Páll skipstjóri afhjúpađi Lasse Skytt fyrstur manna

Lasse Skytt, danskur blađamađur búsettur á Íslandi, er í skotlínunni síđustu vikur fyrir falsfréttamennsku. Fyrstu fréttir í dönskum fjölmiđlum um falsfréttir Skytt birtust fyrir hálfum öđrum mánuđi. En fyrir ári afhjúpađi Páll skipstjóri Steingrímsson Lasse Skytt sem falsfréttamann í íslensku fréttamáli - og fékk afsökunarbeiđni frá norsku útgáfunni Aftenposten-Innsikt. Skipstjórinn ruddi brautina í stćrsta fjölmiđlahneyksli Norđurlanda seinni ára.

Ţórđur Snćr Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar og Sigríđur Dögg Auđunsdóttir formađur Blađamannafélags Íslands fengu Lasse Skytt til ađ skrifa um Namibíumáliđ og byrlunar- og símastuldsmáliđ. Ţetta var um áramótin 2022/2023. Skytt skrifađi tvćr greinar fyrir verkkaupa og kom ţeim á framfćri í tveim norrćnum fjölmiđlum, Aftenposeten-Innsikt og danska fagblađinu Journalisten.

Greinin í Aftenposten-Innsikt birtist í febrúar 2023. Fyrsta setning kynningar segir allt sem segja ţarf um eđli frásagnarinnar:

Í febrúarútgáfu Aftenposten-Innsikt getur ţú lesiđ hvernig Ísland varđ spilltasta land Norđurlandanna.
(I februarutgaven av Aftenposten Innsikt kan du lese om hvordan Island er blitt Nordens mest korrupte land.)

Kvótakerfiđ og Samherji sérstaklega eru ástćđur ţess ađ Ísland sé á kafi í spillingu, samkvćmt Lasse Skytt. Helstu heimildarmenn danska blađamannsins eru Ţórđur Snćr ritstjóri Heimildarinnar og Sigríđur Dögg formađur Blađamannafélagsins. Ţau notuđu Skytt til ađ ata ţjóđ sína auri á norrćnum vettvangi.

Tilfallandi fjallađi um grein Skytt rétt eftir ađ hún kom út, í febrúar í fyrra, og benti á rangfćrslur, fúsk og ósannsögli. Í blogginu sagđi m.a.:

Ţórđur Snćr Júlíusson ritstjóri segir í viđtali ađ lögreglusveit hafi veriđ send frá höfuđstađ Norđurlands suđur til Reykjavíkur í febrúar á liđnu ári ađ hafa uppi á honum og ţrem öđrum blađamönnum fyrir Samherjaskrif. Tilgangur lögreglunnar, ađ sögn Ţórđar Snćs, var ađ krefjast ţess ađ blađamenn gćfu upp nöfn heimildarmanna sinna.

Ritstjóri Heimildarinnar, áđur Kjarnans, fer međ rangt mál. Ţađ kom engin stormsveit ađ norđan  ađ sćkja Ţórđ Snć og ţrjá ađra blađamenn. Fjórmenningarnir voru aftur bođađir til yfirheyrslu 14. febrúar í fyrra en lögđu á flótta og létu ekki ná í sig fyrr en í ágúst. Í ofanálag vissi lögreglan hver heimildarmađurinn var. Ţađ kemur fram í greinargerđ lögreglu frá 23. febrúar. 

Viđtaliđ viđ Ţórđ Snć birtist í norska tímaritinu Innsikt. Viđtaliđ er hluti af stćrri umfjöllun um Namibíumál RÚV, Stundarinnar og Kjarnans, RSK-miđla, sem í bráđum fjögur ár hafa sakađ Samherja um spillingu og lögbrot ţar syđra.

Blađamađurinn sem skrifar viđtaliđ og fréttina í Innsikt er ekki á ritstjórn útgáfunnar heldur lausapenni. Hann heitir Lasse Skytt og er danskur. Skytt auglýsir ţjónustu sína til sölu á netinu, segist skrifa lipran texta og kunni ađ höfđa til valinna markhópa. Menn sem auglýsa sig svona eru almannatenglar og yfirleitt kallađir lygarar til leigu af heiđarlegum blađamönnum.

