Sunnudagur, 14. janúar 2024
Gengið fyrir Hamas, ekki Grindvíkinga
Á sama tíma og almannavarnir fyrirskipa brottflutning fjögur þúsund Grindvíkinga frá heimilum sínum er samstöðuganga í miðborg Reykjavíkur fyrir hryðjuverkasamtökin Hamas.
Heimaríki Hamas er Gasa-ströndin. Þaðan gerðu morðsveitir Hamas árás á Ísrael 7. október. Þeir drápu um 1400 manns, mest óbreytta borgara, og tóku yfir 200 gísla. Síðan er stríð á milli Ísrael og Hamas.
Grindvíkingar standa frammi fyrir náttúruhamförum sem gerir heimkynni þeirra óbyggileg, að minnsta kosti um hríð. Ekki er gengið í miðborginni í samstöðu með heimilislausum löndum okkar.
Í Hamas-göngunni í gær var krafan að flytja inn í landið heilu og hálfu ættbálka múslíma, líklega til að útbreiða frið, vináttu og mannkærleika í anda 7. október. Enginn hafði áhyggjur að húsnæðisneyð Grindvíkinga.
Þeir kunna að velja sér málstað, reykvískir vinstrimenn.
Fjölmennt í samstöðugöngu fyrir Palestínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll, þetta er nú varla samanburðarhæft. Í fyrsta lagi getur engin mannlegur máttur haft áhrif á eldgos. Dæling á hrauni í Vestmanna eyjum er ekki uppfinning manna. En trúa menn á að Jón Steingrímsson hafi stoppað Skaptárhraunið, en þar rann hraunið og Skaptá stöðvaði það. Þannig að menn hafa það úr sögubókum. Í öðru lagi eru það menn og almenningsálit sem geta stöðvað stríð. Það stendur engin með hryðjuverkamönum Hamars hér á landi trúi ég. Yfirleitt eru það ungt fólk með hugsjónir sem stendur í fararbroddi þegar hefja þarf mótmæli. Held að mótmæli beinist að deilunni sjálfri og Palestínum menn eiga landið sem þeir eru á. Þannig að ég vildi vekja athygli á þessari skekkju sem þú berð hér á borð. Ég er nú ekki mjög lesin í þessum fræðum og treysti mér ekki út í eihverjar langlokur í þessum málum. Þegar einn hendir sprengir, þá hendir annar sprengju á móti. Ég var að ljúka við bókina að lesa bókina Kúbudeilan 2 eftir Max Hasting. Í innganginu er mjög fyndið að lesa það að mýsnar voru búnar að naga allt einangrunarplast af köplum og rafleiðslu. Það er einmitt það sem þarf að gerast eða að herforingjar verði bensínlausir. Svo þyrftu allir startara á kjarnorkusprengjum að ryðga.Takk fyrir margt sem þú hefur vaki athygli á Páll, margt gott og nauðsynlegt að að ræða til þessa er frelsið, en ég held að þú þurfir að endurskoða þetta atriði. Vitanlega viljum við hjálpa fólki, en það þarf varúð í vondum heimi. Hér ríkir góðvild til fólks sem á í erfiðleikum, Það er kallað manngæska. Bless
Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.1.2024 kl. 11:17
Af hverju er þetta ekki samanburðarhæft Þorsteinn..??
Heyrir þú einhverjar raddir hjá þessu fólki sem fordæma HAMAS..??
Ekki ein einasta. Styð frjálsa Palestínu en á meðan HAMAS er við
völd verður Palestína aldrei frjáls.
Ef eitthvað af þessum mótmælendum myndu hrópa burt með HAMAS og
frjáls Palestína værum við að tala um allt annað.
Meðan svo er ekki, er gengið fyrir HAMAS.
Sigurður Kristján Hjaltested, 14.1.2024 kl. 13:09
Það þýðir ekkert að mótmæla náttúruöflunum. hitt er á valdi manna. Grindvíkingar standa með sjálfum sér og við styðjum þá. Er þetta flókið?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.1.2024 kl. 15:14
Það þýðir ekkert að vera að púkka uppá Hamas. Andskotinn má hirða þá. Þeir koma okkur ekkert við, og verða bara til vandræða byrji þeir að gera það.
Það ætti heldur að mótmæla því að Íslenska ríkið sé að fjármagna þau samtök. Við höfum okkar eigin vandamál, eins og til dæmis eldgos.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.1.2024 kl. 18:23
Allir eru með hugan hjá Grindvíkingum, en það gerir ekki útrýminguna á íbúum Gaza ómerkilegri.
Hvað ótakmarkaðan stuðning Bandaríkjamanna við þetta voðalega fjöldamorð snertir, þá væri aðeins eðlilegt að vopna Hamas til jafns við Ísraelsmenn, því þá væri þetta stríðsátök en ekki slátrun, útrýming eða þjóðarmorð á óvopnuðu fólki, aðalega konum og börnum eins og ýmsir eru að rembast við að afsaka.
Jónatan Karlsson, 15.1.2024 kl. 07:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.