Ţórđur Snćr: engin byrlun og ekki afritun en samt gögn

Talsmađur sakborninga í byrlunar- og símastuldsmálinu, Ţórđur Snćr Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áđur Kjarnans, skrifar Facebook-fćrslu í gćr og ber sig aumlega. Hann telur sig ranglega sakborning í máli sem komi honum ekkert viđ.

Miđađ viđ ađ byrlunar- og símastuldsmáliđ sé ritstjóranum óviđkomandi veit hann töluvert um málavöxtu. DV vitnar í fćrslu Ţórđar Snćs:

lögreglan vonast til ţess ađ finna einhver samskipti sem sýni ađ blađamenn hafi víst pantađ byrlun (sem átti sér ekki stađ), eitrun (sem átti sér ekki stađ), símastuld (sem fyrrverandi eiginkona í miđjum skilnađi hefur gengist viđ og sagt hafa skilađ nokkrum dögum síđar) og ćvintýralega afritun (sem átti sér ekki stađ) hjá andlega veikri konu

Sem sagt engin afbrot 3. maí 2021. Ţáverandi eiginkona Páls skipstjóra Steingrímssonar byrlađi honum ekki, stal hvorki síma hans né fćrđi blađamönnum símann í hendur til afritunar. En hvernig komust símagögnin ţá til Ţórđar Snćs?

Ţórđur Snćr birtir undir sínu nafni frétt í Kjarnanum ţann 21. maí 2021 sem vísađi í gögn úr síma skipstjórans. Sama morgun birti Ađalsteinn Kjartansson á Stundinni samskonar frétt og vitnar í sömu gögn úr síma skipstjórans. Samrćmd birting á keimlíkum fréttum er byggja á einni og sömu heimild í tveim óskyldum fjölmiđlum stađfestir samráđ og skipulag. En međ hvađa hćtti bárust gögnin til Ţórđar Snćs á Kjarnanum og Ađalsteins á Stundinni?

Ef Ţórđur Snćr upplýsti hvernig hann fékk gögnin úr síma skipstjórans vćri hann líkast til ekki sakborningur. Ţögn ritstjórans er ekki til ađ vernda heimildarmann. Ţáverandi eiginkona skipstjórans, sem stríđir viđ andlega vanheilsu, hefur gengist viđ byrlun, ţjófnađi og afhendingu síma skipstjórans til blađamanna. Hún er heimildarmađurinn. Enginn annar kemur til greina. 

Hvers vegna upplýsir Ţórđur Snćr ekki hvernig hann fékk gögn úr síma skipstjórans? Jú, ástćđan er einföld. Ritstjórinn vissi fullvel ţegar hann tók viđ gögnunum ađ ţau voru illa fengin. Ef atburđarásin voriđ 2021 yrđi upplýst kćmi á daginn hvernig samráđi og skipulagi var háttađ, hvađa hlutverk hver og einn sakborninga hafđi - ţeir eru fimm. Í fréttinni frá 21. maí 2021 skrifar Ţórđur Snćr:

Ábyrgđarmenn Kjarnans vilja taka fram ađ umrćdd gögn sem eru grundvöllur umfjöllunar miđilsins bárust frá ţriđja ađila. Starfsfólk Kjarnans hefur engin lögbrot framiđ...

Ţórđur Snćr vissi ađ einhver ónafngreindur ,,ţriđji ađili" hafđi framiđ lögbrot, játningin kemur fram í fréttinni sem hann er skráđur höfundur ađ. Ritstjórinn er ţar međ ţjófsnautur hiđ minnsta. Í öđru lagi kemur Ţórđur Snćr í veg fyrir ađ lögregla upplýsi lögbrotiđ međ ţví ađ neita ađ gefa upplýsingar um hvernig gögnin komust í hans hendur. Ţađ er yfirhylming á glćp.

Ţórđur Snćr stundar blekkingar ţegar hann segist verja heimildarmann. Sakborningarnir, blađamennirnir, ćtluđu ađ leika ţann leik ađ kasta gögnunum á milli sín og vera heimildarmenn hver fyrir annan. Ţykjast svo réttlćtisriddarar ađ verja nafnlausa heimildarmenn - sig sjálfa.

Lögreglan sá í gegnum málatilbúnađinn snemma í rannsókninni. Í greinargerđ lögreglu frá febrúar 2022 segir 

Í ţessu máli er engin ţörf á ađ fjalla um heimild fjölmiđlamanna til ađ vernda heimildarmenn sína. Lögreglan veit hver heimildarmađurinn er. Heimildarmađurinn er X.

X stendur fyrir fyrrum eiginkonu Páls skipstjóra. Sakborningarnir búa ađ vitneskju um samskiptin viđ veiku konuna, hvenćr ţau hófust og um hvađ var sammćlst. Víst er ađ samskiptin hófust áđur en byrlun og ţjófnađur fóru fram. 

Ţegar veika konan mćtti međ símann á RÚV 4. maí 2021, daginn eftir byrlun, var búiđ ađ kaupa samskonar síma, af Samsung-gerđ, sem beiđ tilbúinn og var notađur til ađ afrita síma Páls skipstjóra. Ţóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks á RÚV hafđi keypt Samsung-símann í apríl 2021. Blađamenn vissu ađ sími skipstjórans var vćntanlegur í hús. Skipulagiđ gerđi ráđ fyrir ađ eftir afritun yrđi símanum skilađ á sjúkrabeđ skipstjórans sem var međvitundarlaus á gjörgćslu Landspítalans. Ţađ gekk eftir. Miđstöđin var á Efstaleiti, Stundin og Kjarninn sáu um ađ koma ţýfinu i umferđ og gerđu ţađ samkvćmt skipulagđri dagskrá. 

Ţórđur Snćr reynir ađ skálda og fleipra sig úr réttarstöđu grunađs manns. Dćmi um lygar ritstjórans er ađ hann kvađst hafa veriđ handtekinn af sveit eyfirskra lögreglumanna og fćrđur í járnum norđur yfir heiđar. Rétt er ađ Ţórđur Snćr var bođađur símleiđis til skýrslutöku á lögreglustöđinni á Hverfisgötu í Reykjavík. Hann átti ađ mćta í febrúar 2022 en skilađi sér ekki í skýrslutöku fyrr en sex mánuđum seinna, í ágúst. Svo kvartar Doddinn um seinagang á rannsókn sem hann sjálfur tafđi um hálft ár. Ósvífninni verđur ekki logiđ upp á ritstjórann.

Tímasetning Facebook-fćrslu Ţórđar Snćs í gćr er athyglisverđ. Fréttir um hásumar eiga til ađ fara fyrir ofan garđ og neđan. Vanir blađamenn birta ekki í júlí tíđindi sem ţeir vilja ađ fái útbreiđslu. Nema mikiđ sé í húfi. Ţađ skyldi ţó ekki vera ađ ritstjórinn hafi fregnađ ađ ný gögn séu vćntanleg á borđ lögreglu? Krafa Ţórđar Snćs um ađ rannsókn ljúki strax ber ţađ međ sér. Byrlunar- og símastuldsmáliđ má ekki upplýsa. Ţá verđa a.m.k. fimm blađamenn fyrrverandi.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ţađ er eins gott ađ fagmađurinn PV svari svona lygamerđi sem Ţórđur Snćr virđist vera.

Tafđi sjálfur rannsókn málsins um hálft ár međ ţví ađ neita ađ sinna ţeirri borgaralegu skyldu sinni ađ mćta til skýrslutöku í sakamáli.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.7.2024 kl. 08:02

2 Smámynd: Guđmundur Böđvarsson

Hvernig fór međ kröfuna um trygginguna?

Guđmundur Böđvarsson, 11.7.2024 kl. 12:43

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Guđmundur, mér var gert af sýslumanni ađ leggja fram tryggingu. Löghlýđinn sem ég er ţá lagđi ég hana fram.

Páll Vilhjálmsson, 11.7.2024 kl. 13:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband