Sunnudagur, 26. nóvember 2023
Leki úr landsrétti til Þórðar Snæs kærður, ekki rannsakaður
Þórður Snær Júlíusson sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu fékk upplýsingar úr landsrétti sem fengnar voru með lögbroti. Starfsmaður landsréttar braut trúnað og starfsskyldur og kom upplýsingunum til Þórðar Snæs ritstjóra Kjarnans, nú Heimildarinnar. Málið var kært en hefur ekki verið rannsakað. Stutt er í að málið fyrnist.
DV afhjúpaði lekann til Þórðar Snæs. Gögn sem voru send til dómstólsins vegna kæru Aðalsteins Kjartanssonar, meðsakbornings Þórðar Snæs í byrlunar- og símastuldsmálinu, komust í hendur Þórðar Snæs. Milliliðurinn var Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Aðalsteins.
Í frétt DV frá í maí í fyrra segir:
DV ræddi stuttlega við Gunnar Inga sem kannast ekki við að hafa afhent umrædd gögn. DV ræddi einnig við Þórð Snæ, sem staðfestir að hann hafi lesið rannsóknargögn í málinu en segist hins vegar ekki sjá ástæðu til að tilgreina nánar hvað gögn hann hafi séð. Ég hef lesið þau rannsóknargögn sem afhent voru í Landsrétti og ég sé ekki ástæðu til að tilgreina nánar hver þau eru. Hafi verið gerð þau mistök að afhenda of mikið af gögnum sé ég ekki að það sé mitt vandamál.
Gunnar Viðar skrifstofustjóri landsréttar staðfesti í viðtali að einhver hafi lekið upplýsingum, sem lögregla sendi dómnum, til óviðkomandi - Þórðar Snæs.
Lögregluembættið á Akureyri, sem fer með rannsókn byrlunar- og símastuldsmálsins, kærði lekann til lögregluembættisins í Reykjavík. Samkvæmt tilfallandi heimild er ekki enn farið að rannsaka lekann. Enginn hefur verið kallaður til yfirheyrslu. Í byrjun næsta árs fyrnist málið.
Leki úr dómskerfinu dregur út tiltrú og trausti á réttarkerfinu í heild. Ef starfsmenn dómstóla brjóta starfsskyldur án afleiðinga er komið hættulegt fordæmi.
Athugasemdir
Landsréttur ætti raunar líka og hefur vonandi látið rannsaka þetta mál og vikið viðkomandi starfsmanni úr starfi. En þetta er nánast eins og í lygasögu þetta mál og með ólíkindum, að ekki skuli vera búið að ákæra í málinu.
Jón Magnússon, 26.11.2023 kl. 09:56
Þetta mál allt er ágætt sýnishorn af því sjúka þjóðfélagi sem við lifum í. Ég get einungis endurtekið þá skoðun mína, að hér sé því miður ekkert, sem segja megi að sé til fyrirmyndar.
Þið eruð þó nokkrir sem andmælið og hafið þor til að ganga gegn strauminum.
Jónatan Karlsson, 26.11.2023 kl. 11:12
Lögbrot eru alltof straumþung fyrir peðin,Jóntan ef falla í þann svelg,það minnsta sem þau geta er að styðja þá sem vinna alla daga við að uppræta hann.Sýnist að þeim sé að fjölga svona líkt og skákmenn vekja upp drotningar!
Helga Kristjánsdóttir, 27.11.2023 kl. 00:37
Varðandi straumþunga og freistingar, væri þá ekki eðlilegt að þjóðin myndi kjósa um stjórnmálaslit við aðrar þjóðir ef tilefni þykir, t.a.m vegna framferðis Rússa og svo nú Ísraelsmanna?
Gæti t.d. ekki hugsast að atkvæði stjórnmálamanna kosti einungis örfáa milljarða?
Jónatan Karlsson, 27.11.2023 kl. 07:07
HVa? stökkva í utanríkismál og kjósa,skamma og slíta,láta meinta innanríkisglæpi danka?
Helga Kristjánsdóttir, 27.11.2023 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.