Þriðjudagur, 21. janúar 2025
Í landi Trump eru kynin aðeins tvö, hinsegin úthýst
Eftir embættistök Donald Trump og fyrstu forsetatilskipana eru aðeins tvö kyn opinberlega viðurkennd í Bandaríkjunum. Í tíð Biden fráfarandi forseta var leyft að auðkenna kyn sitt í bandarísku vegabréfi með X. Ekki lengur, nú eru menn annað tveggja karl eða kona. Hinsegin er úthýst úr alríkisstofnunum.
Kynjahopp telst ekki lengur til mannréttinda og bábiljan um að hægt sé að fæðast í röngum líkama fer þangað sem hún á heima - í ruslið.
Telegraph tekur saman helstu forsetatilskipanir sem verða gefnar út fyrstu daga embættistíðar Trump. Af listanum að dæma er höfuðáherslan í fyrstu embættisverkum að úthýsa vók-hugmyndafræðinni. Þýska útgáfan Die Welt orðar umskiptin með fyrirsögninni Trump inn, vók út.
Stór hluti vók er svokölluð DEI-hugmyndafræði. Á íslensku er heitið FJI, Fjölbreytni, Jöfnuður og Inngilding. Undir þessum formerkjum er háskólar orðnir gróðrastía fáránleikafræða, sem tilfallandi hefur áður gefið gaum.
Dálkahöfundur Telegraph kennir nýtt kjörtímabil Trump við byltingu og telur að róttækari breytingar verði á Bandaríkjunum en sést hafi í áratugi.
Bandaríkin eru upprunaland vóksins sem breiddist þaðan til annarra heimsálfa með ljóshraða stafrænnar miðlunar. Nú þegar Hvíta húsið situr maður er lýsir stríði á hendur vókinu er aldrei að vita nema heilbrigð skynsemi eigi afturkvæmt. Á Íslandi mætti byrja á því að afturkalla leyfi Samtakanna 78 að hafa í frammi í leik- og grunnskólum þá ljótu lygakenningu að sum börn séu fædd í röngum líkama.
![]() |
Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það ber að fagna þessarri yfirlýsingu hjá Trump.
Hvað mun hann gera í framhaldinu,
mun hann stöðva hjónabönd samkynnhneigðra?
Dominus Sanctus., 21.1.2025 kl. 09:20
Út með samtökin 78 úr öllum skólum sem fyrst.
Foreldrar voru aldrei spurðir hvort þeir vildu fá
þessa vók geðveiki kennda í skólum heldur var þessu
troðið oní kok á fólki með aðstoð gjörsamlega vanhæfra
skólastjórnenda ásamt illa meðvirkum kennurum sem nú
heimta hærri laun fyrir allra lélegustu árganga sem
útskrifast úr skólunum frá upphafi.
Skyldu hærri laun breyta þeirri staðreynd..?
Sigurður Kristján Hjaltested, 21.1.2025 kl. 11:38
Hvað eru mörg kyn á Íslandi?
Sigurður I B Guðmundsson, 21.1.2025 kl. 13:50
Hefur alþingi íslendinga ekki samþykkt að það sé til
eitthvað þarna mitt á milli karls og konu?
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2019080.html
Dominus Sanctus., 21.1.2025 kl. 14:18
Bandaríkin hafa sagt skilið við WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 21.1.2025 kl. 15:22
Vel mælt Páll. Nú vantar okkur, hér á landi, slíkan mann sem Trump, ekki veitti okkur af.
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.1.2025 kl. 19:40
Á meðan þurfa fyrirtæki á EES svæðinu að gera nákvæmnar sjálfbærniskýrslur
"allt frá kynjasamsetningu stjórnar til áhrifa starfsemi þeirra á líffræðilegan fjölbreytileika."
Rándýrar skýrslur engum til gagns
Grímur Kjartansson, 21.1.2025 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.