Eftir handvömm koma svik

Borgarstjóri, þessi sem verður það fram á þriðjudag, átti aldrei að ljá máls á því að setja peninga Orkuveitunnar í félag með áhættufjárfestum. Handvömmin leiddi til uppreisnar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem stilltu borgarstjóra upp við vegg - og þar með Birni Inga Hrafnssyni borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Þá var stutt í að einangraði framsóknarmaðurinn leitaði að nýju samferðafólki, hann er jú beggja handa járn. Alfreð Þorsteinsson, forveri Björns Inga í einmenningsflokki Framsóknar í Reykjavík, var meira en viljugur að koma meirihlutanum frá. Þar galt hann rauðan belg fyrir gráan. Alfreð var vikið úr embætti yfirkommisars hátæknisjúkrahússins af Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra og einum nánasta samherja borgarstjóra.

Litla sagan um hallarbyltinguna í Ráðhúsinu varpar ljósi ríkisstjórnarsamstarfið. Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband