjum þeirra Jóns Ásgeirs og Ingibjargar og þau með allt þetta fólk í vinnu. Hef þó frétt að Bjöggarnir hafi stofnað reikning þeim til stuðnings á Icesave. Númerið er 7 9 13
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 20:29
Mér fannst gaman að prófarkalesa greinarnar þínar forðum. Þá gat ég leiðrétt stafsetningu. Annað þurfti ekki að leiðrétta.
Kveðja
Ben.Ax.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.10.2008 kl. 20:59
Súkkulaðið út um allt niðrá kistu lekur.
Umhgahaha!
Algjör sveppur!!
marco (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 21:30
Þið eruð litlir kallar Bjarni Harðarson og þú. Þessi grein og lygarnar þar eru þér til skammar.
Hrafnkell S Gíslason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 22:27
Það er talað um að Green yfirtaki skuldir Baugs á Íslandi sem eru geigvænlegar. Hann mun þá ekki borga þær fullu verði, langt í frá, en ef um semst fær ríkið erlendan gjaldeyri í kassann.
Snýst aðallega um þetta.
Legg ekki mat á hvort þessi díll er góður, en sjálfsagt að athuga hann.
Egill (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 22:56
Svona hatur eins og þú berlega berð til Jóns Ásgeirs er engum hollt Páll, hvorki þjóðinni eða þér persónulega.
Gunnar (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 23:09
Þetta er að nýta sér kreppuna til viðskipta, kaupa eigin skuldir á slikk af þrotabúi bankanna og græða mismuninn..
Velkominn í gang aftur Páll, þú ert flottur penni og einn af fáum fjölmiðlamönnum sem ekki seldi sig, haltu áfram að skrifa þjóðin þarfnast þinna líka.
Tósi, 11.10.2008 kl. 23:21
Það er talað um, allavega hjá Jóni Ásgeir, að um það bil 50 – 60 þúsund manns starfi hjá fyrirtækjum Baugs í Bretlandi.
Það hljóta því að teljast verulegir hagsmunir breskra stjórnvalda að vernda þessi störf og þ.a.l. ætti samningsstaða íslenskra stjórnvalda að vera góð varðandi uppgjör á ábyrgðum vegna IceSave reikninganna.
Þessar skuldir sem Philip Green er að bjóðast til að kaupa eru að megninu til við Landsbankann, Kaupþing og Glitni. Og allir þessir bankar eru nú í eigu ríkisins.
Green er sagður hafa stillt Íslendingum upp við vegg og sagt að hann vildi verulegan afslátt, því ef hann ekki keypti þessar skuldir þá yrðu fyrirtæki Baugs í Bretlandi þjóðnýtt og við fengjum ekki krónu...
En bíddu nú alveg rólegur.
Ef Gordon Brown þjóðnýtir þessi fyrirtæki, sem tæknilega eru eign íslenska ríkisins og þar að leiðandi okkar þegnanna, vegna þess að Baugur skuldar íslensku ríkisbönkunum þessa nokkur hundruð milljarða, þá er Gordon Brown tæknilega að stela þessum margumræddu nokkurhundruð milljörðum af okkur !
Eða er það ekki?
Er því nokkur ástæða til að selja Green skuldirnar á tombólu þegar við getum fengið rúmlega fullt verð fyrir þær hjá Brown?
Guðmundur Andri Skúlason, 12.10.2008 kl. 00:18
Já þeim Baugshjónum er umhugað um 50,000 manns í Bretlandi missi vinnuna. Hvað með 300,000 manna þjóð sem þau eru búinn að koma á hausinn? Þeim er skítsama, eru bara að hugsa um eginn hag. Það á að frysta eignir þeirra sem allra fyrst.
HG
Ingvar, 12.10.2008 kl. 01:45
Guðmundur Andri, veistu ekki hvað orðið "þjóðnýting" þýðir?
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.10.2008 kl. 01:55
Einfaldasta lausnin er að halda uppboð á skuldum Baugs hjá ríkisbönkunum, og selja þær hæstbjóðanda. Leið Páls, að láta Baug bara fara á hausinn, og fá ekki neitt fyrir skuldirnar f.h. skattborgara, er augljóslega snargalin.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 12.10.2008 kl. 23:50
Tósi, Páll hefur lengi verið 100% eign Davíðs Oddssonar, hvort hann seldi sig Davíð eða gaf Davíð sálu sína fríkeypis veit ég ekki. En hann skrifar ekki nema hann geti annaðhvort verið að leggja Davíð til gott orð eða Baugi illt en oftast fer það þó saman.
Gunnar (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 03:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.