Föstudagur, 17. nóvember 2023
Sigríður Dögg mómælir drónabanni, þegir um húsbrot
Formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, mótmælir að fréttamenn fái ekki að nota dróna til að mynda hamfarasvæðið í Grindavík. Sigríður Dögg skrifar í útgáfu BÍ:
Í hamfaraástandi er hlutverk blaðamanna að vera augu og eyru almennings á staðnum og flytja fólki sem heima situr sem gleggstar og nákvæmastar upplýsingar af atburðunum, þar á meðal með myndum.
Ljósmyndari RÚV var staðinn að verki við húsbrot á grindvískt heimili. Staksteinar Morgunblaðsins gáfu málinu gaum í gær:
Hvað gekk ljósmyndaranum til? Hélt hann að Páll Steingrímsson skipstjóri ætti heima þarna?! Margir hafa með réttu hneykslast á framferði ljósmyndarans, en þeir ættu að hafa hugfast að svívirðan við stuldinn á síma kapteinsins og innbrotið í hann var hálfu alvarlegra vegna þess að þar var brotið fullframið. Yfirlýsing Heiðars Arnar Sigurfinnssonar fréttastjóra Rúv. gerði málið ekki minna furðulegt, en hann bar við misskilningi og óðagoti, án þess að játa ábyrgð sína eða ætla nokkrum ábyrgð.
Sigríður Dögg tekur ekki meðferðar húsbrot fréttaljósmyndara RÚV í Grindavík. Enn síður að hún fjalli sem formaður Blaðamannafélagsins um aðild blaðamanna að byrlun Páls skipstjóra, stuldi á síma hans og brot á friðhelgi. Heldur ekki misnotkun blaðamanna á andlega veikri konu, sem fengin var til að byrla skipstjóranum.
Sigríður Dögg starfar á RÚV líkt og ljósmyndarinn í innbrotshug. RÚV var miðstöðin í atlögunni að Páli skipstjóra fyrir tveim árum. RÚV birti engar fréttir upp úr síma Páls, um það sáu hjáleigurnar Stundin og Kjarninn - nú Heimildin. Þóra Arnórsdóttir fyrrum ritstjóri Kveiks á RÚV er einn fimm sakborninga í lögreglurannsókn.
Auðvitað fjallar Sigríður Dögg ekki um afbrot blaðamanna. Sjálf framdi hún skattalagabrot og neitar að tjá sig um sáttina við skattrannsóknastjóra. Sigríður Dögg bæði veitir og þiggur friðhelgi. Blaðamenn fjalla lítt eða ekki um siðleysi og afbrot í eigin ranni.
Formaður Blaðamannafélagsins freistar þess að gera almenning meðsekan sakborningum RSK-miðla með orðunum að ,,hlutverk blaðamanna [sé] að vera augu og eyru almennings..."
Almenningur stundar ekki húsbrot, byrlar hvorki né stelur. ,,Augu og eyru" Sigríðar Daggar eru aftur til alls vís. Eins og raun ber vitni.
Athugasemdir
Ljósmyndarinn náðist á upptöku svo ekki var hægt að þræta fyrir brotið.
Hvað ef engin upptökuvél hefði verið á staðnum? Og var ljósmyndarinn búinn að fara inn í önnur hús áður en hann varð svo "óheppinn" að lenda fyrir myndavél?
Þessar spurningar vöknuðu fyrst í huga mér. Svar fæ ég sennilega aldrei. Ekki var myndavélin hans eða efnið á henni rannsakað eða gert upptækt.
Gunnar Heiðarsson, 17.11.2023 kl. 07:40
Mér er óskiljanlegt að formaður verkalýðsfélags, sem passar upp á að lög, reglur og kjarasamningar haldi fyrir meðlimi, sé enn formaður þrátt fyrir þekkt skattsvik. Endurspeglar kannski stéttina.
Framferði ljósmyndarans, óafsakanlegt.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 17.11.2023 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.