Sigríđur Dögg neitar skattsvikum, sem hún áđur játađi

Sigríđur Dögg formađur Blađamannafélagsins dregur tilbaka fyrri játningu um skattsvik. Á heimasíđu BÍ er eftirfarandi yfirlýsing frá henni:

Formađur Blađamannafélags Íslands hefur aldrei gerst sekur um skattalagabrot né gert sátt viđ skattyfirvöld. Ásakanir um annađ eru tómur uppspuni og rógburđur.

Hér er komist afgerandi ađ orđi, ekkert skattalagabrot og engin sátt. En samt skattaundanskot og endurálagning.

Skattmál Sigríđar Daggar komust á dagskrá eftir tilfallandi blogg í fyrravor. Lengi vel ţagđi formađurinn en sagđi loks í Facebook-fćrslu í september fyrir ári:

Viđ hjónin fengum endurálagningu opinberra gjalda vegna útleigutekna fyrir nokkrum árum og greiddum ţá skatta.

Endurálagning felur í sér ađ framteljandi hafi ekki taliđ rétt fram, skotiđ undan skatti. Í daglegu tali er ţađ kallađ skattsvik. Sigríđur Dögg stundađi umfangsmikla útleigu á Airbnb. Hún gaf ekki upp leigutekjur til skatts. 

Eftir Facebook-fćrsluna í september í fyrra neitađi formađurinn ađ tjá sig frekar um skattamálin. Um áramótin flćmdi hún Hjálmar Jónsson framkvćmdastjóra og fyrrum formann BÍ úr starfi. Í frétt Mannlífs voru skattamál Sigríđar Daggar rćdd. Viđ Mannlíf í janúar s.l. sagđi formađur BÍ:

Eins og ég hef sagt opinberlega, ţá fékk ég endurálagningu gjalda eftir ađ ţađ voru gerđar athugasemdir um framtal mitt og ég ćtla ekki ađ fara í ţađ eitthvađ efnislega af ţví ađ ég var ekki til rannsóknar hjá Skattinum, ég fékk enga sérmeđferđ og er ekki sek um ţađ sem ég er sökuđ um ţarna. Og ţess vegna finnst mér ég ekki bera nein skylda til ţess ađ veita upplýsingar um mín persónulegu fjármál.

Skattsvik eru samkvćmt skilgreiningu opinbert mál. Ţađ er ekki ,,persónulegt" mál ađ telja rangt fram til skatts. Sigríđur Dögg gegnir trúnađarstöđu í samfélaginu. Fyrir hönd blađamanna kemur hún fram gagnvart stjórnvöldum. Hún gerir kröfu um ađ peningar skattborgara séu teknir og fćrđir fjölmiđlum til ađ greiđa blađamönnum laun. En sjálf stundađi hún skattaundanskot. Tvöfeldni formanns Blađamannafélagsins er augljós. Almenningur á ađ borga skatta til ađ blađamenn fái laun en sjálf stingur hún undan skatti.

Ţađ voru ekki smápeningar sem Sigríđur Dögg kom sér undan ađ greiđa í sameiginlegan sjóđ landsmanna. Blađamađur Viđskiptablađsins hlustađi í janúar á viđtal viđ formanninn á Samstöđinni. Ţar sagđi Sigríđur Dögg eftirfarandi um skattsvikin:

„Ţetta voru alveg stórar upphćđir, ég viđurkenni ţađ.“

Hvers vegna leggur Sigríđur Dögg ekki spilin á borđiđ? Útskýrir fjárhćđirnar sem hún stakk undan skatti og á hve löngum tíma; hvađ henni var gert greiđa og međ hvađa álagi.

Ef Sigríđur Dögg kann eitthvađ fyrir sér í blađamennsku ćtti hún ađ vita ađ enginn međ mannaforráđ kemst upp međ ađ segja eitt í dag og annađ á morgun um opinbert málefni. Skattamál Sigríđar Daggar verđa fréttamál á međan hún er formađur Blađamannafélagsins og gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum. Formađur félags blađamanna stórskađar stéttina sem hann í orđi kveđnu ţykist vinna fyrir. Blađamenn geta ekki krafiđ ađra sagna um opinber mál ef formađur ţeirra segir ţađ einkamál ađ fara á svig viđ lög og rétt.

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Höfuđ blađamanna á Íslandi er hrađlyginn skattsvikari.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.9.2024 kl. 08:48

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sennilega er búiđ ađ breyta eignarhaldi félagsins sem sér um leiguna afturvirkt svo nafna SDA kemur ţar hvergi fram.  En eins og ţeggt er ţá eru hjón ekki tengdir ađilar hvorki í augum SKE né dómstóla.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.9.2024 kl. 10:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband