Miðvikudagur, 8. maí 2024
Dagur stigi til hliðar sem formaður borgarráðs
Borgarráð samþykkir tillögu sjálfstæðismanna að innri endurskoðun borgarinnar rannsaki gjafagjörninginn er olíufélögin fengu afhentar ókeypis lóðir andvirði tugi milljarða króna. Gjafagjörningurinn fór fram í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar með tilheyrandi leynimakki.
Innri endurskoðun er hluti af stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þótt Dagur sé hættur sem borgarstjóri situr hann enn í borgarstjórn og er formaður borgarráðs. Um borgarráð segir á heimasíðu Reykjavíkurborgar:
Borgarráð fer, ásamt borgarstjóra, með framkvæmda- og fjármálastjórn Reykjavíkurborgar.
Það gefur auga leið að til að lágmarstrúverðugleiki sé á rannsókn innri endurskoðunar borgarinnar getur Dagur ekki setið áfram sem formaður borgarráðs. Dagur er yfirmaður þeirra sem rannsaka gjafagjörninginn.
Dagur hlýtur að stíga til hliðar sem formaður borgarráðs á meðan rannsókn stendur yfir á embættisverkum hans sem borgarstjóra.
Innri endurskoðun gerir úttekt á máli olíufélaganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá glotti Gráni..
Guðmundur Böðvarsson, 8.5.2024 kl. 10:51
Hvað segir Samfylkingin - Kristrún um ástandið í Reykjavík undir stjórn Samfylkingarinnar?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.5.2024 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.