Eitruđ pilla í fundargerđ, Stefán hćttir á RÚV

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri telur sig ekki njóta stuđnings stjórnar RÚV. Stjórnin rćđur útvarpsstjóra til fimm ára. Ráđningartími Stefáns rennur út eftir hálft annađ ár. Ekki er víst ađ Stefán sitji svo lengi.

Stefán tilkynnti fyrirhugđ starfslok á RÚV í útvarpsţćtti á Bylgjunni. ,,Ég er ađ hugsa um ađ hćtta," segir Stefán í viđtalinu en tekur fram ađ hann hafi ekki rćtt máliđ viđ stjórn RÚV.

Viđtaliđ á Bylgjunni er án tilefnis, kemur upp úr ţurru án tengsla viđ fréttamál. Útvarpsstjóri gćti hafa pantađ tíma hjá samkeppnisađila til ađ koma á framfćri ađ hann hygđist hćtta. Ţáttastjórnandi Bylgjunnar hafđi ekki munađ, án undirbúnings, ađ ráđningatími Stefáns rynni út eftir 18 mánuđi.

Hvađ kemur til ađ Stefán vill láta ţađ fréttast ađ hann íhugi starfslok?

Stefán varđ fyrir álitshnekki á stjórnarfundi RÚV 27. september síđast liđinn. Tvö mál, sem útvarpsstjóri setti ekki á dagskrá, voru tekin fyrir undir dagskrárliđnum ,,önnur mál."

Fyrra máliđ, skattsvik Sigríđar Daggar fréttamanns, hefur tilfallandi bloggađ um. Útvarpsstjóri reyndi ađ ţagga máliđ niđur, vildi ekki hafa ţađ á dagskrá fundarins. Ónafngreindur stjórnarmađur tók mál Sigríđar Daggar upp ađ eigin frumkvćđi.

Seinna máliđ, sem útvarpsstjóri setti ekki á dagskrá, er lögbrot fréttamanna RÚV sem mynduđu einkalóđ á leyfis viđkomandi. Tilefniđ var frétt um blóđmerarhald. Stefán hafđi ekki fyrir ţví ađ kynna sér máliđ, segir í fundargerđ.

Í báđum tilvikum er neyđarlegt fyrir útvarpsstjóra ađ svara fyrir alvarleg mál á fréttastofu RÚV undir liđnum ,,önnur mál." Ef Stefán vćri međ puttann á púlsinum hefđi hann sjálfur sett málin á dagskrá, t.d. undir liđnum ,,minnispunktar útvarpsstjóra." En útvarpsstjóri er ć meira úti á ţekju í umrćđunni.

Til ađ ekkert fćri á milli mála ađ traust á útvarpsstjóra fćri ört ţverrandi lét varaformađur stjórnar RÚV, Ingvar Smári Birgisson (ISB) bóka eftirfarandi í fundargerđina:

ISB árétti mikilvćgi ţess ađ fréttastofa starfi í samrćmi viđ lög og virđi friđhelgi borgaranna í hvívetna.

Eiturpillunni er beint ađ fréttastofu RÚV sem er bendluđ viđ alvarlega glćpi, byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. Hvorugt er í samrćmi viđ lög, eins og nćrri má geta, og í báđum tilfellum er brotiđ á friđhelgi einkalífs. Byrlun er líkamsárás ef ekki morđtilraun. Lögreglurannsókn stendur yfir.

Stefán útvarpsstjóri hefur ekkert gert til ađ upplýsa ađkomu fréttastofu ađ málinu. Síminn sem notađur var til ađ afrita innihald stolins síma skipstjórans var keyptur af fréttastofu RÚV áđur en byrlun og stuldur fóru fram. Stefán gerđi ekkert meira en ađ benda á Ţóru Arnórsdóttur ţegar upp komst. Líkt og útvarpsstjóra kćmi ekki viđ ađ fréttastofa undir hans stjórn og ábyrgđ eigi hlut ađ alvarlegri glćpastarfsemi.

Ţrír fréttamenn hafa látiđ af störfum án skýringa: Rakel Ţorbergsdóttir fréttastjóri, Helgi Seljan fréttamađur og Ţóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks. Nöfn allra ţriggja koma fyrir í málsskjölum lögreglu og Ţóra er sakborningur ađ auki.

Fjórđa grein siđareglna RÚV, sem Stefán skrifađi sjálfur í fyrra,  er međ fyrirsögnina Heilindi og hljóđar svona:

Starfsfólk Ríkisútvarpsins rćkir störf sín af ábyrgđ, heilindum og heiđarleika. Starfsfólk Ríkisútvarpsins forđast ađ kasta rýrđ á Ríkisútvarpiđ eđa skađa ímynd ţess og traust međ framkomu sinni.

Ţađ er ekki ábyrgđ, heilindi og heiđarleiki ađ sópa alvarlegum afbrotum undir teppiđ og láta eins og ekkert hafi í skorist.

Klukkan á Glćpaleiti glymur Stefáni útvarpsstjóra.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Oft var ţörf en nú er nauđsyn ađ stokka ţetta fyrirbćri sem RÚV er. Hef oft spurt: Til hvers og fyrir hvern er t.d. Rás 2? Ríkiđ getur haft Rás 1 fyrir sig en burt líka međ Sjónvarpiđ. Og hćtta međ ţennan nefskatt.  

Sigurđur I B Guđmundsson, 2.11.2023 kl. 10:46

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Enginn er ađ gera ţví skóna ađ starfsmenn hafi unniđ myrkraverk sín samkvćmt skipun frá Stefáni, en stjórnleysiđ innan ruv gerir kröfu um ađ hann víki. Hann er heppin ađ vera ekki sparkađ út. Líklega nógu margir vinstrimenn í stjórn stofnunarinnar til ađ fara mjúku leiđina. 

Ragnhildur Kolka, 2.11.2023 kl. 13:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband