Heilagt stríð múslíma; sjálfsvörn eða kjarninn sjálfur?

Þegar nítján múslímar drápu sjálfa sig og þúsundir annarra 11. september 2001 var árásin á New York og Pentagon réttlætt með heilögu stríði múslíma gegn Vesturlöndum og Bandaríkjunum sérstaklega. Hugtakið heilagt stríð, jihad, og merking þess í trú múslíma er mörgum hugleikin eftir atburðinn.

Í grófum dráttum skiptast sjónarmiðin í tvö horn. Annars vegar að heilagt stríð sé afbrigði í trúarkerfi múslíma og komi aðeins til álita í nauðvörn. Múslímatrú sé friðsöm og leggi ekki blessun sína yfir blóðsúthellingar saklausra. Hins vegar eru þeir sem telja trúarbrögðin af Arabíuskaganum vera í kjarna sínum ofbeldishneigð. Heilagt stríð sé birtingarmynd hneigðarinnar.

Umræðan um heilagt stríð er jafngömul sjálfri trúnni sem óx og dafnaði í kjölfar hernaðarsigra fylgismanna spámannsins. Í yfirlýsinga Osama Bin Laden frá árinu 1998 er vísun í múslímskan fræðimann frá þrettándu öld.

Í nýjustu útgáfu New York Review of Books, ræðir Malise Ruthven um múslímatrú, heilagt stríð og nútímann. Til grundvallar leggur Ruthven þrjár bækur (John Kelsay: Arguing the Just War in Islam; Hans Küng: Islam. Past, Present and Future og Michael Bonner: Jihad in Islamic History).

Ruthven segir þá Küng og Bonner komast að sömu niðurstöðunni: Heilagt stríð er ekki afbrigði í múslímatrú sem aðeins sé beitt í sjálfsvörn. Í sögu trúarbragðanna og iðkun þeirra er hugmyndin um stríð gegn vantrúuðum veigamikill þáttur. Umræðan í samfélagi múslíma sé ekki um það hvort heilagt stríð falli innan ramma trúarinnar heldur hvenær og hvernig beita skuli þessu vopni.

Ruthven dregur upp þá mynd af múslímatrú að hún sé kviksett í fyrnsku og geti ekki átt samleið með veraldlegum stofnunum í lýðræðisþjóðfélagi. Endurnýjun sem kaþólska kirkjan, mótmælendatrú og gyðingdómur fóru í gegnum síðustu fimm hundruð árin eða svo hefur ekki snert múslíma. Þeir eru enn fangar bókstafstrúar með heimssýn sem leyfir ekki fjölræði.

Sjálf umræðan um múslímatrú er dauðans hættuleg, samanber hótanir sem vofa yfir þeim rithöfundum og gagnrýnendum er voga sér óhefðbundna nálgun á spámanninum og orðum hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Páll !

Mjög þörf; og tímabær færzla, hjá þér. Jú, jú.... þetta er einmitt kjarninn sjálfur, þessi illsku kenning boðar heimsyfirráð fylgjenda sinna, og ekkert annað, Páll.

Frámunalegt; hversu margir, sérstaklega vinstri menn, svo og nokkrir frjálshyggju gapuxar, m.a., hér á Íslandi eru snortnir, fyrir þessum ósköpum, þótt viðkomandi ættu að vita betur.

Sjáum; t.d., þessa skrípa fylkingu, úti í Danmörku; Alliance, með forsprakkann Nasir nokkurn Khader. Meira að segja, Eydanir; frændur okkar líða uppgang þessarrar trúarkenningar, svo mjög, að nálgast að vera ríki í ríkinu; moska hér - moska þar, miðstöðvar klerka skrattanna, hverjir eru munstraðir, frá Saudi- Arabíu og viðlíka plássum.   

