Maður og máttarvöld

Á fáeinum klukkustundum varð Grindavík draugabær. Heimilið heldur um veigamesta hluta tilverunnar hjá flestum. Maður fer af heimilinu eftir nætursvefn, raunar órólegan síðustu nætur í plássinu suður með sjó, til sinnar daglegu iðju og kemur heim síðdegis eða að kveldi; sjómenn hafa lengri útivist. Heimilið er skjól og ankeri. Lögin vernda heimilið með friðhelgi.

Lög eru mannsetningar. Máttarvöldin, óræð og litt þekkt, fara aftur sínu fram hvað sem líður óskum, vilja og löngun mannsins. Fjögur þúsund manns yfirgefa með litlum fyrirvara heimili sín, það er hætta á eldvirkni.

Enn er hægt að vona að Grindavík verði ekki draugabær nema skamma stund og fjölskyldur komist heim. Maður heldur í vonina. Stundum er ekki annað að gera en vona og bíða.


mbl.is Hafa áhyggjur af virkni suðvestur af Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Raust Hans (Guðs) lét jörðina bifast fyrrum.

En nú hefur Hann lofað: Enn einu sinni mun ég hræra jörðina og ekki hana eina heldur og himininn.

Orðin: Enn einu sinni, sýna að það sem bifast er skapað og hverfur til þess að það standi stöðugt sem eigi bifast.

Þar sem vér því fáum ríki (Guðs ríki), sem ekki getur bifast, skulum vér þakka það og þjóna Guði, svo sem Honum þóknast, með lotningu og ótta.

Því að vor Guð er eyðandi eldur. (Hebr. 12:26-29).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 11.11.2023 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband