Föstudagur, 28. júní 2024
Skipstjórinn auglýsir eftir nöfnum
Vorið 2021 var Páli skipstjóra Steingrímssyni byrlað og síma hans stolið að undirlagi þriggja fjölmiðla: RÚV, Stundarinnar og Kjarnans (RSK-miðla). Lögreglurannsókn leiddi til þess að fjórir blaðamenn voru boðaðir til yfirheyrslu í febrúar 2022.
Ungliðadeildir Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins boðuðu til mótmælafundar á Austurvelli. Andmælt var að lögregla kallaði til ,,yfirheyrslu fjölmiðlafólk fyrir gagnrýna umfjöllun með erindi til almennings er óásættanleg skerðing á tjáningarfrelsi," sagði í frétt á vísi.is
Ungmennin gerðu ekki greinarmun á byrlun og þjófnaði annars vegar og hins vegar ,,gagnrýnni umfjöllun." Í umræðunni um lögleysu blaðamanna er öllu snúið á haus. Lögbrjótar og misindismenn eru vegsamaðir en þolendur hrakyrtir.
Ljósmynd er til af skipuleggjendum mótmælanna. Páll skipstjóri birtir ljósmyndina á Facebook-síðu sinni og óskar eftir nöfnum. Skipstjórinn viðar að sér efni í bók.
Þegar byrlunar- og símastuldsmálið verður gert upp er hætt við að margir skammist sín fyrir að taka málstað gerenda gegn brotaþola.
Athugasemdir
Það er skelfileg tilhugsun að þetta fólk muni leggja stjórnmálastörf fyrir sig á næstu árum og áratugum. Kannski sest eitthvað af þessu fólki á þing. Ekki góð tilfinning.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 28.6.2024 kl. 09:35
Þau hafa drukkið hatrið á sjávarútvegnum með móðurmjólkinni.
Ragnhildur Kolka, 28.6.2024 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.