Páll skipstjóri Steingrímsson hafđi samband viđ Tinu Skarland ritstjóra Aftenposten-Innsikt og vakti athygli á mörgum missmíđum greinar Skytt. Tina ritstjóri er ábyrgur blađamađur. Hún hóf rannsókn á Skytt-greininni. Niđurstađan var ađ Aftenposten-Innsikt bađst afsökunar á ađ hafa birt greinina.  Í mars í fyrra bađst norska útgáfan fyrirgefningar á ađ hafa birt falsfrétt Skytt međ Ţórđ Snć og Sigríđi Dögg sem ađalheimildir. Tilfallandi bloggađi af ţví tilefni:

Í marsútgáfu Innsikt er löng afsökunarbeiđni ţar sem raktar eru margar villur og rangtúlkanir í grein Skytt. Íslensku blađamennirnir útveguđu Skytt ađgang ađ Jóhannesi Stefánssyni, svokölluđum uppljóstrara. Jóhannes talar ađeins viđ ţá blađamenn sem gleypa frásögn hans hráa og fjalla ekki um hve vafasöm heimild uppljóstrarinn er.

Í afsökunarbeiđni Innsikt er tekiđ fram ađ útgáfan hafi ekki séđ neinar trúverđugar heimildir um ađ Jóhannes hafi fyrir hönd Samherja mútađ embćttismönnum í Namibíu. ,,Ţađ hefđi átt ađ koma fram í greininni," segir Innsikt, ,,ađ Jóhannes er einn til frásagnar um ađ hafa stundađ mútur."

Skytt hafđi ekki samband viđ Samherja ţegar hann undirbjó greinina. Enda var Skytt í vinnu hjá RSK-miđlum til ađ ófrćgja Samherja. Aldrei stóđ til sjónarmiđ annarra en RSK-miđla kćmust á framfćri. Afsökunarbeiđni Innsikt segir: ,,Verkferlar hjá okkur brugđust. Grunnatriđi blađamennsku er ađ ásakanir séu bornar undir ţá sem ţćr beinast ađ. Ţađ var ekki gert í ţessu tilviki."

Innsikt biđst einnig afsökunar á ađ í grein Skytt séu yfirheyrslur lögreglu yfir blađamönnum tengd Namibíumálinu. Umfjöllun um skýrslutöku lögreglu af blađamönnum átti ekki heima í umfjöllun um Namibíumáliđ, segir í yfirlýsingu Innsikt.

Ófrćgingarherferđ Ţórđar Snćs og Sigríđar Daggar um íslenskt samfélag var sem sagt úrskurđuđ ómarktćk, enda byggđ á ósannindum. Páll skipstjóri hafđi samband viđ Tinu Skarland ritstjóra Aftenposten-Innsikt. Ţađ er ástćđan ađ norska útgáfan bađst afsökunar á hafa birt falsfrétt Skytt. Til ađ hnykkja á hve hrikalegt brot Skytt var á vinnureglum blađamanna birti Skarland ritstjóri ítarlega yfirlýsingu frá Samherja í júlíútgáfu tímaritsins. Hvorki hafa Ţórđur Snćr né Sigríđur Dögg beđist afsökunar á sínum hlut í málinu.

Norđlenskur skipstjóri skaut samanlögđum blađamönnum á Norđurlöndum ref fyrir rass. Hann var ári á undan ţeim ađ afhjúpa alrćmdasta og spilltasta falsfréttamann Norđurlanda síđustu áratuga. Sá hlaut auđvitađ ađ vera búsettur hér á landi, líkur sćkir líka heim. Íslenskir blađamenn ćttu nú í fyllstu auđmýkt ađ senda Páli skipstjóra innilegar ţakkir fyrir ađ standa vaktina, ,,vekja athygli á stađreyndum og samhengi ţeirra," eins og segir í auglýsingaherferđ Blađamannafélags Íslands.

Vel á minnst. Fćr skipstjórinn ekki gullmerki Blađamannafélagsins fyrir óeigingjarnt starf í ţágu heiđarlegrar blađamennsku? Ađalfundur félagsins er eftir fimm daga. Verđlaun til bjargvćttar blađamennsku eru ţó borin von. Blađamannafélagiđ verđlaunar helst skúrka, enda stjórnendur félagsins af sama sauđahúsi.

 

 


mbl.is Vandrćđi Lasse Skytts aukast enn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Magnađ.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2024 kl. 09:22

2 Smámynd: Guđmundur Böđvarsson

Flaggskip og stolt blađamannastéttarinnar rak upp í stórgrýtiđ og brotnađi í spón svo vart varđ neinu bjargađ..

Guđmundur Böđvarsson, 11.4.2024 kl. 10:43

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Blađamannafélagiđ vekur einna helst athygli fyrir glćpi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.4.2024 kl. 11:07

4 Smámynd: Sigurđur Kristján Hjaltested

Glćpamannafélagiđ..??

Sigurđur Kristján Hjaltested, 11.4.2024 kl. 19:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband