Von Evrópu er Pútín

Evrópsk gildi, ef þau eru til, tapa á útivelli, í Úkraínu, og á heimaveli fyrir herskáum múslímum. 

Rússar eru á sigurbraut í Úkraínu, spurningin er aðeins hve tap Evrópu verður stórt. Pólverjar búa sig undir það versta og reisa varnarlínu á austurlandamærunum fyrir 2,3 milljarða evra. Varnarlínan verður 700 km löng verður byggð á 4 árum. Pólverjar gera ráð fyrir að Úkraína verði rússnesk innan tíðar.

Á heimavelli, í Vestur-Evrópa, eru herskáir múslímar á sigurbraut, útskýrir Ayaan Hirsi Ali (eiginkona Njáls, sem nýlega kom við tilfallandi sögu). Aðferðin sem múslímar nota, segir Hirsi Ali, er tangarsókn. Í fyrsta lagi terrorísering með hryðjuverkum, sú saga er kunn. Í öðru lagi með dawa, sem er langtímaáætlun íslam að yfirtaka samfélög þar sem trúarmenning spámannsins nær fótfestu. Evrópa verður undir hæl múslíma innan fárra áratuga, að áliti Hirsi Ali. Hún telur von að Bandaríkin sjái að sér í tíma, dragi rétta ályktun af íslamvæðingu Evrópu.

Hirsi Ali telur kristni eina bjargvætt Evrópu. Ekki það að konan sé orðin bókstafstrúar. Hún boðar milda og umburðarlynda kristni.

Tilfallandi kaupir ekki kristin sjónarmið Hirsi Ali, án þess að vera á móti þeim. Mild trúarvakning er ekki háttur í henni veröld, hvorki nú né fyrrum. Krossinn, eða annað trúartákn, er í annarri hendi en sverðið í hinni er reglan en ekki undantekning í útbreiðslu trúarbragða og róttækri endurnýjun þeirra, samanber siðaskiptin. Íslendingar eru ein örfárra þjóða, ef ekki sú eina, sem tekur kristni með friði - þökk sé Þorgeiri Þorkelssyni goða á Ljósavatni og hagkvæmistrú íslensku höfðingjanna við þúsaldarmótin.

Von Vestur-Evrópu liggur í rússneskum sigri í Úkraínu. Því stærri sigur, því meiri von. Stór orð, en þau eru ekki tilfallandi hugrenningar heldur túlkun á orðum eins fremsta sérfræðings alþjóðastjórnmála, John Mearsheimer. Sá bandaríski útskýrir á 12 mínútum gangverk alþjóðakerfis sem allof fáir skilja, utanríkisráðherra Íslands meðtalinn. Ráðherra skrifar í leiðaraopnu Morgunblaðsins í dag að Pútín ógni Íslandi. Það er rangt.

Kjarninn í máli Mearsheimer er að Rússar litu á væntanlega aðild Úkraínu að Nató sem tilvistarógn. Ríki notar ítrustu bjargir til að knýja fram sigur ef tilvist þess er ógnað.  Rússar ógnuðu ekki tilvist Evrópu eftir að kalda stríðinu lauk. Eftir fall Berlínarmúrsins héldu Rússar heim frá Austur-Evrópu með sitt hafurtask og ónýta hugmyndafræði kommúnismans. 

Úkraínudeilan verður til með tilboði Nató árið 2008 að Úkraína gangi í hernaðarbandalagið. Stækka átti áhrifasvæði Bandaríkjanna og ESB, með Nató sem verkfæri. Eftir að deilan varð að fullveðja stríði veturinn 2022 tóku menn að tala um evrópsk gildi undir rússneskri ágjöf, eins og Macron Frakklandsforseti í viðtengdri frétt. Þvættingur, segir Mearsheimer. Rússar hafa engan áhuga á að leggja undir sig Vestur-Evrópu með hervaldi og hafa ekki til þess herafla. En með sigri í Úkraínu yrði hlustað á Rússa og tekið tillit til öryggishagsmuna Kremlverja. Menningarpólitískt forræði fylgir hernaðarsigri.  

Stór rússneskur sigur yrði innlimun Úkraínu, eins og Pólverjar óttast og búa sig undir. Í sögulegu samhengi yrði til nýtt rússneskt keisaradæmi. Rússland yrði 170-180 milljón manna ríki með gnótt náttúruauðlinda. Rússland yrði meira en tvöfalt stærra en stærstu Evrópuþjóðir i mannfjölda og er fyrir landmesta ríki jarðar. Í afstöðunni til múslíma er þorri Austur-Evrópuríkja sammála Rússum. Þá er eftir Vestur-Evrópa sem verður meira og minna upp á Rússa komin með sín helstu bjargráð. Ráðamenn í London, París, Brussel og Berlín verða með Kreml efst í hraðvalinu á fjarskiptatækjum sínum, ekki Hvíta húsið.

Þróunin sem lýst er að ofan tekur áratugi. Pútín verður kominn undir græna torfu áður en hún raungerist. Strákurinn frá Pétursborg gerir uppdrátt, aðrir reisa bygginguna sem ekki verður moska heldur kirkja.

Svo er hinn möguleikinn, að úr Úkraínustríði verði kjarnorkubál. Þá skipir ólík trúarmenning kristinna og múslíma ekki máli. Allir eru jafnir fyrir atómsprengju. Eins og fyrir guði.

 

 

 


mbl.is „Verðum að varðveita evrópsk gildi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

"Von Evrópu er Pútín".

Heldur þú að þú gætir náð að sannfæra alþingi íslendinga;

um þessa skoðun þína?

Er einhver flokkur á alþingi sem að er tilbúinn að taka undir þessa skoðun þina? 

Dominus Sanctus., 6.6.2024 kl. 08:23

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Macron talar um evrópska gildi á sama tíma og herir hans eru hraktir frá hverju Afrikurikinu af öðru og franskar borgir lúta stjórn múslima. Evrópskt réttarkerfi er líka að sligast. Sífellt fleiri borgir láta undan krøfum múslima og leyfa múslimska dómstóla í eigin málum,þ.e.tvöfalt dómskerfi. 

Nei, evrópsk gildi, þ.e. kristín gildi fá ekki staðist herskáa múslimska innrás til lengdar hvað þá barneignastefnu þeirra, þ.e. fjölkvæni og engar getnaðarvarnir.

Einkunnarord okkar gætu verið: Sér grefur gröf þótt grafi. 

Ragnhildur Kolka, 6.6.2024 kl. 10:14

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er einn bezti pistill sem ég hef lesið í langan tíma. Jafnast á við gríðarlega flotta pistla um þetta eftir Gunnar Rögnvaldsson, sem skrifar of sjaldan, en er með þeim allra snjöllustu hér. Hann lætur ekki kolvitlausa alþjóðapressuna blekkja sig og er það gott.

Hann hefur haldið því fram að klikkunin sé meiri á Vesturlöndum og því meiri hætta þaðan á kjarnorkustyrjöld. Ástandið er slæmt hvað það varðar. Já, Bandaríkjamenn eru þeir einu sem slíkum vopnum hafa beitt, og Hiroshima og Nagasaki mega aldrei gleymast. Hefði átt að banna kjarnorku með öllu.

En þetta er alveg laukrétt. Þótt mér finnist Pútín ekki hróssverður að öllu leyti, og að hann komi hingað og yfirtaki landið er hálf ógnvekjandi, en hann er von Vesturlanda, því þau eiga ekkert eftir. Þau eru hrunin af eigin spillingu eins og Guðjón Hreinberg hefur lýst réttilega

Pútín geymir þessa heilbrigðu fortíð sem við þurfum, áður en öfugþróunin varð allsráðandi á Vesturlöndum.

Já von Evrópu er Pútín. Því er allt öfugmæli sem kemur frá Nató og öllum femínistunum sem hér stjórna og hafa búið til sjálfsmorðsmenningu úr vestrænni menningu.

Í kvæðinu "Gotar taka Róm" eftir Jón Trausta (rithöfundinn sem dó í spænsku veikinni, samdi Höllu og heiðarbýlið og fleira) kemur fram sú söguskoðun að sigur "villimannanna" sem kölluðust Gotar á Róm hafi framlengt líf rómverska heimsveldisins. (Sem var að deyja úr spillingu).

Það eru einmitt fordæmi um þetta í sögunni. Að þjóðir sem kallaðar voru villimannlegar hafi endurnýjað deyjandi þjóðir og menningu. Rétt, mjög rétt.

En eyðileggingarstefnan er svo algjör hér á Vesturlöndum að tæpt er búast við þessu. BRICS ríkin gætu farið að berjast innbyrðis þessvegna í framtíðinni, svo margt óljóst.

Ingólfur Sigurðsson, 6.6.2024 kl. 11:24

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Gaddafi heitinn sagði að Islam væri búið að sigra.

Ekki með vopnum, heldur barnavögnum sem Evrópska

velferðarkerfið borgar fyrir.

Því fleiri því meiri peningar.

Hugsið ykkur þegar þeir uppgötvuðu að hægt væri að fá 

borgað fyrir að eignast börn. Algjör snilld því ekki

borga velferðakerfin í þeirra eigin löndum, ef þau eru

þá til, fyrir barneignir. Hvað þá fæðingarorlof.

Með ötulli vinnu vinstri manna er svo gott búið að rústa

flestum velferðarkerfum í Evrópu með komu þessa fólks.

Er nema von að allt fari fjandans til.

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.6.2024 kl. 11:56

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sigurður kemur með góða athugasemd. 

Ef hægt væri að gera femínista áhrifalausa þannig að konur fari að elska karla og karlar fari að elska konur aftur, ást í stað haturs, þá gæti einhver uppbygging átt sér stað. Til þess þarf að gera femínisma jafn glæpsamlegan og nazisma eða fasisma.

Þjóðfélög sem eru með eyðileggingarstarfsemi innanfrá þurfa ekki utanfrá óvini. Slíkir innrásaraðilar hjálpa jafnvel.

Japanir eru farnir að gera sér grein fyrir þessu. Ný frétt segir frá að þeir telji það hættuástand hve fá börn fæðast og þjóð þeirra eldist.

Eins og Dominus Sanctus bendir á vantar svona flokka.

Eða sem sagt: Allir flokkar eru gagnslausir eða skaðlausir núna. (Nema kannski Miðflokkurinn). Okkur vantar nýja flokka. Almennilega flokka sem hjálpa fólki. 

Tilraunin til að gera fv forsætisráðherra að forseta snérist um að verðlauna lélega stjórnsýslu. 

Hvernig er hægt að telja pólitíkusana á réttri leið þegar mistök eru verðlaunuð?

Ingólfur Sigurðsson, 6.6.2024 kl. 12:15

6 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Við erum í þeim sporum að kjósa þá sem klikkuðu þar síðast. Þetta er eilíf hringrás með sama fólkinu. Ef stjórnmálmönnum er ekki refsað fyrir léleg vinnubrögð þá verða þau verri og verri eins og hefur komið á daginn. Núna sitjum við uppi ekki bara með lélegt fólk sem vinnur stöðugt gegn almenningi heldur stórhættulegt líka. Fólk lætur alltaf gabba sig með fagurgala.

Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af innrás Rússa með þetta fólk í brúnni.

Kristinn Bjarnason, 7.6.2024 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband