Skuggi Hamas yfir Úkraínu

Fjöldamorđ Hamas í Ísrael 7. október varpar skugga á Úkraínustríđiđ. Málstađur Hamas fćr margfalt meiri stuđning á vesturlöndum en Selenskí og Úkraína geta nokkru sinni gert sér vonir um.

Hamas vill eyđa Ísraelsríki. Á vesturlöndum eru stórir hópar vinstrimanna sömu skođunar og hafa óspart látiđ hana i ljós síđustu ţrjár vikurnar. Ekki ţarf ađ spyrja ađ hollustu múslíma á vesturlöndum viđ málstađ Hamas. Fjöldagöngur og mótmćli eru til marks um pólitískt bandalag vinstrimanna og múslíma gegn Ísraelsríki.

Úkraína fékk aldrei, og mun aldrei fá, viđlíka stuđning og Hamas.

Án stuđnings vesturlanda mun Úkraína tapa stríđinu viđ Rússa fyrr en ella. Ekki er lengur talađ um í vestrinu ađ veikja Rússa heldur koma í veg fyrir ađ Rússar hirđi ţađ land af Úkraínu sem ţeir kjósa.

Margfalt fleiri hafa falliđ í Úkraínu en í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Lćgri mörkin á samanlögđu mannfalli í sléttustríđinu eru 300 ţúsund, ţau efri tvöfalt hćrri. Í landinu helga er tala látinna örfá ţúsund. Hermenn deyja einkum í Austur-Evrópu en óbreyttir borgarar í landi Jesú.

Deilur Ísraelsmanna og araba sem kenna sig viđ Palestínu eru linnulitlar frá stofnun Ísraelsríkis fyrir 75 árum. Í landinu helga rekast á ţrír trúar- og menningarheimar. Kristni og gyđingdómur annars vegar og hins vegar íslam.

Stórir hópar veraldlegra vinstrimanna á vesturlöndum styđja múslíma. Ekki vegna trúarsannfćringar. Í fyrsta lagi er um ađ rćđa andstyggđ á vestrćnum menningararfi. Í öđru lagi ofbeldisrómantík. Sveittir strákar međ hríđskotariffil í langt-í-burtu-landi höfđa til vestrćnna dekurrófa sem dýfa helst ekki hendi í kalt vatn. Hamas í dag, Che Guevara fyrir hálfri öld.

Úkraínustríđiđ er aftur kristileg hjađningavíg slavneskra brćđraţjóđa međ vestrćnni íhlutun. Engin rómantík ţar, ađeins dauđi langdrćgra vopna. Sléttustríđiđ hefur ekki trúarlega og menningarlega afsökun deilnanna fyrir botni Miđjarđarhafs.

Vangá, ađ ekki sé sagt hroki, er ástćđa Úkraínustríđsins. Vestrinu stafađi engin hćtta af rússneskri útţenslu. Ráđandi öfl á vesturlöndum drógu ranga lćrdóma af endalokum kalda stríđsins. Sigurinn yfir kommúnismanum var ekki ávísun á vestrćn heimsyfirráđ, líkt og sumir héldu. Innbyrđis mótsagnir felldu kommúnisma fremur en vestrćnir yfirburđir.


mbl.is Pútín tekst ćtlunarverkiđ ef stuđningi lýkur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Páll. Vangá eđa hroki vesturlanda hefur ekkert ađ gera međ stórveldis drauma Pútíns ađ gera. Ţeir draumar eru sjálfstćtt heimsvandamál. Rússum hefur ekki stađiđ nein ógn af nágrönnum sínum eftir Seinna stríđ. En hinu í ţessum pistli er ég ađ mestu sammála.

Jónas Egilsson, 1.11.2023 kl. 08:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband