Hamas-öskur í Háskóla Íslands

Háskóli Íslands fóstrar öfgar og leyfir að aðsúgur sé gerður að ráðherrum í háskólabyggingum. Tvær stofnanir Hí stóðu að hátíðarfundi. Skipuleggjendur gerðu ekkert til að koma í veg fyrir aðför að utanríkisráðherra. Aftur fékk Katrín forsætis viðvörun um að mæta ekki.

Samkvæmt útgefinni dagskrá átti Katrín að flytja opnunarávarp og taka þátt í pallborðsumræðum. Forsætisráðherra fékk veður af hvað var í vændum og mætti ekki.

Uppákomuna í gær ber að skoða í ljósi nýlegrar yfirlýsingar þriðjungs akademískra starfsmanna HÍ. Tilfallandi bloggaði

Einir 315 starfsmenn Háskóla Íslands, um þriðjungur akademíska starfsliðsins, skrifa undir yfirlýsingu sem gæti verið saman á sellufundi Hamas. Ísrael er kennt við nýlendustefnu, þjóðarmorð og stríðsglæpi. Ekki eitt orð um fjöldamorðin 7. október. Norðurslóðadeild Hamas starfar af krafti í Háskóla Íslands. Á meðan hryðjuverkasamtökin eiga slíka bakhjarla vítt og breitt á vesturlöndum er engin hætta á öðru en að þau láti áfram til sín taka og leggi á ráðin um frekari fjöldamorð.

Aðdáendur Hamas í HÍ sjá í gegnum fingur sér að íslamistar nauðgi konum í gíslingu og drepi börn á brjósti. En þegar dropi af palestínsku blóði spillist í sjálfsvörn Ísraels gengur allt af göflunum. 

Deila gyðinga og araba er í grunninn nauðaeinföld. Á meðan arabar viðurkenna ekki tilvist Ísraelsríkis varir stríðsástandið. Arabar fá víðtækan stuðning i menningarheimi múslíma og vinstrimanna á vesturlöndum við kröfuna um að Ísrael skuli afmáð af landakortinu. 

Eini maðurinn sem í gær gekk hnarreistur frá öfgahælinu vestur á melum er Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Bjarni sagði að viðskilnaði ,,Al­mennt finnst mér bara gott að fólk tali sam­an og öskri ekki á hvert annað." Hamas-öskur er frummennska án siðmenningar.

 


mbl.is Bjarni: „Ráðstefnan var yfirtekin af mótmælendum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Öskur, öfgar og ósannindi - virðast alltaf fá hrós hjá sumum

Því komu nöfn þeirra sem stóðu að þessari uppákomu ekki á óvart

m.a. að þar væri að finna nafna þinn Pál Braga Sigurðsson sem margoft hefur fullyrt opinberlega að allir sjálstæðismenn væru barnaníðingar

Grímur Kjartansson, 9.12.2023 kl. 09:32

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Háskóli Íslands er ekki miðlungsháskóli. Hann er neðarlega í neðstu deild á heimsmælikvarða. Það skapa kannski einhverja illsku þar á bæ.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.12.2023 kl. 09:55

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Pressa dagana eru skólastjórnendur þriggja virtustu háskóla Bandaríkjanna á fullu við að bjarga starfsferli sínum. Ástæðan? Þeir neituðu, fyrir þingnefnd, að fordæma ákall vinstri øfgahreyfinga innan skólanna um þjóðarmorð á gyðingum.

Þessi uppákoma setur Háskóla Íslands í sama ljós. Nema hér borgar ríkið launin og enginn missir vinnuna. 

Ragnhildur Kolka, 9.12.2023 kl. 10:38

4 Smámynd: Þröstur R.

Er ekki að átta mig á þessari skoðuðun þinni eða skrifum Páll.. Ég tel mig vera sammála þér líklega yfir 95% af þínum greinum. Ert líklega ef ekki sá beittasti bloggari landsins og ég les allt sem þú skrifar. Enu svo gerist 7.Oct 2023 með öllum þeim viðbjóði sem við höfum heyrt um þá ertu afar upptekin af því að styðja Ísreal með að svara fyrir sig með öllum þeim ráðum og vopnum sem þeir hafa sér á hendur.

Nú er talið að 17000 Palenstinar hafa látist, 8000 þúsund börn, 46000 þúsund slasast og margir alla sína ævi. UN starfsmenn,læknar,hjúkrunarfólk og fréttamenn.

En Ísrelar verða auðvitað að geta svarað fyrir sig þessvegna eru þeir að fá allar þessar sprengjur frá USA.

Nú er staðfest frá Ísraelskum fréttamiðlum að Ísrelar sjálfir drápu tugi Ísraela 7 Oct með sínum skriðdrekum og þyrlum en þeir virtust fá opið leyfi til að skjóta á allt sem hreyfðist.

Ég hef séð myndbönd frá Gaza sem ég get ekki einu sinni deilt þar sem þau eru svo hryllileg.

Kannski er það bara ég ... ég virðist hafa dropast eitthvað til í ruglinu á sjálfum mér og miskilið þetta hver er vondur í þessum átökum Hvað er annars að frétta af Páli skipstóra ætlar þetta mál aldrei að opinberast fyrir almenning?

Þröstur R., 9.12.2023 kl. 11:54

5 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Sammála Þresti.

Guðmundur Böðvarsson, 9.12.2023 kl. 12:52

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar stríð eru háð eru það óbreyttir borgarar sem verst fara út úr slíkum átökum, það fengu Þjóðverjar að reyna í seinni heimstyrjöldinni þegar Bretar og Bandaríkjamenn sprengdu upp þýskar borgir á tillit til hernaðarlegra gilda.

Ísrael hefur oft gefið eftir og fallist á "frið" við hryðjuverkasamtök eins og Hamas, en hryðjuverkasamtökin hafa þá ítrekað notað tímann til að undirbúa næstu árás, eins og sannaðist 7.október.

Dánartölur frá Gaza koma frá Hamassamtökunum, nokkuð sem ekki er hægt að treysta á. Þar er ekki talað um hversu margir hryðjuverkamenn hafi fallið, þeir vilja ekki upplýsa um slíkt heldur eru þeir kallaðir börn og gamalmenni. En vissulega falla konur, börn og gamalmenni því heigulsháttur Hamas er sá að þeir skýla sér á bak við almenna borgara, eru með skotfærageymslur og aðrar miðstöðvar í skólum, sjúkrahúsum, moskum og meira að segja í stöðvum SÞ á svæðinu.

Yfirlýsing Hamas er að útrýma eigi Ísrael og öllum gyðingum, síðan á lista þeirra eru Bandaríkin og þar á eftir önnur vesturlönd.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.12.2023 kl. 20:28

7 Smámynd: Grímur Kjartansson

HAMAS gæti gengið frá vopnahléi í dag með að sleppa gíslum
en þeir vilja það ekki
Vilja helst lát sem flesta á Gasa drepast
The armed wing of Hamas said on Friday it had repelled an attempted hostage rescue by Israeli special ...

 

 

 

Grímur Kjartansson, 9.12.2023 kl. 21:53

8 Smámynd: booboo

100% sammála Þresti hér fyri ofan.

booboo , 10.12.2023 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband