Handavinna Katrínar ætli hún í forsetann

Baldur Þórhallsson prófessor hyggst bjóða sig fram til forseta að því gefnu að Katrín Jakobsdóttir forsætis geri það ekki. Nokkuð bjartsýnt er af Baldri að Katrín geri upp hug sinn í næstu viku. Bjóði Katrín sig fram tekur hún páskana í nauðsynlega handavinnu. Eftir það tilkynnir hún framboð. Taki hún stökkið.

Framboðsfrestur til forseta rennur út 26. apríl. Sjóaður stjórnmálamaður þarf ekki nema 2-3 vikna fyrirvara til að leggja í baráttuna um Bessastaði. Ef Katrín ætlar fram þarf hún á hinn bóginn að ná samningum við samstarfsflokka í ríkisstjórn.

Hvorki Bjarni Ben. né Sigurður Ingi eru áfram um haustkosningar. Að því leyti falla hagsmunir forsetaframbjóðandans Katrínar saman við formenn samstarfsflokkana. Öllum þrem er hagfellt að ljúka kjörtímabilinu. 

Gangi Katrín frá borði geta Vinstri grænir ekki lengur krafist forsætisráðuneytisins. Bjarni Ben. gæti orðið forsætisráðherra eða látið embættið falla í skaut Þórdísar Kolbrúnar. 

Allt er þetta handavinna sem ætti að vera auðleyst að greiða úr. Þokkalegt traust er á milli oddvita ríkisstjórnarflokkanna. Þjóðlífið er með rólegra móti. Kjarasamningar eru komnir í höfn. Þjóðin ætti auðvelt með að sætta sig við eins konar starfsstjórn fram að þingkosningum vorið 2025.

Katrín myndi sóma sér vel sem forseti lýðveldisins. Spurningin er hvort hún sé södd pólitískra lífdaga.

 


mbl.is Tekur ákvörðun um framboð í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Nei Páll.

Allir búnir að fá fyrir löngu nóg

af Katrínu. Þekki ekki einn einasta sem gæti

hugsað sér hana sem forseta. Hennar tími er liðin.

RIP.

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.3.2024 kl. 09:31

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þær gáfur sem Guð hefur gefið Katrínu Jakobsdóttur hefur hún því miður oftar en ekki notað til ills.

Eitt af hennar málum var að koma á kynfrelsi, (sem er auðvitað helsi Djöfulsins), á þessu hefur þú þrástagast í pistlum þínum og er það vel.

Annað er ákafi hennar í að drepa LÖGLEGA börn í móðurkviði að vilja mæðra þeirra, alveg fram að fæðingu.

Þannig mætti lengi telja ávirðingar Katrínar Jakobsdóttur.

Er líklegt að Katrín myndi stöðva gildistöku laga eins og svokallaðrar bókunnar 35 þótt lögin feli í sér afsal fullveldis og íslensks löggjafarvalds til ESB og þar með brot á stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins?

Meðmæli þín með Katrínu í forsetaembættið hljóta að vekja undrun margra fastra lesenda þinna.

Ég mæli með Arnari Þór Jónssyni.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 17.3.2024 kl. 13:02

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

Ég vil alla aðra

en hommann Baldur á Bessastaði.

Dominus Sanctus., 17.3.2024 kl. 17:06

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Katrín hefur þegar sagt NEI,í opinni dagskrá RUV frá Alþingi,spurð hvort hún ætli að bjóða sig fram til forseta í næstkomandi kosningum. Man ekki hver spurði en má segja að þau hefðu kallast á.
   Rétt eins og þú Guðmundur mæli ég með Arnari Þór Jónssyni.

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2024 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband