Laugardagur, 15. febrúar 2025
Heiðar Örn segir ósatt, Stefán afvegaleiðir
Á Facebook segir Heiðar Örn fréttastjóri RÚV framburð fyrrum eiginkonu Páls skipstjóra Steingrímssonar um það að hún hafi afhent RÚV síma skipstjórans sé ,,á reiki". Heiðar Örn segir ósatt. Framburður konunnar er ekki á reiki, heldur stöðugur. Í skýrslu lögreglu segir orðrétt:
Framburður sakbornings sem afhenti fjölmiðlum símann hefur verið stöðugur allan tímann sem rannsóknin hefur staðið um að hann hafi afhent fjölmiðlum símann og þar hafi síminn verið afritaður.
Ósannindi á Facebook toppar Heiðar Örn með því að neita að svara spurningum Morgunblaðsins. Blaðamaður sem svarar ekki spurningum fjölmiðils er ekki á góðum stað, líkist sjómanni sem neitar að fara í róður.
Morgunblaðið bað Stefán útvarpsstjóra um viðtal en hann neitaði. Í skriflegu svari afvegaleiðir útvarpsstjóri umræðuna um aðkomu RÚV að byrlunar- og símamálinu. Hann skrifar:
Fyrir liggur jafnframt að ríkissaksóknari hefur staðfest niðurstöðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra um niðurfellingu rannsóknar málsins hvað varðar meint brot núverandi og fyrrverandi starfsmanna Ríkisútvarpsins, auk annarra fjölmiðlamanna, gegn friðhelgi einkalífs
Lögreglurannsókn leiddi í ljós að Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks tók við síma skipstjórans 4. maí 2021. Mánuðinn áður hafði Þóra keypt Samsung-síma, sömu gerðar og skipstjórans. Stefán staðfesti við lögreglu tilvist símans en fór leynt með upplýsingarnar gagnvart stjórn RÚV. Þóra vissi með fyrirvara að sími skipstjórans var væntanlegur til afritunar á RÚV. Þóru valdi á afritunarsímann númerið 680 2140, númerið á síma skipstjórans er 680 214X. Aðeins munar síðasta tölustaf. Er Páli skipstjóra var byrlað 3. maí 2021 beið á Efstaleiti samskonar sími og hans með nauðalíkt númer.
Þóra varð sakborningur í lögreglurannsókn í febrúar 2022. Stefán útvarpsstjóri og Heiðar Örn fréttastjóri birtu af því tilefni yfirlýsingu þar sem viðurkennt er að Þóra hafi tekið við símanum. Yfirlýsingin er svohljóðandi:
Forsenda fyrir því að fjölmiðlar geti rækt hlutverk sitt er að þeir geti aflað upplýsinga um mál sem hafa þýðingu fyrir almenning og miðlað þeim án afskipta annarra. Einn þáttur í þessu sjálfstæði fjölmiðla er að þeir geti tekið við slíkum upplýsingum í trúnaði án þess að þurfa að gera grein fyrir hvaðan eða frá hverjum þær stafi, líkt og staðfest hefur verið í dómum Hæstaréttar og dómum Mannréttindadómstóls Evrópu. Þá er ljóst að hafi gögn að geyma efni, sem eiga erindi til almennings og varða mál, sem styr hefur staðið um í þjóðfélaginu, er fjölmiðlum rétt að fjalla um slíkt, jafnvel þótt um sé t.d. að ræða einkagögn sem fjölmiðlum eru fengin. Ríkisútvarpið og starfsmenn þess hafa þessi sjónarmið að leiðarljósi í sínum störfum, enda grundvallarþáttur í lýðræðisþjóðfélagi, sem virða verður í hvívetna. (feitletr pv)
Réttlæting útvarpsstjóra og fréttastjóra RÚV á viðtökunni á stolnum síma er að gögnin eigi erindi til almennings. En RÚV frumbirti enga frétt með vísun í gögn úr síma skipstjórans, heldur flutti fréttirnar yfir á Stundina og Kjarnann til birtingar. Í yfirlýsingunni er ekkert fjallað um hvort fréttamönum sé heimilt að leggja á ráðin um að síma sé stolið. En með því að Þóra vissi með fyrirvara að sími skipstjórans var væntanlegur mátti hún vita að síminn yrði tekinn ófrjálsri hendi.
Hvort Þóra vissi að skipstjóranum yrði byrlað, til að hægt væri að stela símanum, er opin spurning. Víst er að skipulagið gekk út á að stela símanum og afrita og síðan skila símanum aftur til skipstjórans sem lá meðvitundarlaus á gjörgæslu.
Stefán útvarpsstjóri og Heiðar Örn fréttastjóri þora ekki að svara spurningum Morgunblaðsins. Þeir óttast sannleikann í byrlunar- og símamálinu.
![]() |
Neita að tjá sig um byrlunarmálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir Stefán og Heiðar munu tjá sig, sbr upp komast svik um síðir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.2.2025 kl. 11:13
Silja Dögg Gunnarsdóttir er stjórnarformaður RÚV og segir að stjórn RÚV hafi ekkert með þetta mál að gera heldur útvarpsstjóri. Þá höfum við það. Stjórn RÚV hefur ekkert að gera með hugsamlegt glæpsamlegt athæfi starfsmanna RÚV og sjálfur útvarpsstjóri líka hugsamlega að hylma yfir sínum undirmönnum og er í þokkabót fyrrverandi rannsóknalögreglumaður sem leitar að sjálfsögðu að sannleikanum við yfirheyrslur. Stjórn RÚV fer með æðsta vald í málefnum RÚV t.d. um fjölmiðlun í almannaþágu sé uppfyllt. Er ekki eitthvað mikið að?
Sigurður I B Guðmundsson, 15.2.2025 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning