Þórdís Kolbrún má skammast sín

Lokun íslenska sendiráðsins í Moskvu fyrir tveim árum með vísun í Úkraínustríðið var stórpólitískur afleikur Þordísar Kolbrúnar þáverandi utanríkisráðherra. Ísland eitt vestrænna ríkja lokaði sendiráðinu í Rússlandi og gaf upp sem ástæðu stríðið í Úkraínu. Tilfallandi bloggaði:

Diplómatísk stríðsyfirlýsing Þórdísar Kolbrúnar utanríkisráðherra er ekki í þágu íslenskra hagsmuna. Tilkynning um lokun sendiráðs Íslands í Moskvu er sett fram, og skilin í Rússlandi, sem ögrun.

Hvers vegna ætti Ísland að ögra Rússlandi? Samskipti þjóðanna hafa ávallt verið vinsamleg. Rússar opnuðu markaði sína á sovéttímanum þegar við áttum í landhelgisdeilu Breta, sem beittu okkur viðskiptaþvingunum.

Jú, kynni einhver að segja, Rússar réðust inn í Úkraínu. Síðan hvenær eru stríð í útlöndum rök fyrir lokun íslenskra sendiráða? 

Mistökin í Moskvu hafa fylgt Þórdísi Kolbrúnu. Hún hrökklaðist úr kjördæmi sínu fyrir síðustu kosningar og heykist á að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum.

Í viðtengdri frétt býður Þórdís Kolbrún upp á eftiráskýringu, að íslensku sendiráðsfólki hafi verið ógnað í Moskvu. Það hafi verið ástæða lokunar sendiráðsins. Nú er Úkraínustríðið ekki lengur ástæðan heldur líf og limir íslenskra sendiráðsstarfsmanna.

Hvers vegna var þessara atvika ekki getið þegar lokunin var tilkynnt? Hver er skýringin á því að Rússar hafi valið sem skotmark litla Ísland?

Hér að öllum líkindum farið með ýkjur ef ekki hrein ósannindi. Það eykur ekki trúverðugleikann að núverandi utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín, styðji í véfréttastil frásögn Þórdísar Kolbrúnar.

Ísland situr uppi með þá skömm að hafa eitt þjóðríkja lokað sendiráði sínu í Moskvu með þeirri röksemd að Úkraína og Rússland eigi í átökum. Ákvörðun sem einn ráðherra tók án umræðu.

Nær væri að Þórdís Kolbrún bæðist opinberlega afsökunar að hafa hlaupið á sig, látið tilfinningar ráða en ekki ígrundun á þjóðarhagsmunum. Verkefni sitjandi utanríkisráðherra er að biðja um gott veður í Moskvu og útskýra að sökum mannfæðar á Íslandi veljist stundum til forystu fólk sem ekki kann háttu og siðu á alþjóðavísu.

 


mbl.is Starfsfólki sendiráðsins í Moskvu var ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það er mjög hættulegt þegar tilfinningaar eru látnar ráða ferðinni þegar hagsmunir heillar þjóðar eiga í hlut. Eitt er víst að Bandaríkin hefðu ekki sýnt sama langlundargeð og Rússar gerðu í átta  ára ögrun. Á þessum tíma stóðust engir samningar við vestulönd sem varð á endanum til að Rússar neyddust í þessi átök. Fréttaveitur hafa heilaþvegið fólk gegn Rússum og virðist ekki mikið þurfa til. Persónulega held ég að eina landið sem við hugsanlega þyrftum að verjast eru Bandaríkin svo að allir varnarsamningar eru algjörlega óþarfir. Það síðasta sem ég hef ághyggjur af er að Rússar ráðist á einhverja án þess að vera illilega ögrað.

Kristinn Bjarnason, 16.3.2025 kl. 09:06

2 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Var Bjarni og þordís og félagar að standa vörð um Ukrainu eða voru þau að stnada vörð um Banka Margeirs péturssonar, eða Bank Liviv, og það sem að í honum er sem að eki má lita dagsins ljós síðan úr og eftir banka hrunið 2008. Með tilvísan i skýrsluna miklu sem að ekki mátti lita dagsins ljós, sem að Sigurður ríkisenduskoðandi sendi til RIKIS SAKSÓKNARA, sem að dagaði þar upp og eins og með sérstakan saksóknara þá fekk Sigðurður ekki að klára að vinna að skýrslunni, þrátt fyrir að sá teldi að meira þyrfti athugunar við ????

Staðreyndin er sú, að Horn Florida Ltd, er skráð í London i kringum BANKAHRUNIÐ 2008.  Sá sem er skráður stjórnandi er Helgi Reykfjörð bróðir þórdísar og Margeir péturson !! Bank liviv Ukraina. þeir sem eru skráðir með meiri áhrif í stjórn eru KVIKA BANKI ,, fyrrverandi vinnustaður kristrúnar og Helga reykfjörð.  þórdís hefur ekki minnst á þetta og Bjarni ben ekki heldur. þetta fyrirtæki var rétt nýlega afsrkáð I februar 2025. 

Torpeido leisure Ltd. Uk skráð fyrirtæki. SKRÁÐ 2009 og afskráð nokkrum árum seinna. 2015 eða 16 að mig minni. 

þar er Steinar þór var HÆGRI HÖND BJARNA BEN I LINDAHVOLS MÁLINU SKRAÐUR STJÓRNANDI OG MARGEIR PETURSOn, EIGANDI BANK LIVIV I UKRAINU. Sigðurður ríkis endsurskoðandi gerði sannanlega athugasemd við Lindahvol og sðelabanka eigningar og slitabúin ??? 

Ukrapateka Ltd, líka skráð í london. 

þar var STEINAR ÞóR OG MARGEIR PÉTURSON, EIGANDI BANK LIVIV I UKAINU Skráðir stjórnendur og aðalstjórnendandi er ,, EIGNASAFN SEÐLABANKA ISLANDS EHF. 

Karl konráðson kemur síðan víða við með meðstjórnandi Steinar þor og Margeirs og var það sá sem að gerði fyrirt´kja fléttuna með Hvítrussneskja sendiherranum ásamt Margeiri, sem náði austan frá og til sikileyja og til baka aftur, þegar að búið var að komast hjá skatt grieðslum. 

þarna eru nú komin 2 fyrirtæki, þar sem að Steinar þór hægri hönd Bjarna tengist og annað tengist EIGNASAFN SEÐLABANKANS EHF OG HITT TENGIST LINDARHVOLI og þá í gegnum Steinar þór og Margeir reyndar líka. 

Sigurður ríkisendurskoð sendi málið til ríkis saksóknara þvi að örugglega var það vegna þess að hann taldi að lög hefðu verið brotin og tölur pössuðu ekki saman og erfitt var fyrir hann að fá frum gögn og það voru líka peningar upphæðir sem að ekki pössuðu saman og EKKI VAR GETIÐ UM ?? 

Sigumundur B Sigfússon, Hagkaups veldi og stórfjárfestir var meðeigandi i Banka Maargeirs í fyrstu. Ein ukrainu tengingin enn til Bank liviv.

þegar að Lindahvols skýrslan kemur fram á alþingi í FEB 2023. Þá var stofnað fyrirtæki i london, ICELANDIC GOVERNMENT LTD, það var skráð þegar að Bjarni var i utanríkis ráðuneytinu og á sama tima og þegar að lindahvols skyrslan kom fram i alþingi og var til umræðu þar ?? þetta fyrirtæki var skráð i feb 2023 ?? Hver var tilgangurinn og hvar er BANKAREIKNINGUR FYRIRTÆKISINS ?? Skráningar aðlili gefur up utanríkis ráðuneyti á rauðárstig og sendiráð islands i london, sem postfang. Einn BRETI er skráður yfirumsjónarmaður. Enginn islendignur er skráður stjórnandi ?? það kemur ekki fram hver tilgangur félagsins er ?  Felagið er enn til og hefur ekki verið afskráð. 

 Taugaveiklun Bjarna Ben i Ukrainu málinu vakti sannanlega athygli, enda var hringt strax til Ukrainu frá utanr ráðuneytinu og ekki nóg með með, heldur hringdi Bjarni í Trump, til þss að ítreka stuðning við Ukrainu, en það var löngu áður en að Trump tók við embætti, til marks um taugavekklunina. 

þá er stora spurningin, var Bjarni og þordís og feliri að standa vörð um Ukrainu, eða snérst þetta allt um það að halda standa vörð um BANK LIVIV, banka Margeirs og það sem að í honum er, sem að má kannski ekki líta dagsins ljós og tengist það þá skýrslu SIGURÐURÐAR Fyrrver rikis endurskoðanda sem að gerði athugasemd við , Lindahvol, Eginir seðlabankans, og líka slítabú bankanna ???? Sigurður KANN ÖRUGGLEGA BÓKHALD, ENDA AF GAMLA SKÓLANUM !! 

Hvað er það í Ukrainu sem að ekki má líta dagsins ljós og Bjarni hræðist svo mikið ??

Felögin eru fleiri með karl konráðson innanborðs og Marigeir  Sum félögin voru stofnuð 2008 og 2009 og afskráð hægt og rólega þar a eftir, svo að það var þá augljóst að aldrei var ætlunin að eiga þau lengi, en þá vaknar spurningin úr þvi að svo var, Í HVAÐA TILGANGI VORU ÞAU STOFNUÐ ?? 

I gömdlu mannlífs tímariti, að þá talar Margeir um það, að hann sé komin í þá stoðu að standa vörð um EIGNIR ISLENDINGA i ukrainu !!!! Hvaða eignir eru það, sem eru i Bank liviv ??? þær hljóta þá að vera einhverjar. 

þórdís og Bjarni og fleiri ? Var verið að standa vörð um ukrainu eða vörð um Bank liviv, banka Margeirs péturssonar ???? og þá það sem að í honum er auðvitað. 

-----------

þorgerður katrin, segir islensk að grænmetis æta í Russlandi hefði opnað iskæapin og séð kjötmeti i skápnum og segir að Russneskj leyn.jonusta hafi verið á ferðinni ????????? 

Einhvervegin, þá tel ég að það hafi verið frekar Ukrainu menn á ferðinni, því  að það sem að þorgerður katrin segir að þá  minna vinnubrögðin meira á ukraiunu heldur en Russland og hvers þau ákváðu að loka sendiráðinu, og kannsk féllu þau akkúrat i gildru Ukrainu manna þegar að kom að lokun sendirráðsins, enda voru það fyrst og fremast Ukrainu liðið sem að fagnaði þórdísi í hástert, en sannanlega ekki Russneskja þjóðin. 

Kannski féll þórdís i gildruna, og kannski þorði ekki öðru en að falla í gildruna,enda virðist sem svo að ukrainua og Liviv geymi mörg leyndarmalin ?

kv

lig

Lárus Ingi Guðmundsson, 16.3.2025 kl. 13:28

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er að vissu leyti skiljanlegt hatur baltnesku þjóðanna á Rússum. Þær mættu jú þola sovéska kúgun,sem þó réttlætir ekki mannréttindabrot þeirra á rússneskum minnihluta þar í dag. En Ísland átti ekkert sökótt við Russa þegar Þórdís Kolbrún, eins og þú segir, rauf stjórnmálasamband án undanfarinn umræðu. Það er ekki nóg með að ÞKRG hafi rústað sinum eigin ferli, þessi ákvörðun hennar hjó einnig skarð í flokkinn sem hún tilheyrði. Það yrði enginn hissa þótt nafn hennar sjáist næst birtast á framboðslista Viðreisnar. En þangað liggur straumur þeirra sem kjósa að þiggja molana af borðum ESB. Sjálfsvirðing og stolt af eigin þjóð er þeim framandi. 

Ragnhildur Kolka, 16.3.2025 kl. 13:38

4 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Ukrainu menn hafa haft tangalarhald á liðinu í gegngum Bank liviv ??

LEYNDARMÁLIÐ mikla sem geymt er í Ukrainu. 

Eignir islendinga i ukrainu sem Margeir sjálfur visar til i mannlífi ?

Hann notar sjálfur orðið ,, að STANDA VÖRÐ UM !!!!!

kv

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 16.3.2025 kl. 13:42

5 Smámynd: Hörður Þormar

Árin 2003 og 2005 hélt Otto von Habsburg, fyrrv. arftaki austurríska keisaradæmisins, ræður þar sem hann lýsti Putin og áformum hans. Þar varaði hann við Putin og hvatti Evrópumenn til að efla varnir sínar.  Ekki var hlustað á hann og kepptust evrópskir stjórnmálamenn um að faðma Putin. Nú, loksins, eru Evrópuþjóðir að vakna og ætla að efla varnirnar. Otto von Habsburg lést 2011, 98 ára að aldri. Hér geta þeir sem nenna hlustað á þessar ræður eða séð þýdda texta á þeim.                          Über Putin: Wie Otto von Habsburg ihn einschätzte (2003 und 2005)           

Hörður Þormar, 16.3.2025 kl. 17:26

6 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Lítil eftirsjá er mér í ÞKRG úr forystu Sjálfstæðisflokksins. En að hún hafi "hrökklast" þaðan fyrir það að hún lokaði tilgangs- og verkefnalausu sendiráði í Moskvu held ég sé skoðun sem fáir deila með síðuhöfundi. Pútínistar eru nefnilega ekki svo margir í Sjáfstæðisflokknum, þeir eru frekar í Flokki fólksins.

Hólmgeir Guðmundsson, 17.3.2025 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband