Sunnudagur, 16. mars 2025
Þórdís Kolbrún má skammast sín
Lokun íslenska sendiráðsins í Moskvu fyrir tveim árum með vísun í Úkraínustríðið var stórpólitískur afleikur Þordísar Kolbrúnar þáverandi utanríkisráðherra. Ísland eitt vestrænna ríkja lokaði sendiráðinu í Rússlandi og gaf upp sem ástæðu stríðið í Úkraínu. Tilfallandi bloggaði:
Diplómatísk stríðsyfirlýsing Þórdísar Kolbrúnar utanríkisráðherra er ekki í þágu íslenskra hagsmuna. Tilkynning um lokun sendiráðs Íslands í Moskvu er sett fram, og skilin í Rússlandi, sem ögrun.
Hvers vegna ætti Ísland að ögra Rússlandi? Samskipti þjóðanna hafa ávallt verið vinsamleg. Rússar opnuðu markaði sína á sovéttímanum þegar við áttum í landhelgisdeilu Breta, sem beittu okkur viðskiptaþvingunum.
Jú, kynni einhver að segja, Rússar réðust inn í Úkraínu. Síðan hvenær eru stríð í útlöndum rök fyrir lokun íslenskra sendiráða?
Mistökin í Moskvu hafa fylgt Þórdísi Kolbrúnu. Hún hrökklaðist úr kjördæmi sínu fyrir síðustu kosningar og heykist á að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum.
Í viðtengdri frétt býður Þórdís Kolbrún upp á eftiráskýringu, að íslensku sendiráðsfólki hafi verið ógnað í Moskvu. Það hafi verið ástæða lokunar sendiráðsins. Nú er Úkraínustríðið ekki lengur ástæðan heldur líf og limir íslenskra sendiráðsstarfsmanna.
Hvers vegna var þessara atvika ekki getið þegar lokunin var tilkynnt? Hver er skýringin á því að Rússar hafi valið sem skotmark litla Ísland?
Hér að öllum líkindum farið með ýkjur ef ekki hrein ósannindi. Það eykur ekki trúverðugleikann að núverandi utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín, styðji í véfréttastil frásögn Þórdísar Kolbrúnar.
Ísland situr uppi með þá skömm að hafa eitt þjóðríkja lokað sendiráði sínu í Moskvu með þeirri röksemd að Úkraína og Rússland eigi í átökum. Ákvörðun sem einn ráðherra tók án umræðu.
Nær væri að Þórdís Kolbrún bæðist opinberlega afsökunar að hafa hlaupið á sig, látið tilfinningar ráða en ekki ígrundun á þjóðarhagsmunum. Verkefni sitjandi utanríkisráðherra er að biðja um gott veður í Moskvu og útskýra að sökum mannfæðar á Íslandi veljist stundum til forystu fólk sem ekki kann háttu og siðu á alþjóðavísu.
![]() |
Starfsfólki sendiráðsins í Moskvu var ógnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er mjög hættulegt þegar tilfinningaar eru látnar ráða ferðinni þegar hagsmunir heillar þjóðar eiga í hlut. Eitt er víst að Bandaríkin hefðu ekki sýnt sama langlundargeð og Rússar gerðu í átta ára ögrun. Á þessum tíma stóðust engir samningar við vestulönd sem varð á endanum til að Rússar neyddust í þessi átök. Fréttaveitur hafa heilaþvegið fólk gegn Rússum og virðist ekki mikið þurfa til. Persónulega held ég að eina landið sem við hugsanlega þyrftum að verjast eru Bandaríkin svo að allir varnarsamningar eru algjörlega óþarfir. Það síðasta sem ég hef ághyggjur af er að Rússar ráðist á einhverja án þess að vera illilega ögrað.
Kristinn Bjarnason, 16.3.2025 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning