Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
Íslömsk nauðgun og vestrænt samhengi
Breskur borgaralegur embættismaður í suðurhluta Írak fékk þær upplýsingar á undirbúningsnámskeiði að ef honum yrði rænt af uppreisnarmönnum myndu þeir að líkindum nauðga honum. - Þótt þú fáir sáðlát við nauðgunina skaltu ekki hafa áhyggjur, þú ert ekki hommi þrátt fyrir það.
Rory Stewart tók engu að síður starfið og skrifar reynslu sína í bókinni Occupational Hazards: My Time in Governing in Iraq (Picador). Stewart var ekki nauðgað á meðan vaktinni hans stóð en hann lærði ýmislegt, t.d. að vestrænt lýðræði er ekki auðveld útflutningsvara til arabaríkja.
Athugasemdin um mögulega nauðgun er sögð blátt áfram eins og fátt sé sjálfsagðara en að félagsskapur karlmanna komi fram vilja sínum við karlkyns óvini. Í vestrænni menningu er þetta óskiljanlegt. Óhugsandi er að baskneskir skæruliðar hafi reglulega nauðgað spænskum þjóðvarðliðum eða írskir IRA-félagar breskum hermönnum. Vestræn karlamenning nær ekki utanum þá tilhugsun að stríðshertir menn taki aftanístöðu á karlkyns föngum.
Nauðgun fær fyrst merkingu í okkar heimshluta þegar karl þvingar konu til samræðis. (Ef maður er DV-lesandi; þegar perrar leggjast á börn). Í vestrænu borgaralegu samfélagi og seinni tíma sögu Vesturlanda neytir kærastinn, eiginmaðurinn, yfirmaðurinn, skæruliðinn eða hermaðurinn aflsmunar til að brjóta konuna undir sig og svala fýsn sinni. Í sumum tilvikum er samhengið persónulegt en í öðrum þjóðfélagslegt eða sögulegt. Sovéski hermaðurinn sem nauðgaði þýsku konunni í Berlín í lok seinni heimsstyrjaldar og hrækti upp í hana að viðskilnaði var sennilega að kvitta fyrir hryðjuverk Þjóðverja á austurvígstöðvunum.
Hvað er það þá með þessa tilburði múslímskra uppreisnarmanna að nauðga körlum? Drög að svari er ef til vill í bók norsku blaðakonunnar Åsne Seierstad, Bóksalinn í Kabúl. Með fyrirvara um verklag Åsne og aðferðafræði við bókargerðina segir hún frá því að í suðausturhluta Afganistan gangi kvenfyrirlitning múslíma svo langt að karlmenn geyma konurnar einangraðar en sporta sig með kvenlegum strákum á götum og torgum. Åsne lýsir baráttu tveggja uppreisnarforingja um ástir unglingspilts. Skriðdrekum var beitt og þungum vopnum. Áður en yfir lauk lágu nokkrir tugir í valnum.
Í menningarheimi múslíma, samkvæmt lýsingu Åsne, eru konur of ómerkilegar til að fullveðja karlmenn nenni að nauðga þeim. Hvítur karlrass kveikir hins vegar losta í brjósti múslímskra uppreisnarmanna. Sennilega ættum við ekkert að þvælast þangað austur, hvorki til að kenna þeim lýðræði né jafnrétti.
Athugasemdir
Þetta er áhugaverð lesning
Mér skilst að svipað stigveldi hafi gilt um ástir í Rómarveldi og þó einkum Grikklandi til forna, þar sem ástir milli tveggja karlmanna eða karls og pilts þóttu fegurri en ástir karls og konu. Enda karlinn meira spennandi félagslega, vitsmunalega og fagurfræðilega en konan.
Þá var sá sem var "ofaná" iðulega engu meiri hommi fyrir vikið, en sá sem var "undir" þótti þó örlítið lægri fyrir það að taka að sér hið passíva hlutverk í kynlífinu.
Og rétt eins er það í dag í mörgum Arabalöndum að margur karlmaðurinn getur vel hugsað sér að pota aðeins í klípulegan karlbossa án þess að það hvarfli nokkurntíma að honum að skilgreina sig sem samkynhneigðan, og án þess að hann hiki við eitt andartak að kvitta upp á það með glöðu geði að banna "samkynhneigð" með lögum eins og er víðast hvar gert í hinum íslamska heimi.
Svo mætti fara út í allskyns skemmtilegar pælingar um hvernig skilgreiningar okkar og skilningur á kyni, kynlífi og kynhneigð geta farið heilan hring, og út og suður. Hvernig vestrænir karlmenn sem sverja af sér alla kvenfyrirlitningu geta verið yfir sig uppteknir af því að enginn kalli þá homma, og hvernig arabískir karlmenn af róttækustu sort geta stundað samkynhneigt kynlíf án þess að finnast nokkurntíma að karlmennsku sinni vegið.
Promotor Fidei, 21.8.2007 kl. 02:19
Palli, you amaze me!!
inga (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 08:21
spes, hélt einhvernveginn að nauðganir á körlum í hernaði væru liðin tíð en það er þá kannski bara á Vesturlöndum. Dettur í hug bók finnans Nissinen, Homoeroticism in the biblical world sem tekur vel á álíka efni, er um ýmsa kynhegðun á biblíutímanum og á því svæði.
SM, 21.8.2007 kl. 12:52
ja herna...eg veit ekki hvort vekur meiru furdu mina paelingar um kynhneigd muslima i Irak eda thad thetta er thad sem stod upp ur hja ther eftir thessa lesningu. Thad hefdi verid ollu naer ad fjalla um thau vandamal sem stand fyrir dyrum i Irak eda fjalla jafnvel um Rory Stewart sjalfan, sem er an efa er einn mest athyglisverdandi karakter sinnar kynslodar(minnar kynslodar). kannski muntu fjalla um thad sidar, hver veit?
Pétur Hannes Ólafsson, 21.8.2007 kl. 14:29
Gætum okkar að hér erum við alltaf að tala um litla jaðarhópa og undantekningar. Hinn venjulegi maður í þessum löndum nauðgar ekki föngum í tómstundum sínum eða stundar kynlíf með litlum strákum. Hinn venjulegi maður í þessum löndum vinnur vinnuna sína, á konu og börn sem ganga í skóla o.s.frv.
Reglulega er verið að koma upp um vestræna hermenn, kristniboða og fleiri sem hafa framið alls kyns undarlegheit í þeim löndum þar sem þeir hafa starfað. Ekki allir, en lítil prósenta fjöldans er tilbúin að gera undarlega hluti hvort sem viðkomandi er fæddur á Vesturlöndum eða annars staðar og einskorðast það síður en svo við Mið-Austurlönd eða t.d. Afganistan.
Einnig kemur það fyrir að svona nauðganir séu notaðar sem pyntingaraðferðir hjá ákveðnum hryðjuverkahópum. Föngum jafnvel att saman.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.8.2007 kl. 17:07
Hér má kannski tilfæra frásögn stríðshetjunnar og ævintýramannsins T.E. Lawrence sem var hnepptur í varðhald af tyrkneska landstjóranum Hajim Bey í sýrlensku borginni Deraa í nóvemberlok 1917 og síðan barinn og nauðgað af vörðum sínum. Lýsingu á þessu má finna í þeirri merkilegu bók Lawrence Seven Pillars of Wisdom, sem kom fyrst út 1922 og oft síðan.
Árni Matthíasson , 21.8.2007 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.