Sigmundur Davíð, Kristrún og baráttan um Sjálfstæðisflokkinn

Bjarni Benediktsson er á leið úr pólitík, stólaskiptin við Þórdísi Reykfjörð staðfesta það. Ráðgert er að konan sem lýsti stríði á hendur Rússlandi verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Þórdís Reykfjörð býr ekki að dómgreind til að móðurflokkurinn verði annað en þriðja hjólið undir landsmálavagninum.

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar ætlar sér að fylla í valdatómarúmið og bjóða fram undir merkjum Samfylkingarsjálfstæðisflokks, stétt með stétt. Herfræðin er að færa Samfylkingu til hægri, á fylgislendur Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar.

Strætisvagninn með breiðfylkingu sjálfstæðiskrata er löngu farinn. Ríkisrekstur eða einkarekstur eru ekki mál málanna. Yfirstandandi menningarstríð, sem er bæði háð inn á við, með deilum um líffræði eða kynóra, og út á við, þar sem álitamálin eru íslensk menning eða fjölþjóðlegur óskapnaður, er ráðandi slagur. Efnahagsmál eru áfram mikilvæg en menningarstríðið skör hærra í pólitískum slag um forystu í landsmálum.

Ung kona er kallar sig hagfræðing  en veit ekki  muninn á fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti á eigin skattframtali er ekki trúverðug. Þá er formaður Samfylkingar blautur á bakvið eyrum í menningarstríðinu og eftir því illa í stakk búinn að marka flokknum sérstöðu.

Brotthvarf Bjarna býr til sóknarfæri fyrir Sigmund Davíð. Miðflokkurinn getur vaxið nægilega til að toga Sjálfstæðisflokk úr örmum Samfylkingar. Stjórnmálaþroski Sigmundar Davíðs er ljósárum á undan bernskubrekum Kristrúnar.

Hvað með Kötu spöku og Vinstri græna? Í menningarstríðinu er enginn munur á henni og Samtökunum 78. Vúdú-fræðin eru að syngja sitt síðasta. Þau þola ekki umræðu enda byggð á hindurvitnum um sálnaflakk.

Það verða Sigmundur Davíð og Kristrún sem heyja baráttuna um Ísland. Reykfjörð-útgáfa Sjálfstæðisflokksins fylgir sigurvegaranum.


mbl.is Vill gera einkunnarorð Sjálfstæðisflokks að sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta er sú besta lýsing á pólitíkinni í dag.

Snilld.

Sigurður Kristján Hjaltested, 16.10.2023 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband