Stefán laus viđ Sigríđi Dögg, sem rak Hjálmar

Sigríđur Dögg, formađur Blađamannafélagsins og fréttamađur, fór í launalaust leyfi frá RÚV daginn áđur en hún rak Hjálmar Jónsson framkvćmdastjóra félagsins og settist sjálf í stól framkvćmdastjóra.

Ég fékk launalaust leyfi í gćr og rak Hjálmar í dag, segir Sigríđur Dögg efnislega í viđtengdri frétt.

Hvort var Sigríđi Dögg gert ađ hćtta á RÚV eđa bađ hún um leyfi? Nokkur munur ţar á. Ţađ tíđkast ekki hjá RÚV ađ reka blađamenn sem koma sér í öngstrćti og geta ekki skrifađ fréttir án ţess ađ brjóta gegn faglegum kröfum og siđagildum er fylgja starfinu.

Víst er ađ Stefán Eiríksson útvarpsstjóri rćddi viđ Sigríđi Dögg eftir ađ hún játađi á sig skattsvik međ fćrslu á Facebook 11. september sl. haust. Faglegar spurningar vakna ef fréttamađur er uppvís ađ skattsvikum. Trúverđugleiki fréttastofu RÚV er í húfi. Er ríkisfjölmiđillinn í stakk búinn ađ fjalla um skattsvik annarra ef fréttamenn komast upp međ ađ svíkja undan skatti án frekari umfjöllunar? Eru skattsvik fréttamanns einkamál en skattsvik annarra fréttamál? 

Í fundi stjórnar RÚV 27. september síđast liđinn viđurkennir Stefán Eiríksson ađ hafa rćtt viđ Sigríđi Dögg eftir ađ hún játađi á sig skattsvik. Stefán hafđi ekki frumkvćđiđ ađ upplýsa stjórnina heldur var hann inntur eftir máli fréttamannsins af stjórnarmanni.  Fundargerđin er lođin um samtaliđ sem útvarpsstjóri átti viđ undirmann sinn. Ţar stendur:

Útvarpsstjóri var spurđur um umfjöllun í fjölmiđlum um starfsmann félagsins ţar sem komu fram ásakanir á hendur viđkomandi. Útvarpsstjóri kvađst hafa rćtt viđ starfsmanninn og taldi ekki ţörf á ţví ađ máliđ yrđi skođađ nánar.

Orđalagiđ ,,taldi ekki ţörf á ađ máliđ yrđi skođađ nánar" er afhjúpandi. Útvarpsstjóri hefur fyrir siđ ađ losna viđ fréttamenn, sem ekki eru húsum hćfir á Efstaleiti, en án ţess ađ reka ţá. Rakel Ţorbergsdóttir fréttastjóri sagđi skyndilega upp í nóvember 2021. Í janúar 2022 hćtti Helgi Seljan eftir ađ hafa ,,veriđ í leyfi" um tíma, rétt eins og Sigríđur Dögg er komin ,,í leyfi". Í febrúar á liđnu ári varđ brátt um Ţóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks. Öll ţrjú eru međ tengingu viđ byrlunar- og símastuldsmáliđ sem er í sakamálarannsókn. Ţau réđu ekki ferđinni um starfslok hjá ríkisfjölmiđlinum. Atburđarásin knúđi á um niđurstöđu. Ţremenningarnir hćttu en var ekki sagt upp.

Stefán gćti hafa sagt eitthvađ á ţessa leiđ viđ Sigríđi Dögg: Eins og ţú veist er fréttamönnum sjaldnast sagt upp ţegar stađa ţeirra er faglega óverjandi. Ţađ kemur illa út í fjölmiđlaumrćđunni ađ fréttamenn séu reknir. Ţá er í leiđinni viđurkennt ađ RÚV hafi orđiđ á mistök. Ţađ viljum viđ ekki. En vegna skattsvikamálsins vil ég ađ ţú takir ţér til fyrirmyndar Rakel, Helga og Ţóru sem tóku pokann sinn ţegar öllum var ljóst ađ faglega var ótćkt ađ ţau störfuđu áfram á fréttastofu sem vill halda í trúverđugleika sinn.

Hafi Stefán sagt eitthvađ á ţessa leiđ varđ Sigríđur Dögg ađ leita sér ađ starfi. Ekki gat hún orđiđ blađamađur á öđrum fjölmiđli međ óuppgert skattsvikamál á bakinu. Ekkert fyrirtćki eđa stofnun gćti gert hana ađ talsmanni sínum af sömu ástćđu. Sigríđur Dögg hafđi áđur starfađ sem almannatengill.

Hvađ var ţá eftir?

Jú, stađa framkvćmdastjóra Blađamannafélags Íslands. Eitt vesen ţó. Fyrir á fleti er Hjálmar Jónsson. Í fyrradag var máliđ leyst. Sigríđur Dögg rak Hjálmar úr starfi og settist sjálf í volgan stólinn og fćr strax beinan ađgang ađ fjármunum félagsmanna. Sér til halds og trausts viđ brottreksturinn hafđi Sigríđur Dögg varaformann sinn, Ađalstein Kjartansson, sakborning í byrlunar- og símastuldsmálinu.

Sjaldan er ein báran stök í siđleysinu. 

 


mbl.is Í launalaust leyfi frá RÚV – Tjáir sig ekki frekar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband