Föstudagur, 5. júlí 2024
Ingi Freyr fćr vernd uppljóstrara á RÚV
RÚV er rekiđ međ 190 milljón króna tapi á fyrsta ársfjórđungi. Á nýlegum fundi stjórnar RÚV bođar Stefán Eiríksson útvarpsstjóri fćkkun starfsmanna, bćđi međ ađ ráđa ekki í störf sem losna og međ uppsögnum. RÚV ţarf ađ skera niđur útgjöld upp á tćpar 300 milljónir í ár.
Hart er ári hjá RÚV fjárhagslega. Ţađ er ţó hjóm eitt í samanburđi viđ siđferđilegan og faglegan kólgubakka viđ sjóndeildarhringinn, byrlunar- og símastuldsmáliđ. Fimm blađamenn eru sakborningar, ţar af fyrrum fréttamađur á RÚV, Ađalsteinn Kjartansson, nú á Heimildinni, og Ţóra Arnórsdóttir, fyrrum ritstjóri Kveiks, nú vistuđ á Landsvirkjun. Fyrrum stjörnufréttamađur RÚV, Helgi Seljan, er einnig bendlađur viđ máliđ.
Mitt í fjárhagslegu og faglegu andstreymi RÚV, međ frystingu á ráđningum, yfirvofandi uppsögnum og afhjúpun á miđlćgu hlutverki ríkisfjölmiđilsins í sakamáli, er ráđinn á Efstaleiti einn sakborninganna í byrlunar- og símastuldsmálinu, Ingi Freyr Vilhjálmsson blađamađur á Heimildinni. Ingi Freyr býr ekki ađ neinni reynslu af ljósvakamiđlun. Fréttabarn er léttara á fóđrum en reyndur blađamađur. Ingi Freyr er af sama sauđahúsi og Ađalsteinn og Helgi Seljan. Blađamenn sem kenna sig viđ rannsóknir en framleiđa smjörklípur á saklaust fólk. Verđmćti Inga Freys sem innanbúđarmanns á RÚV er ekki fréttamennska.
Ingi Freyr hefur störf á RÚV í ágúst nćst komandi. Í mars síđast liđnum gaf Stefán útvarpsstjóri út reglur sem heita Verklagsreglur vegna uppljóstrunar starfsfólks um lögbrot eđa ađra ámćlisverđa háttsemi í starfsemi Ríkisútvarpsins.
Fyrsta grein reglnanna er svohljóđandi:
Ţessar verklagsreglur eru settar á grundvelli 5. gr. laga um vernd uppljóstrara nr. 40/2020. Ţessar verklagsreglur gilda um allt starfsfólk Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV), stjórn og verktaka. Markmiđ reglnanna er ađ stuđla ađ ţví ađ upplýst verđi um lögbrot og ađra ámćlisverđa háttsemi í starfsemi RÚV.
Ingi Freyr er ráđinn á RÚV undir ţeim formerkjum ađ hann njóti verndar uppljóstrara. Ráđningin er tímabundin. Framhaldiđ rćđst af faglegri og, ef ađ líkum lćtur, siđferđilegri frammistöđu. Eins og segja frá ,,lögbrotum og annarri ámćlisverđri háttsemi", svo vitnađ sé í Stefánsreglurnar.
Heimildin, ţar sem Ingi Freyr starfađi til skamms tíma, er á hvínandi kúpunni og býđur ekki upp á lífvćnlega afkomu. Aldrei hafa fćrri skođađ Heimildina á netinu, skv. Gallup, en í nýliđinni viku, undir 12 ţúsund. Skal ekki undra, annar ritstjórinn er sakborningur í lögreglurannsókn en hinn systir sakbornings í sama máli. Í fréttamennsku er venjan ađ segja frá afbrotum en ekki fremja glćpi og hylma yfir.
Embćttisferill Stefáns Eiríkssonar endar međ skömm sitji hann međ hendur í skauti og bíđi eftir ađ RÚV verđi afhjúpađ sem miđstöđ í byrlunar- og símastuldsmálinu. Međ sakamál á bakinu er ekki greiđfćrt ađ opinberum embćttum. Stefán lćtur af störfum á Efstaleiti nćsta vor. Aftur, ef útvarpsstjóri beitir sér viđ ađ upplýsa alvarlegt sakamál, fćr hann fjöđur í hattinn.
Rólegt sumar dylur heitt haust.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.