Fjölmiðafrelsi og falsfréttir: 3 dæmi RSK-miðla

Sjö af hverjum tíu landsmönnum telja dreifingu falsfrétta mikið áhyggjuefni, samkvæmt könnun Maskínu. Önnur spurning úr sömu könnun, um frelsi fjölmiðla, var rædd í bloggi gærdagsins. Þar kom fram sú afstaða aflmennings að íslenskir fjölmiðlar nytu mikils frelsis.

Í einn stað telur íslenskur almenningur fjölmiðla búa við mikið frelsi en í annan stað er almenningur áhyggjufullur yfir útbreiðslu falsfrétta.

Meginuppspretta frétta er fjölmiðlar.

Sjaldnast lýgur almannarómur, segir gömul orðskviða. Könnun Maskínu gefur til kynna að frelsið noti íslenskir fjölmiðlar til að dreifa falsfréttum. Alþjóð sér í gegnum sjónarspilið.

Getur verið að fjölmiðlar segi vísvitandi ósatt? Jú, það er sannanlega tilfellið.

Í vor var greint frá lista Blaðamanna án landamæra um fjölmiðlafrelsi í heiminum. Ísland skipar 18. sætið. Ólíkt könnuninni um viðhorf íslensks almennings, sem fjallað var um í bloggi gærdagsins, fékk listi Blaðamanna án landamæra rækilega umfjöllun, sérstaklega hjá RSK-miðlum, RÚV og Heimildinni (áður Stundin og Kjarninn). Blaðamannafélag Íslands lagði sitt af mörkum. Skoðum þrjú dæmi frá í vor.

RÚV sagði:

Fjölmiðlafólk sem rannsakað hafi spillingarmál í Namibíu, kennd við Samherjaskjölin, hafi mátt þola ófrægingarherferð og lögreglurannsókn.

Þórður Snær á Heimildinni sagði:

Þá er sérstaklega tekið fram að blaðamenn sem stóðu að umfjöllun um Samherja og meinta glæpi þess fyrirtækis frá árinu 2019 hafi þurft að sæta lögreglurannsókn og opinberri ófrægingarherferð.

Sigríður Dögg formaður Blaðamannafélags Íslands sagði:

Einnig er í skýrslunni rætt um þá staðreynd að blaðamenn skuli enn vera til rannsóknar í tengslum við afhjúpun á meintum brotum Samherja í Namibíu auk þess sem þeir hafi orðið fyrir ófrægingarherferð vegna þess.

Í öllum þremur tilvikum er sagt að blaðamenn séu til lögreglurannsóknar vegna Namibíumálsins, ásakana RSK-miðla um að Samherji hafi stundað mútugjafir í Afríkuríkinu um miðjan síðasta áratug. Þetta er falsfrétt, efnislega kolröng. Enginn blaðamaður er til rannsóknar vegna Namibíumálsins.

Fimm blaðamenn eru aftur sakborningar í lögreglurannsókn á byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. Páll skipstjóri kom hvergi við sögu Namibíumálsins, sem hófst 2019. Skipstjórinn á hinn bóginn skrifaði greinar til stuðnings vinnuveitanda sínum, Samherja, og benti á ósæmileg og óvönduð vinnubrögð fjölmiðla. Árás var gerð á Pál skipstjóra vorið 2021, honum byrlað og síma hans stolið. Í framhaldi var hann uppnefndur skæruliði í RSK-miðlum.

Allir sem fylgjast með fréttum á Íslandi vita að Namibíumálið er afmarkað sakamál, þar eru engir blaðamenn með stöðu sakbornings. Byrlunar- og símastuldsmálið er annað sakamál; þar eru fimm blaðamenn sakborningar. Þegar RÚV, Þórður Snær og Sigríður Dögg skrifa að blaðamenn séu til rannsóknar vegna Namibíumálsins halla þau vísvitandi réttu máli.

Tilgangur falsfréttanna er augljós. Það á að telja almenningi trú um að blaðamenn séu til lögreglurannsóknar fyrir að skrifa Namibíufréttir. En þeir eru sakborningar vegna byrlunar og þjófnaðar - sem er dálítið annað og alvarlega en fréttaskrif.

Nú gæti einhver sagt að í dæmunum þrem hér að ofan er vitnað í erlendan texta, frá Blaðamönnum án landamæra. En blaðamenn eiga að sannreyna staðhæfingar. Íslenskir blaðamenn vita að Namibíumálið annars vegar og hins vegar byrlunar- og símastuldsmálið eru aðskilin sakamál. Þess utan; er ekki líklegt að Blaðamenn án landamæra fái upplýsingar sínar um Ísland frá einhverjum íslenskumælandi - t.d. íslenskum blaðamönnum? Það yrði ekki í fyrsta sinn að RSK-miðlar ljúgi að útlendum blaðamanni til að flytja ósannindin heim sem útlensk sannindi um Íslands. Lasse Skytt-málið er dæmi um það.

Almenningur í vaxandi mæli, samanber könnun Maskínu, áttar sig á að íslenskir blaðamenn nota ríkulegt fjölmiðlafrelsi til að semja og dreifa falsfréttum. Næsta skref í almannaþágu er að afnema alla opinbera styrki til falsfréttafjölmiðla. Við það myndi snarlega draga úr upplýsingaóreiðunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Sæll Páll

Míkið sammála. Ég trúði ekki það sem ég las í mbl - þeir skrifuðu að 71% landsmanna hefði áhyggjur af falsfrettum - og syndu þetta með spurningalista sem var lagður fyrir 1033 manns. Reyna þeir að segja að þessir 1033 manns hafi sýnt NÁKVÆMLEGA hvernig hinir 399,000 hugsa ?

þetta er einmitt rangar fréttir sem þeir eru að tala um.

Merry, 26.8.2024 kl. 17:51

2 Smámynd: Merry

Páll, ég bæti víð följandi

MBL frétt -> "Af­ger­andi meiri­hluti Íslend­inga sækja frétt­ir af er­lend­um vett­vangi á ís­lensk­um miðlum, eða um 74%".

ef það er rétt - þá er falsfréttir að koma frá Íslenskum síðum, eða hvað ?

Merry, 26.8.2024 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband