Boston tók Heimsseríuna

Boston Red Sox sigruðu Colorado Rockies 4-0 í Heimsseríunni. Annar meistaratitilinn í höfn á þrem árum, en fyrir 2004 hafði verið beðið í 86 ár, eða nokkru lengur en elstu menn gátu munað.

Mike Lowell var kjörinn leikmaður seríunnar, en titilinn átti auðvitað að fara til Josh Beckett.  Lowell var góður, heimahlaup í þeirri sjöundu og ásar og tvistar hér og þar, en Beckett var bjargið. Jon Lester var á hólnum og tók 5 2/3 lotur sem tryggði honum sigurleik en það var slúttarinn Jonathan Papelbon sem rak smiðshöggið eins og oft áður með því að loka á Klettafjallakylfarana. Papelbon fékk ekki á sig heimahlaup þau sjö skipti sem hann slúttaði í úrslitakeppninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir um tíu árum fór undirritaður til Ameríkunar,gestgjafar mínir buðu mér á svona Amerískan fótboltaleik.Ekki skyldi ég afhverju fólkið æsti sig svona upp,því mér fannst enginn spenna vera þarna á vellinum hjá ´´fótboltamönnunum,, þetta var mér alveg og er enn óskiljanlegt,sá aldrei neina spennu myndast eða eitthvað þessháttar,örstutt hlaup og veltingur á þessum hnausþykku ´´boltamönnum,,já margt skilur maður ekki.

Jensen (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 22:39

2 Smámynd: Boston Red Sox

Beckett gat ekki unnið MVP, hann spilaði bara 1 leik, ef hann hefði náð 2 hefði hann unnið auðveldlega. Mitt atkvæði fær Papelbon, hann slökkti alveg á Colorado í leik 2-4.

Boston Red Sox, 30.10.2007 kl. 16:47

3 identicon

Þetta var mjög spennandi...þ.e. síðasti leikurinn var spennandi fram á síðasta bolta. Red Sox áttu náttúrulega þrjá leiki til góða svo spennan snérist ekki um World Series, í mínum huga var hún unnin, spurning var hvenær. Það voru bara tveir af þessum fjórum leikjum sem voru spennandi, annar og fjórði. Nú er að bíða til vors og sjá hvað Twins gera í vetur. Í gær var opinberað tölvuvideo af nýja leikvanginum sem opna á 2010, þótt ég sé mikið á móti svona leikvöngum sem fjármagnaðir eru með skattpeningum til handa multimilljónerum sem eru að reka "for profit" business þá er búið að samþykkja þetta og þá fylgist ég með. Þá er það ruðningurinn á meðan ég bíð eftir körfunni, ekki NBA heldur háskólaboltinn. Hann er svo miklu skemmtilegri en atvinnumanna boltinn.

Katrín Frímannsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband