Föstudagur, 24. nóvember 2023
Séra Friðrik fái 3 ára friðhelgi
Vegna ,,háværrar opinberrar umræðu og gagnrýni innan samfélagsins í garð séra Friðriks" er tekin ákvörðun um að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni á horni Lækjargötu og Amtmannsstígs. Styttan á 70 ára sögu.
,,Háværa" umræðan er ekki nema þriggja vikna gömul. Tilfallandi gerði athugasemd 4. nóv. og sagði m.a.
Séra Friðrik á enga afkomendur er geta borið hönd fyrir höfuð hans. Tilfallandi hafði hvorki af honum að segja né kristilegum æskulýðssamtökum sem tengd eru nafni hans. Óvilhöllum blasir þó við að atlagan að minningu séra Friðriks byggir ekki á traustum grunni.
Á þeim þrem vikum sem liðnar eru hafa ekki birst upplýsingar sem renna stoðum undir upphaflega slúðrið. Kannski koma þær upplýsingar fram en kannski ekki.
Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að ákvörðun hafi verið tekin um að styttan verði fjarlægð en ekki hvenær.
Í stað þess að hlaupa til og láta undan hávaða, þar sem fjöður varð að fimm hænum, væri ráð að staldra við.
Tíminn mun leiða í ljós hvort innistæða sé fyrir hálfkveðnum vísum um að séra Friðrik hafi komið þannig fram við börn að óverjandi sé að minning hans sé heiðruð.
Borgarráð gæti gefið styttunni af séra Friðrik friðhelgi í þrjú ár. Komi fram upplýsingar er staðfesta að ekki sé ástæða til að heiðra minningu manns sem margir reyndu af góðu einu þá verði styttan fjarlægð. Ef ekki standi styttan kjur.
Kristilegt vopnahlé er við hæfi í þessu hávaðamáli.
Samstaða um styttuna af séra Friðriki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þrýstihópar eru fámennir, kröftugur og háværir, sama í hvaða málaflokki það er. Því miður vantar orð skynseminnar hjá almenningi á móti þessum hópum. Forustusauðir hræddir í eigin skinni og láta undan.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 24.11.2023 kl. 08:15
Þær eru margar stytturnar og spurning um tilgang þeirra
Grímur Kjartansson, 24.11.2023 kl. 09:05
Menn færðu börn til Jesú að hann snerti þau. En lærisveinarnir átöldu þá. Þegar Jesús sá það sárnaði honum og hann mælti við þá: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma.“ Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. (Mark. 10:13-16).
Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs Orð hafa til yðar talað (sbr. sr. Friðrik Friðriksson). Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. (Hebr. 13:7-8).
Því að þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu, heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það, sem kitlar eyrun. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá Sannleikanum og hverfa að ævintýrum. (2. Tim. 4:3-4).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 24.11.2023 kl. 10:39
Auðvitað styður Páll barnaníðing.
Jón Ragnarsson, 24.11.2023 kl. 14:02
Vel mælt Páll, vel mælt.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 24.11.2023 kl. 14:48
Hvernig skynjar blindur maður heiminn í kringum sig?
Ragnhildur Kolka, 25.11.2023 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.