Tvímæli Lilju í nauðvörn RÚV

,,Traust Rík­is­út­varps­ins er býsna hátt og hef­ur verið það í gegn­um tíðina. Ég er ánægð með það og vona að þingið sé það líka,“ sagði Lilja Dögg menningarráðherra á alþingi í tilefni af fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns um þá ráðstöfun yfirmanns Kveiks á RÚV að víkja Maríu Sigrún fréttamanni úr Kveiksteyminu.

María Sigrún gerði frétt um gjafir vinstrimeirihlutans í Reykjavík til olíufélaganna, lóðir andvirði 7-13 milljarða króna voru gefnar. Útsvarsgreiðendur bera skaðann. Frétt Maríu Sigrúnar var tekin af dagskrá Kveiks. Yfirmaður sagði innslag fréttakonunnar ófaglegt. Eftir mótmæli var fréttin sýnd í Kastljósi. Ekkert ófaglegt sást í fréttinni. Þvert á móti, faglegar upplýsingar og gagnrýnar spurningar einkenndu fréttainnslagið.

Yfirstjórn RÚV reynir að þegja af sér málið, eins og Brynjar Níelsson bendir á. Engin trúverðug skýring er í boði. Þá er betra að þegja og bíða eftir að málið falli í gleymsku.

Lilja ráðherra er pólitískur yfirmaður RÚV. Eðlilega segist hún ekki ætla að skipta sér af innanhússmálum á Efstaleiti. Hún lýsir ekki yfir trausti á stofnunina, en notar þátíð til að lýsa yfir að það hafi verið ,,býsna hátt" í gegnum tíðina.

Maríumál Sigrúnar auka ekki traustið á RÚV. Aðfarirnar í kringum Eurovision-keppnina juku ekki tiltrú. Skipulögð aðför að íslenskri tungu eykur ekki virðingu RÚV. Sími norðlensks skipstjóra var afritaður á Efstaleiti og gögn flutt þaðan á Stundina og Kjarnans, sem heita nú Heimildin. Þrír urðu að hætta á RÚV vegna lögreglurannsóknar; fréttamaður, fréttastjóri og ritstjóri Kveiks. Ekki styrkir það trúnaðarsamband almennings og Efstaleitis.

Allt þetta veit Lilja. Þess vegna vísaði hún í mælingar á trausti í stað þess að lýsa yfir trausti. Í viðtengdri frétt er haft eftir ráðherra:

Við höf­um verið að styðja við einka­rekna fjöl­miðla og nú erum við að leggja loka­hönd á fjöl­miðlastefnu. Það er gríðarlega mik­il­vægt að hún kom­ist til fram­kvæmda til að tryggja það að hér séu sterk­ir fjöl­miðlar.

Einkareknir fjölmiðlar eru andstaða RÚV. Ef þeir glata trausti fara þeir í þrot. Nauðungaráskrift heldur RÚV á lífi. Forsendan er að RÚV njóti trausts, eru skilaboð ráðherra. Hverfi tiltrúin fara peningarnir annað. Neyðarfundur starfsmannafélags RÚV hefur verið haldinn af minna tilefni.  

 

  


mbl.is „Ekki við hæfi að blanda sér í umræðu um ritstjórn RÚV“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hún gæti byrjað að leggja Rás 2 niður (enda tímaskekkja) í núverandi mynd og gera kröfu um svör frá Stefáni. En auðvita gerir hún það ekki heldur bara fer í kringum málið eins og framsóknamönnum er venja að gera. 

Sigurður I B Guðmundsson, 14.5.2024 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband