Heiđar Örn segir ósatt, Stefán afvegaleiđir

Á Facebook segir Heiđar Örn fréttastjóri RÚV framburđ fyrrum eiginkonu Páls skipstjóra Steingrímssonar um ţađ ađ hún hafi afhent RÚV síma skipstjórans sé ,,á reiki". Heiđar Örn segir ósatt. Framburđur konunnar er ekki á reiki, heldur stöđugur. Í skýrslu lögreglu segir orđrétt:

Framb­urđur sak­born­ings sem af­henti fjöl­miđlum sím­ann hef­ur veriđ stöđugur all­an tím­ann sem rann­sókn­in hef­ur stađiđ um ađ hann hafi af­hent fjöl­miđlum sím­ann og ţar hafi sím­inn veriđ af­ritađur.

Ósannindi á Facebook toppar Heiđar Örn međ ţví ađ neita ađ svara spurningum Morgunblađsins. Blađamađur sem svarar ekki spurningum fjölmiđils er ekki á góđum stađ, líkist sjómanni sem neitar ađ fara í róđur.

Morgunblađiđ bađ Stefán útvarpsstjóra um viđtal en hann neitađi. Í skriflegu svari afvegaleiđir útvarpsstjóri umrćđuna um ađkomu RÚV ađ byrlunar- og símamálinu. Hann skrifar:

Fyr­ir ligg­ur jafn­framt ađ rík­is­sak­sókn­ari hef­ur stađfest niđur­stöđu lög­regl­unn­ar á Norđur­landi eystra um niđur­fell­ingu rann­sókn­ar máls­ins hvađ varđar meint brot nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­manna Rík­is­út­varps­ins, auk annarra fjöl­miđlamanna, gegn friđhelgi einka­lífs

Lögreglurannsókn leiddi í ljós ađ Ţóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks tók viđ síma skipstjórans 4. maí 2021. Mánuđinn áđur hafđi Ţóra keypt Samsung-síma, sömu gerđar og skipstjórans. Stefán stađfesti viđ lögreglu tilvist símans en fór leynt međ upplýsingarnar gagnvart stjórn RÚV. Ţóra vissi međ fyrirvara ađ sími skipstjórans var vćntanlegur til afritunar á RÚV. Ţóru valdi á afritunarsímann númeriđ 680 2140, númeriđ á síma skipstjórans er 680 214X. Ađeins munar síđasta tölustaf. Er Páli skipstjóra var byrlađ 3. maí 2021 beiđ á Efstaleiti samskonar sími og hans međ nauđalíkt númer.

Ţóra varđ sakborningur í lögreglurannsókn í febrúar 2022. Stefán útvarpsstjóri og Heiđar Örn fréttastjóri birtu af ţví tilefni yfirlýsingu ţar sem viđurkennt er ađ Ţóra hafi tekiđ viđ símanum. Yfirlýsingin er svohljóđandi:

Forsenda fyrir ţví ađ fjölmiđlar geti rćkt hlutverk sitt er ađ ţeir geti aflađ upplýsinga um mál sem hafa ţýđingu fyrir almenning og miđlađ ţeim án afskipta annarra. Einn ţáttur í ţessu sjálfstćđi fjölmiđla er ađ ţeir geti tekiđ viđ slíkum upplýsingum í trúnađi án ţess ađ ţurfa ađ gera grein fyrir hvađan eđa frá hverjum ţćr stafi, líkt og stađfest hefur veriđ í dómum Hćstaréttar og dómum Mannréttindadómstóls Evrópu. Ţá er ljóst ađ hafi gögn ađ geyma efni, sem eiga erindi til almennings og varđa mál, sem styr hefur stađiđ um í ţjóđfélaginu, er fjölmiđlum rétt ađ fjalla um slíkt, jafnvel ţótt um sé t.d. ađ rćđa einkagögn sem fjölmiđlum eru fengin. Ríkisútvarpiđ og starfsmenn ţess hafa ţessi sjónarmiđ ađ leiđarljósi í sínum störfum, enda grundvallarţáttur í lýđrćđisţjóđfélagi, sem virđa verđur í hvívetna. (feitletr pv)

Réttlćting útvarpsstjóra og fréttastjóra RÚV á viđtökunni á stolnum síma er ađ gögnin eigi erindi til almennings. En RÚV frumbirti enga frétt međ vísun í gögn úr síma skipstjórans, heldur flutti fréttirnar yfir á Stundina og Kjarnann til birtingar. Í yfirlýsingunni er ekkert fjallađ um hvort fréttamönum sé heimilt ađ leggja á ráđin um ađ síma sé stoliđ. En međ ţví ađ Ţóra vissi međ fyrirvara ađ sími skipstjórans var vćntanlegur mátti hún vita ađ síminn yrđi tekinn ófrjálsri hendi.

Hvort Ţóra vissi ađ skipstjóranum yrđi byrlađ, til ađ hćgt vćri ađ stela símanum, er opin spurning. Víst er ađ skipulagiđ gekk út á ađ stela símanum og afrita og síđan skila símanum aftur til skipstjórans sem lá međvitundarlaus á gjörgćslu.

Stefán útvarpsstjóri og Heiđar Örn fréttastjóri ţora ekki ađ svara spurningum Morgunblađsins. Ţeir óttast sannleikann í byrlunar- og símamálinu.


mbl.is Neita ađ tjá sig um byrlunarmáliđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ţeir Stefán og Heiđar munu tjá sig, sbr upp komast svik um síđir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.2.2025 kl. 11:13

2 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Silja Dögg Gunnarsdóttir er stjórnarformađur RÚV og segir ađ stjórn RÚV hafi ekkert međ ţetta mál ađ gera heldur útvarpsstjóri. Ţá höfum viđ ţađ. Stjórn RÚV hefur ekkert ađ gera međ hugsamlegt glćpsamlegt athćfi starfsmanna RÚV og sjálfur útvarpsstjóri líka hugsamlega ađ hylma yfir sínum undirmönnum og er í ţokkabót fyrrverandi rannsóknalögreglumađur sem leitar ađ sjálfsögđu ađ sannleikanum viđ yfirheyrslur. Stjórn RÚV fer međ ćđsta vald í málefnum RÚV t.d. um fjölmiđlun í almannaţágu sé uppfyllt. Er ekki eitthvađ mikiđ ađ?

Sigurđur I B Guđmundsson, 15.2.2025 kl. 11:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband