RÚV lemur dautt Namibíuhross til lífs, Ólafur Ţór ađstođar

Namibíumáliđ, ásakanir um ađ Samherji hafi stundađ mútur í Namibíu, er dautt mál. Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson lagđi fram öll frumgögn í nóvember 2019 međ milligöngu RSK-miđla. Tvö embćtti á Íslandi, hérađssaksóknari og Skatturinn, lögđust yfir gögnin. Frétt RÚV í gćr, og viđtal í Kastljósi, er tilraun ađ berja Namibíuhrossiđ til lífs. RÚV og embćtti hérađssaksóknara eiga ţar sameiginlegra hagsmuna ađ gćta.

Skatturinn tilkynnti fyrir tćpu ári ađ ekkert saknćmt vćri ađ finna í bókhaldi Samherja, sem var grandskođađ yfir árabiliđ 2012-2018. Mútur, ađ ekki sé talađ um stórfelldar mútugreiđslur, ćttu ađ skilja eftir sig spor í bókhaldinu. Ekkert fannst. 

Embćtti hérađssaksóknara heldur málinu engu ađ síđur opnu. Finnur Ţór Vilhjálmsson saksóknari hjá hérađssaksóknara fer ţar fyrir málatilbúnađi. Tilfallandi bloggađi í mars í ár:

Síđasta hálmstrá RÚV og Heimildarinnar (Stundin/Kjarninn) í Namibíumálinu er Finnur Ţór Vilhjálmsson saksóknari og bróđir Inga Freys blađamanns Heimildarinnar. Finnur Ţór heldur málinu enn opnu af hálfu embćttis  hérađssaksóknara ţótt undirstöđur brotni ein af annarri.

Í frétt RÚV í gćr var ekki talađ viđ Finn Ţór heldur yfirmann hans, Ólaf Ţór Hauksson hérađssaksóknara. Bróđir Finns Ţórs, Ingi Freyr, er sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu sem er angi Namibíumálsins. Ekki ţótti tilhlýđilegt ađ Finnur Ţór yrđi opinberlega í fyrirsvari fyrir Namibíumáliđ, ţar sem bróđir hans á hagsmuni ađ gćta. Ólafur Ţór fór í verkiđ.

Og hvađ sagđi Ólafur Ţór í gćrkvöldi í frétt RÚV og í viđtali í Kastljósi. Jú, ţađ eru komin ný gögn. Í fréttinni segir

Namibíumenn létu Íslendinga bíđa, en sendu loksins upplýsingarnar í sumar. Ólafur Ţór Hauksson, hérađssaksóknari, segir ađ veriđ sé ađ fara yfir gögnin núna.

RÚV segir fréttina eins og um stórtíđindi sé ađ rćđa. En RÚV og embćtti hérađssaksóknara blekkja. Ţađ eru engin ný gögn sem hafa komiđ fram. Rannsókninni í Namibíu er löngu lokiđ. Ef engin rannsókn stendur yfir verđa ekki til ný gögn. 

Saksóknarinn í Namibíu, sem lögsćkir tíu heimamenn fyrir skatt- og umbođssvik en ekki mútur, segir ađ málatilbúnađur hafi legiđ fyrir síđasta vor. Löngu fyrir ţann tíma var rannsókn hćtt. Samherji er ekki ákćrđur í Namibíu og enginn Íslendingur er á sakabekk.

Hvađa gögn gćti veriđ um ađ rćđa? Fyrir ári skrifađi Finnur Ţór bréf til Namibíu og bađ um almennar upplýsingar varđandi málareksturinn ţar syđra. Nú er komiđ svar frá Namibíu en ţađ eru gömul gögn í nýrri sendingu.

Embćtti hérađssaksóknara er einfaldalega ađ kaupa sér tíma. Ţađ er sameignlegt hagsmunamál embćttisins og RÚV (R-iđ í RSK-miđlum) ađ halda rannsókninni hér heima áfram. Embćttiđ fékk 200 milljónir til ađ rannsaka Namibíumáliđ, sem í sjálfu sér er stórundarlegt. Eyrnamerkt fjárhćđ ţýđir ađ saksóknari hefur fjárhagslegan ávinning af töfum máls og hvatningu til ákćru ţótt málsefni gefi til kynna sakleysi. Ţađ ţarf ađ skrifa töluvert marga klukkutíma í ,,rannsókn" til ađ komast upp í 200 m. kr. RSK-miđlar vilja fyrir alla muni ađ Namibíumálinu verđi ekki lokađ áđur en ákćrt verđur í byrlunar- og símastuldsmálinu.

Embćtti hérađssaksóknara stundar vafasamar lögfrćđićfingar til ađ fela samvinnuna viđ RÚV. Tilfallandi veit ađ fyrir tíu dögum neitađi hérađssaksóknari lögmanni eins sakborninganna í Namibíumálinu ađ ný gögn vćru komin í máliđ. Í viđtalinu viđ RÚV segir Ólafur Ţór ađ nýja sendingin međ gömlu gögnunum hafi komiđ í sumar og ţau séu í skođun.

,,Hérađssaksóknari misnotar lagareglur og brýtur á mannréttindum sakborninga međ ţví ađ neita verjendum ţeirra ađgang ađ gögnum sem hann segist í viđtali viđ RÚV hafa undir höndum. Lagatćknin felst í ţví ađ hafa ekki gert gögnin ađ ,,gögnum málsins", sem er sértćkara hugtak og felur í sér ađgang verjenda," segir málsađili í samtali viđ tilfallandi.

Til ađ kaupa sér enn meiri tíma fer embćtti hérađssaksóknara fram á ađ yfirheyra ţá tíu sakborninga sem réttađ er yfir í Namibíu. Íslensk yfirvöld hafa enga lögsögu ţar syđra og munu ekki fá leyfi til skýrslutöku. Til vara fara Ólafur Ţór og Finnur Ţór fram á ađ vera viđstaddir yfirheyrslur. Réttarhald í Namibíu hefst ađ nýju í lok janúar á nćsta ári og stendur líklega fram undir vor. Ađeins eftir dómsuppkvađningu haustiđ 2024 kćmi til greina ađ namibísk yfirvöld efndu til skýrslutöku í ţágu hagsmuna RSK-miđla og hérađssaksóknara.

Namibíumáliđ er búiđ til af siđlausum fréttamönnum og áfengum uppljóstrara. Málinu er haldiđ opnu vegna sameiginlegra hagsmuna embćttis hérađssaksóknara og RSK-miđla. Málsmeđferđin er eins og hún vćri hjá einkafyrirtćkinu Glćpur og refsing ehf.

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Ţađ fyrsta sem mér datt í hug ţegar ruv kom međ ţessa frétt var ađ nú vćri sennilega ađ komast einhver hreyfing á byrlunarmáliđ.

Gunnar Heiđarsson, 25.10.2023 kl. 09:33

2 Smámynd: Guđmundur Böđvarsson

Dómsmálaráđherra hlýtur ađ rannsaka máliđ.

Guđmundur Böđvarsson, 25.10.2023 kl. 09:37

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Áfengur uppljóstrari :)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.10.2023 kl. 15:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband