Miðvikudagur, 6. desember 2023
Skipbrot vinstrikennslu: ólæsir nemendur
Grunnskóli sem kennir ekki börnum að lesa er ónýtur. Formaður KÍ mun aldrei viðurkenna staðreyndina enda ber hann aðra hagsmuni fyrir brjósti en barna og foreldra.
Pisa-könnunin sýnir Ísland í ruslflokki er kemur að lestri. Um helmingur 15 ára drengja (47%) getur ekki lesið sér til gagns, þriðjungur stúlkna (32%) er í sömu stöðu. Í þúsundavís býr grunnskólinn til einstaklinga sem eru ósjálfbjarga að afla sér þekkingar með lestri. Ef grunnskólinn væri einkafyrirtæki yrðu allir stjórnendur reknir og helmingur starfsmanna færi sömu leið. En grunnskólinn er ekki einkafyrirtæki heldur samfélagsverkefni. Stjórnendum og kennurum eru settar skorður úreltrar hugmyndafræði.
Ástæðan fyrir grunnskólaeymdinni er skipbrot kennslufræði vinstrimanna sem leggur meira upp úr félagspólitísku uppeldi en menntun. Vinstrikennslan tekur upp á arma sína ýmiskonar sérvisku á hverjum tíma, s.s. kynja- og loftslagsmál og fjölbreytileika, á kostnað grunnfærni í lestri, skrift og reikningi. Sérviskan á greiða leið inn í skólakerfið, enda meira og minna í höndum vinstrimanna og hefur lengi verið.
Félagspólitíska kennslufræðin, vinstrikennslan, hélt innreið sína í skólakerfið á síðasta fimmtungi 20. aldar. Markmiðin voru virðingarverð, að skólinn félagsmótaði ungmenni í þágu samfélags sem einsetti sér jafnræði, jafnrétti og lýðræði. Íslenskt samfélag var tiltölulega einsleitt á þeim tíma sem vinstrikennslan varð ráðandi.
Ekki aðeins breyttist samfélagið heldur einnig vinstripólitík. Fram undir síðustu aldamót var vinstripólitík samofin verkalýðsbaráttu um efnahagslegan og félagslegan jöfnuð. Eftir aldamót ræður ferðinni viðrinispólitík t.d. alþjóðahyggja, ESB-ást, kynjakölt og loftslagsfirra.
Samfélagið er með allt öðrum brag en fyrir síðustu aldamót. Einsleitnin er farin og kemur ekki aftur. Skólakerfið er óbreytt og ónýtt fyrir þær aðstæður sem uppi eru í samtímanum.
Ólöf Sigurbjörg Sigurðardóttir kennari og skólastjóri til 30 ára lýsir grunnskólanum með þessum orðum:
Það er eitthvað sem of oft er ósagt að mjög víða í kennslustundum er ástandið grafalvarlegt, mikið agaleysi og mikil upplausn. Það eru örfáir nemendur sem líður mjög illa og illa gengur að ná til, þeir trufla mikið og árangurinn eftir því. Bæði hjá þeim og hinum sem ekki ná að sinna náminu á meðan.
Ólöf Sigurbjörg lýsir ástandi skólamála þar sem nemendum er þurfa sérúrræði er blandað saman við nemendur sem í standi eru til að öðlast menntun. Samkvæmt kreddum vinstrikennslunnar skal öllum hrært saman. Allir tapa. Nemendur sem þurfa aðra umgjörð en allur þorri ungmenna fær hana ekki ekki og venjulegir nemendur fá ekki sómasamlega kennslu. Verkefni kennara verður ekki kennsla heldur bráðaviðbrögð við upplausnarástandi.
Svarið við ófremdarástandinu er að skólinn aðgreini og láti lönd og leið úreltar hugmyndir um félagsmótun. Félagspólitísk markmið eiga að fara í ruslið en grunnfærni í öndvegi. Börn sem ekki eru í stakk búin að glíma við námsefnið fái sérúrræði en hin menntun en ekki samverustundir með sérvisku á námsskrá.
Vinstrimenn, sem enn eru ráðandi í skólakerfinu, munu ekki viðurkenna að samfélagið sem þeir hafa óskað sér síðustu 30 ár, og kenna við fjölmenningu, þýðir aðgreindan skóla. Fjölmenning er andstæða einsleitni. Í meintu fjölmenningarsamfélagi koma börnin misvel undirbúin frá foreldrahúsum að takast á við lærdóm, svo sem að lesa, skrifa og reikna. Af þeirri staðreynd leiðir að einn og sami skólinn hentar ekki öllum. Það þarf að aðgreina.
Grunnskólinn heldur áfram að útskrifa ósjálfbjarga nemendur á meðan ekkert er að gert.
Virðist einhverra hluta vegna ekki hafa skilað sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er meinið Páll. Það er marg búið að benda á þessa vitleysu með
skóla án aðgreiningar. Nemendur sem sköruðu framm úr og höfðu áhuga á
því að læra voru settir útir í horn og látnir teikna og leira á meðan
hinir sem hefðu þurft allt annað úrræði gætu náð sömu hæfni.
Námsáhuginn var hægt og rólega drepinn niður. Nú eru skólarnir komnir með
nýtt kennsluefni sem snýst meira og minna um hin öll kynin og nýrði sem
enginn bað um. Þetta er arfleið kúlulánadrottningar sem er nú í dag
formaður Viðreisnar. Skóli án aðgreiningar var troðið í gegn þrátt fyrir
fjölda viðvarana og þetta er útkoman.
Sigurður Kristján Hjaltested, 6.12.2023 kl. 11:00
Við erum ótal kennara sem að geta verið í öllum stjórnmálaflokkum
og þeir sjálfir geta verið misjafnir að gæðum
að kenna mis-gáfulegt námsefni sem að þeim er skylt að kenna;
og gerir illt verra:
https://skolavefurinn.is/namsgreinar/islenska-islenska-1/gisla-saga-surssonar?entity_iframe
þannig að það er óréttlátt að skrifa alla þessa ógæfu
á "VINSTRA fólk" sem að vil koma á JAFNARI LÍFSKJÖRUM á í landinu.
Dominus Sanctus., 6.12.2023 kl. 13:42
Skóli án aðgreiningar skrifast, að mig minnir, á menntamálaráðherra tíð Svavars Gestssonar. Fyrir það vona ég að Lykla-Pétur hafi meinað honum inngöngu.
Ragnhildur Kolka, 6.12.2023 kl. 15:24
Þetta er viljandi.
Krakkar sem geta lesið geta fekar hugsað, og ef þeir hugsa þá gerast þeir síður kolefnistrúarmenn.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.12.2023 kl. 16:01
Svíar hafa lík hrunið niður PISA listann
en þeir sjá vandamálið meira í "einka" skólunum sem kenna ýmislegt og ætla því að auka miðstýringuna á hvað á að kenna í stað þess að deila út peningum til skóla sem greinilega eru ekki að standa sig í sænskum fræðum
Pisa-undersökningen: Svenska elever presterar sämre | SVT Nyheter
Grímur Kjartansson, 6.12.2023 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.