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 01:05

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mjög áhugaverð færsla, ég verð nú að svara árás á Naser Khader hér að ofan. það er kannski ýmislegt í þessum nýja flokki sem er umhugsunarvert en útlendingapólitíkin er góð hjá þeim. þeir meina að allir sem búa í flóttamannabúðunum eigi að flytja út í samfélagið, og þar get ég ekki verið annað en sammála. mikið af þessu fólki kemur frá iraq, og hefur engan möguleika á að flytja þangað aftur, það er ekki komin friður á þar. öllum hefur verið boðið summa af peningum ef þeir fari heim, en það eru bara nokkrir sem hafa tekið á móti því tilboði, og það eru menn sem eiga ekki fjölskyldur sem hafa tekið á móti tilboðinu. þessi mynd að fólk gerist flóttafólk að gamni sínu er held ég eins vitlaus og hægt er. fólk flýr ekki frá öllu sínu til fjarlægra landa með börnin sín og ekkert annað, nema af því það er ekki annar möguleiki það nýjasta sem ríkisstjórnin hér gerði , daginn áður er gert var opinbert að kosningar væru i vændum, var að bjóða 60 flóttamannafjölskyldum að flytja út í samfélagið, hvers vegna er það gert akkúrat núna ??? það er af því að allir eru að gera sér grein fyrir að það er svolítið sem heitir mannréttindi.það er stór vöntum á fólki í vinnu í danmörku, og þarna er mögueiki á að bæði þetta fólk fái möguleika á að skapa sér líf hérna í dk, og að það komi þær hendur inn á vinnumarkaðinn sem þörf er á hérna.

ég held að í raun hafi þetta stríð ekkert með trúarbrögð að gera, en hversu veraldlegum möguleikum er misskipt. þegar ég hugsa til þessa fólks í þeim löndum sem eru mest áberandi þá get ég einhversstaðar skilið það sem er að gerast, út frá því vonleysi sem hjá flestu þessi fólki er. það er auðvitað það sem leiðtogar þessa fólks notar. hvaða framtíðarsýn er hjá fólki t.d frá palestínu, hvað er ástæðan fyrir að þetta fólk velur að gerast sjálfsmorðsbombur ! hverjar eru framtíðarhorfur þeirra sem eru venjulegt fólk í Iraq ? veraldlegum gæðum, og möguleikum á jörðinni er svo misskipt að það getur ekki annað en skapað átök, og svo er það gert í nafni trúarinnar. við vitum öll að það eru bara hluti af því fólki í þessum þrem stærstu trúarbrögðum (islam, gyðingatrú, go kristin trú) sem er öfgafólk, og hefur í raun bara búið til sinar eigin lög og reglur í nafni ttrúarinnar. hin venjulega manneskja í þessum löndum og trúarbrögðum, er ábyggilega manneskja eins og ég og þú með þrár vonir og óskir um góða framtíð fyrir fjölskylduna sína.auðvitað spilar inn eins og hjá íslendingum dönum ameríkönum og fl. löndum þjóðernisstolt,og hver getur láð þeim það. þjóðir sem hafa þjáðst og gengið í gegnum erfiðleika standa saman, það vitum við alveg, það gerist líka í fjölskyldum sem hafa haft það erfitt, þær standa saman í gegnum átök og mótlæti.

ég held að þetta stríð á milli "okkar og þeirra" verði þar til við lærum að deila þeim lífsgæðum sem við höfum, og lærum að hafa virðingu fyrir því sem er öðruvísi. við lærum að sjá styrkin í því að vil öll hérna á jörðinni séum ólík en getum á þann hátt verið með til að skapa harmoni á jörðinni. það er sennilega langt í land, við hugsum of mikið um okkur sjálf, og hvað er best fyrir okkur en ekki heildina, það er einstaklingshyggja sem aldrei áður. 

jæja þetta er orðið ansi langt svo ég læt staðar numið og óska þér góðs sunnudags.

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 10:21

4 Smámynd: Ár & síð

Þú veltir upp áhugaverðum punktum um islam og áhugavert gæti verið að bera þetta saman við þróun kristninnar sem er um 6 öldum eldri trúarbrögð. Sú trú var löngum boðuð með biblíuna (eldri þýðingar) í annarri hendi og vopn í hinni og þá réði trúin því hver var drepinn og hver ekki.
Þær aðferðir við kristið trúboð hafa að mestu aflagst í seinni tíð með þróun siðmenningar okkar en höfum í huga að miðað við aldur er islam nú statt á svipuðu þroskastigi og kristnin var fyrir 600 árum.
Sennilega á allur heimurinn allt sitt undir því að áframhaldandi þróun þeirra trúarbragða verði með friðsamari hætti en við höfum orðið vitni að undanfarið. Vandinn er þó líklega helstur sá að okkar menningarheimur hefur fært mönnum svo öflug vopn í hendur (skotvopn, sprengjur og jafnvel kjarnorku) að fái hinir hófsömu í islam ekki ráðið við öfgamannina mun illa fara. Því meiri hörku sem við sýnum þeim, þeim mun meiri líkur eru á að öfgamennirnir hrósi sigri í islam. En sé ekkert að hafst erum við líka í vanda. Þetta er erfið staða og krefst bæði mikillar íhygli og skynsamlegra skrefa.
Matthías

Ár & síð, 28.10.2007 kl. 17:34

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Greinin hans Palla ber keim af svipuðum greinum sem Skúli hryðjuverkamaður hefur þýtt og birt á blog síðu sinni.  Rauði þráðurinn í gegnum þessar greinar er að kristinn trú og fólkið sem aðhyllist hana sé friðsamt en islam og "islamistar" séu hryðjuverkamenn með stríð á heilanum.

Það er greinilegt að þessi Ruthven ber saman epli og kiwi ávexti og heldur að þetta séu bæði bananar.  En auðvitað verður að bera saman þá Kristni sem tekur Biblíuna bókstaflega við múslima sem taka Kóraninn bókstaflega.  Það þýðir ekkert að bera saman einhverja hommasöfnuði í Sanfransiskó við Bin Laden endalaust.

Svo er það algjör della að Kristinn trú og lýðræði passi einstaklega vel saman.  Það er bara ekkert í Biblíunni sem bendir til þess að þar hafi lærðir menn með lýðræði á heilanum skrifað einn bókstaf.  Þannig að allt tal um að kristinn bókstafstrú sé umburðarlyndari og lýðræðislegri en múslimatrú er algjört kjaftæði.  

Síðan að segja að gyðingdómur sé eitthvað umburðarlyndari er bara eins og að senda hjörð af fílum inn í Kringluna.  Nýleg frétt sagði frá því að nokkrir strangtrúaðir gyðingar hefðu gengið í skrokk á manni og konu sem sátu saman án þess að vera gift eða skyld! Mikið umburðarlyndi og endurnýjun eða þannig.

Björn Heiðdal, 29.10.2007 kl. 00:19

6 identicon

Mér fynnst nú skrítið hvað fréttamenn(ekki hjá baugsmiðli) hafa verið tilbúnir að kokgleypa allt sem hefur verið framreitt ofan í þá af hægri sinnuðum öfga kristnum forseta Bandaríkjanna.

td. 12 af þessum 19 sjálfsmorðs múslimum hafa fundist lifandi, ætli hinir 7 séu ekki bara dauðhræddir um að láta sjá sig.

Öll vegsumerki við Pentagon benda til þess að lítil þota eða flugskeyti hafi farið þar inn, en ekki stór farþegaþota.

það ótal atriði sem hreinlega bara standast ekki í þessu máli.

Þessi grein þín er afar vanhugsuð og lituð.  

Stefán Viðar (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 12:16

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Getur verið að ég hafi hitt Skúla á Goldfinger?  Ef svo er vil ég þakka honum fyrir að þegja og segja ekki mömmu eða Sollu frá því hvað við vorum að gera.

Björn Heiðdal, 1.11.2007 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband