RÚV: heimskur heimskari

,,Rannsókn namibísku spillingarmálastofnunarinnar á meintum lögbrotum viđ úthlutun kvóta heldur áfram. Saksóknari segir ađ veriđ sé ađ afla gagna sem eru međal forsendna ţess ađ krefjast framsals á ţremur Íslendingum sem tengjast Samherja."

Ofanritađ er inngangur fréttar RÚV frá í gćr. Höfundur er Brynjólfur Ţór Guđmundsson fréttamađur.

Ţrjú atriđi í fréttinni stinga í stúf. Fyrsta varpar ljósi á ţráhyggju RÚV, annađ á lélega fagmennsku og ţriđja á illgjarna fávisku sem tröllríđur húsum Efstaleitis. 

Fyrsta atriđiđ er ađ namibíski saksóknarinn ásakar ekki lengur Samherjamenn um mútugreiđslur til ađ komast yfir kvóta. Nú eru á dagskrá skil á virđisaukaskatti, tapađar skatttekjur. Ţegar RÚV kynnti Namibíumáliđ, međ alrćmdum Kveiks-ţćtti í nóvember 2019, gekk ţađ út á mútugreiđslur til namibískra embćttismanna. RÚV nefnir ekki mútur en talar um ,,spillingu" ţegar um er ađ rćđa meint skattaundanskot. Brynjólfur Ţór ćtti ađ rćđa viđ Sigríđi Dögg samstarfskonu sína á fréttastofu sem ţvertekur fyrir spillingu ţótt sek sé um skattaundanskot. Skötuhjúin gćtu komiđ sér saman um orđafrćđi skattsvika og spillingar.

Annađ atriđiđ er ađ í frétt Namibian, sem Brynjólfur Ţór vísar til, segir ađ Jóhannes Stefánsson uppljóstrari muni ekki mćta til Namibíu ađ vitna í réttarhöldum yfir fyrrum namibískum viđskiptafélögum. Undanskot á nafni Jóhannesar er fréttafölsun; hann er jú upphafsmađurinn ađ Namibíumálinu. Stórfrétt ef hann mćtir ekki. Hvers vegna er Jói ljóstrari ekki spurđur? Týndi fréttastofa símanúmerinu hans? Má ekki hringja í Helga Seljan á Heimildinni og fá númeriđ? Rannsóknaritstjórinn er tćplega enn viti sínu fjćr.

Ţriđja atriđiđ kippir stođunum undan allri frétt Brynjólfs Ţórs á RÚV í gćr um framsalskröfu namibíska saksóknarans á ţremur Íslendingum. Fyrir tveimur árum birtist frétt um nákvćmlega sama mál undir fyrirsögninni: ,,Hafna beiđni frá Namibíu um framsal". Inngangur er svohljóđandi

Saksóknari í Namibíu vill fá ţrjá Íslendinga framselda ţangađ svo hćgt verđi ađ birta ţeim ákćru í Fishrot-málinu svokallađa. Erindinu hefur ţegar veriđ hafnađ enda framselja stjórnvöld íslenska ríkisborgara ekki til annarra landa. (undirstrikun pv)

Og hvar skyldi fréttin hafa birst? Jú, auđvitađ á RÚV. Fyrir tveimur árum var sem sagt formlega hafnađ ađ framselja ţrjá Íslendinga til Namibíu. En RÚV-frétt Brynjólfs Ţórs frá í gćr gengur út á téđa framsalskröfu. Voldug er fyrirsögnin, nánast BA-ritgerđ.  ,,Namibía: Saksóknari vinnur enn ađ undirbúningi vegna framsalskröfu ţriggja Íslendinga." En kröfunni var óvart hafnađ fyrir tveim árum, - segir tveggja ára frétt RÚV.

Á fréttastofu RÚV er óopinber samkeppni: heimskur, heimskari, heimskastur. Framsalsfréttin í gćr tryggđi Brynjólfi Ţór Guđmundssyni forystu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, kunnuglega hljómađi fréttin.

Ragnhildur Kolka, 9.11.2023 kl. 11:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband