Hæstiréttur: bloggari má gagnrýna blaðamenn

Í gær hafnaði hæstiréttur áfrýjunarbeiðni blaðamannanna Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar um að endurskoða sýknudóm landsréttar í máli tvímenningana gegn tilfallandi bloggara.

Þórður Snær og Arnar Þór eru sakborningar í byrlunar- og símastuldsmálinu, sem tilfallandi hefur bloggað um en fjölmiðlar sagt fáar fréttir af. Þeir stefndu bloggara fyrir tveim árum. Krafist var ómerkingar tvennra ummæla:

1. Arn­ar Þór Ing­ólfs­son og Þórður Snær Júlí­us­son, blaðamenn á Kjarn­an­um, [...] eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.

og

2. Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september.

Tilgangur tvímenningana var að þagga niður í bloggara. Þeim finnst ótækt að bloggari afhjúpi aðför RSK-miðla (RÚV, Stundarinnar og Kjarnans) að Páli skipstjóra Steingrímssyni. Blaðamennirnir höfðu sigur í héraðsdómi. Tilfallandi var dæmdur til að greiða þeim málskostnað og miskabætur, samtals um þrjár milljónir króna. Dómnum var áfrýjað til landsréttar sem ómerkti dóm héraðsdóms - sýknaði bloggara af öllum kröfum blaðamannanna.

Í sýknudómi landsréttar  var athygli vakin á að Þórður Snær og Arnar Þór vissu áður en þeir hófu umfjöllun sína um Pál skipstjóra 21. maí 2021 að gögnin væru þýfi, tekin frá meðvitundarlausum manni á gjörgæslu:

Í málinu liggur einnig fyrir að stefndu [Þórður Snær og Arnar Þór] höfðu fyrir umfjöllun sína verið varaðir við því að gögnin sem þeir studdust við væru illa fengin. Þrátt fyrir það tóku þeir ákvörðun um að byggja umfjöllun sína á þessum gögnum og máttu þar af leiðandi reikna með að fréttaskýringu þeirra yrði svarað hvasst.

Landsréttur útskýrði nánar:

Áfrýjandi var með umdeildum bloggfærslum sínum þátttakandi í almennri umræðu um mikilvægt samfélagslegt málefni sem erindi átti við almenning og naut af þeim sökum rúms tjáningarfrelsis á meðan stefndu máttu sem blaðamenn og opinberar persónur gera ráð fyrir að þurfa að þola hvassa og óvægna gagnrýni í kjölfar eigin skrifa.

Hæstiréttur tekur undir þessi sjónarmið landsréttar í rökstuðningi sínum. Blaðamenn eru ekki friðhelgir fyrir gagnrýni, líkt og Þórður Snær og Arnar Þór vildu vera láta. Þá er ekki hægt að gera auknar kröfur til þeirra sem gagnrýna blaðamenn en gerðar eru til blaðamanna sjálfra. Þrír dómarar eru skráðir fyrir niðurstöðu hæstaréttar og þrír dómarar sýknuðu bloggara í landsrétti.

Dómur landsréttar og úrskurður hæstaréttar staðfesta þá meginreglu að blaðamenn, ekki síst þeir sem kenna sig við rannsóknir, verða ,,að þola óþægilega og hvassa gagnrýni og aðfinnslur við störf sín." Fjölmiðlar birta nær aldrei gagnrýni á störf blaðamanna. Viðskiptablaðið er eina undantekningin. Það kemur í hlut annarra að bregða ljósi á vafasöm vinnubrögð blaðamanna, t.d. bloggara.

Aðalsteinn Kjartansson, einn sakborningurinn enn í byrlunar- og símastuldsmálinu, stefndi einnig bloggara í sjálfstæðu dómsmáli. Héraðsdómur dæmdi Aðalsteini í vil skömmu áður en sýknudómur landsréttar féll í vor. Um eða eftir áramót mun landsréttur taka fyrir áfrýjun bloggara.

Þegar viðtengd frétt birtist á mbl.is um kl. 20 í gærkveldi voru Þórður Snær og Aðalsteinn á fundi Blaðamannafélags Íslands að verja Sigríði Dögg formann vantrausti. Um og yfir 150 blaðamenn voru á fundinum. Ætla mætti að félagar hafi verið þýfgaðir um niðurstöðu hæstaréttar og fréttir birtust um málið í fjölmiðlum í morgun. Jafnvel að þær væru ,,settar í samhengi" eins og Sigríður Dögg formaður blaðamanna státar af að félagsmenn kunni öðrum fremur. En, nei, ekkert er að frétta. Þetta er plagsiður íslenskra blaðamanna; stinga óþægilegum fréttum undir stólinn. En, auðvitað, þeir vilja allir fá ríkistryggð laun til að halda almenningi upplýstum. Bara ekki ekki afbrot og siðleysi blaðamanna sjálfra.

 


mbl.is Synjað um áfrýjun meiðyrðamáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Góð niðurstaða. Vonandi fer svona málsóknum að ljúka þar sem menn eru gagnrýndir fyrir að segja sannleikann og réttmæta gagnrýni á menn og málefni.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 5.9.2024 kl. 08:40

2 Smámynd: Jón Magnússon

Til hamingju með þetta Páll. Hafðu raunar aldrei miklar áhyggjur af því að þú yrðir sakfelldur. Þetta er klárlega umræða sem á erindi til almennings og ég sá hvergi að þú færir umfram þau mörk, sem dómstólar hafa á síðustu árum miðað við varðandi umfjöllun eins og þessa. 

Vel að verki staðið. 

Jón Magnússon, 5.9.2024 kl. 11:31

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Til hamingju með þessa niðurstöðu. Hafði alltaf trú á málstað þínum og enn sem komið er trú á réttarkerfinu. 

Ragnhildur Kolka, 5.9.2024 kl. 17:48

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gott á þá.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.9.2024 kl. 18:22

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég rek lestina hér með hamingjuÓskum til þín Páll.

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2024 kl. 21:57

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Fjölmiðlamenn eiga ekki að vera glæpamenn og glæpamenn eiga ekki að stunda fjölmiðlun. Það er góð regla fyrir lýðræðisríki.

FORNLEIFUR, 6.9.2024 kl. 09:09

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Gott!

Júlíus Valsson, 6.9.2024 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband