Ingi Freyr nýtur meiri réttinda en Þorsteinn Már

Er Þorsteinn Már forstjóri Samherja, maður gjörkunnugur íslenskum sjávarútvegi, ávarpaði fyrir hálfu öðru ári málþing Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, var það gert tortryggilegt í fjölmiðlum. Tvær tilvitnanir sýna afstöðu fjölmiðla:

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi upplýstu Svandísi Svavarsdóttir matvælaráðherra ekki um að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, yrði með ávarp á sama fundi og hún. 

og

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og er með réttarstöðu sakbornings í rannsóknum héraðssaksóknara á Íslandi 

Textinn gerir því skóna að maður með stöðu sakbornings eigi ekki að koma fram opinberlega og alls ekki á sama vettvangi og ráðherrar. Eins og segir í fréttinni: ,,Verið [er] að samþykkja framgöngu þessa manns" með því að hann fái að tala í hljóðnema.

Fréttin birtist í Heimildinni og höfundurinn er enginn annar en Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu.

Á föstudag var tilkynnt að Ingi Freyr tæki til starfa á RÚV. Enginn fjölmiðill, sem sagði fréttina, tók fram að blaðamaðurinn væri grunaður um glæp. Sjá t.d. hér og hér

Á fréttastofu RÚV mun Ingi Freyr deila sama vettvangi og ráðherrar sem oft og iðulega eru í viðtali á ríkisfjölmiðlinum. Enginn fjölmiðill gerir athugasemdir við að sakborningur höndli með fréttir sem gætu haft bein eða óbein áhrif á stöðu hans sem grunaðs manns í sakamáli.

Enginn fjölmiðill spyr hvort fréttastofa RÚV verði ekki vanhæf með sakborning innanbúðar. Vegna samspils Inga Freys við bróður sinn, Finn Þór, fyrrum saksóknara og nú dómara, urðu allir dómarar við héraðsdóm Reykjavíkur vanhæfir. Hliðstæðan við fréttastofu RÚV blasir við. En fjölmiðlar láta gott heita. 

Þorsteinn Már fékk réttarstöðu sakbornings vegna ásakana ógæfumanns um mútugjafir. Ingi Freyr er grunaður í mun alvarlegri refsimáli, byrlun og þjófnaði. Byrlun er líkamsárás í vægasta tilfelli en annars manndrápstilraun.

Samt nýtur Ingi Freyr meiri réttinda í fjölmiðlaumræðunni en Þorsteinn Már. Svo notað sé orðtak úr ljósvakamiðlum. Hér fer ekki saman hljóð og mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvernig má það vera að enginn fjölmiðill fjallar um þetta mál? Jú, þetta sýnir hvað RÚV (fjölmiðill allra landsmanna) er voldugur. Það þorir enginn að segja neitt því þá er viðkomandi útilokaður sem starfsmaður hjá öflugasta fjölmiðli landsins. Væri ekki áhugavert fyrir þig sem segist vara hættur sem kennari að sækja um starf hjá RÚV? Til dæmis að taka við af Stefáni? 

Sigurður I B Guðmundsson, 23.6.2024 kl. 13:20

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

cool

Páll Vilhjálmsson, 23.6.2024 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband