Tíu pottþéttar ástæður fyrir inngöngu í Evrópusambandið

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðasetursins á Bifröst sagði í hádegisfréttum RÚV að ef Ísland gengi í Evrópusambandið yrði auðveldara að versla á netinu. Hér er restin af topp tíu listanum fyrir inngöngu.

2. Við fáum betra veður ef við göngum í ESB.
3. Við yngjumst við að ganga í ESB.
4. ESB-aðild gerir okkur hamingjusamari.
5. Í ESB yrðum við stórveldi á heimsvísu.
6. Með okkur í ESB myndi hægja á hlýnun andrúmsloftsins.
7. Ef við göngum í ESB verða fjöllin blárri og mennirnir meiri.
8. Innganga okkar í ESB myndi tryggja KR Íslandsmeistaratitilinn.
9. Unglingabólurnar yrðu ekki vandamál ef aðeins Ísland væri í ESB.
10. Íslendingar verða fallegri þegar þeir ganga í ESB.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Auk þess yrði Evrópufræðasetur Háskólans á Bifröst æðsta menntastofnun á landinu.

Sveinn Ólafsson.

Sveinn Ólafsson, 8.9.2007 kl. 14:14

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Leyfi mér að linka á þennan óborganlega pistil þinn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.9.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Snilld!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.9.2007 kl. 16:26

4 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Vegna yfirburðaþekkingar á þessu viðfangsefni, án þess að hafa heimsótt Bifröst langa lengi, geri ég eftirfarandi athugasemdir við PV topp 10:

1.Veðrið

Herbert Guðmundsson, 8.9.2007 kl. 17:19

5 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Einhver máttarvöld gripu í taumana, þegar ég ætlaði að ausa úr viskubrunni mínum um speki ykkar, Eiríks Bergmann og þína. Nú er hins vegar mikilvægara að hugleiða örlög okkar mörlanda í fótboltanum við Spánverja. Svo að við göngum ekkert í Evrópusambandið strax. Læt vita.

Herbert Guðmundsson, 8.9.2007 kl. 17:43

6 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Alltaf er Páll jafn málefnalegur... eða ekki.  Viðtalið við Eirík Bergmann snérist aðallega um að upptaka evru myndi auðvelda samanburð á verði milli landa, og leiða til vaxtalækkunar fyrir almenning.  Þá myndi Ísland ganga inn fyrir tollmúra bandalagsins sem leiddi til auðveldari verslunar yfir netið, þá einkum hvað varðar þær vörur sem eru sérstaklega tollaðar í dag, t.d. matvælum.

Eins og fram kom á ráðstefnu RSE um daginn, í máli virtra hagfræðinga, þá geta Íslendingar hæglega tekið upp evru án þess að ganga í ESB.  Meðal annars útlistaði þar fyrrum fjármálaráðherra El Salvador hvernig það ríki tók upp dollara í sínu hagkerfi án nokkurs sérstaks leyfis frá Bandaríkjastjórn.  Þeir sömdu við Bank of New York um að útvega seðla og mynt og fóru eftir einfaldri uppskrift við gjaldmiðlaskiptin, sem gengu mjög vel og reynslan hefur verið góð. 

Evran myndi skila okkur lægra vöruverði, miklu lægri vöxtum, minni tilkostnaði fyrirtækja og banka vegna gjaldeyrisvarna og meiri stöðugleika í viðskiptakjörum.  Ókostirnir eru nánast engir; helst þeir að möguleikinn til að stjórna vöxtum innanlands hyrfi en við vitum af eigin skinni að það er ekki mikill missir.  Það er hagfræðilegt bull að skynsamlegt sé að hafa eigin gjaldmiðil á litlum svæðum.  Af hverju halda menn að Flórída sé ekki með sér gjaldmiðil?  Eða Vestmannaeyjar ef út í það er farið? 

Vilhjálmur Þorsteinsson, 8.9.2007 kl. 23:14

7 identicon

Halldór Ásgrímsson sagði okkur að EB væri besta framtíðin. Hann trúði okkur fyrir því að það væri bezt að vera undir  sambandið komið - hið nýja samband. Aumkunarverður má hann vera að reyna að telja okkur trú um þetta. Nú er samfylking komin í ríkisstjórn og ég er dauðhræddur um að vakna í helsi evrópubanalagsins einn daginn. Vona samt að til þess komi ekki - að við verðum ekki maurar í búi evrópuauðvaldsins sem reynir eftir fremsta megni að ráða og beina straumum fjármagnsins til sín.

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 05:11

8 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ágæti Benóný, með aðild að EES erum við nú þegar með frjálsa fjármagnsflutninga milli ESB-landa og Íslands og ekkert mun breytast í því efni við inngöngu í ESB.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 9.9.2007 kl. 16:45

9 identicon

Rétt hjá Vilhjálmi og látum þar við sitja. EES samningurinn tryggir okkur þennan helsta kost Evrópusambandsins en afgangur þess sem fylgir inngöngu í sjálft samanbandi er almennt óheppilegur fyrir okkur.

Eiríkur hefur varið fullorðinsárum sínum í að berjast gegn betri vitund og skynsemi Íslendinga og skiljanlega grípur hann svona tækifæri og blæs það út eftir fremsta megni. Best að deila alltaf í Eirík með 10.

Björn Berg (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband