Skattsvikafréttir RÚV, friđhelgi fréttamanna

Til skamms tíma sagđi RÚV reglulega fréttir af skattsvikum. RÚV er ríkisfjölmiđill og ríkiđ innheimtir skatta. Fréttir af skattsvikum ţjóna tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi ađ vekja athygli á ţeim og segja alţjóđ ađ árvökult auga Skattsins fylgist međ og nćr, a.m.k. stundum, í skottiđ á ţeim sem stela frá samneyslunni.

Í öđru lagi eru skattsvikafréttir forvörn. Međ afhjúpun á skattsvikum eru send skilabođ út í ţjóđfélagiđ; undanskot frá skatt er ekki í lagi. Ţau eru ólögleg sérgćska á kostnađ almannahags.

RÚV rennur blóđiđ til skyldunnar ađ vekja athygli á ţeirri meinsemd sem skattsvik eru. Ríkisfjölmiđillinn er fjármagnađur međ sköttum. Ekkert skattfé, ekkert RÚV.

Af fyrri fréttum um undanskot frá skatti er ein sem sagđi frá útleigu á íbúđum í gegnum Airbnb, 15 m.kr. skattsvik, sagđi ţar. Nýlegri frétt, tveggja vikna, er ađ 19 m.kr. skattlagabrot teljist meiriháttar.

RÚV hefur, sem sagt, í gegnum tíđina haft vökult auga međ skattsvikamálum og sagt fréttir af ţeim, gjarnan í umvöndunartón í fyrirsögn og texta.

En RÚV situr á einni skattsvikafrétt sem varđar fréttamann ríkisfjölmiđilsins sem einnig er formađur Blađamannafélags Íslands, stéttafélags fréttamanna RÚV.

Sigríđur Dögg Auđunsdóttir játađi 11. september ađ hafa stungiđ undan skatti. Líkleg fjárhćđ undanskotsins er 10 til 20 milljónir króna.

En nú ber svo viđ ađ RÚV ţegir fréttina sem gengur ljósum logum í samfélaginu. Höfuđpersóna fréttarinnar situr ritstjórnarfundi á Efstaleiti og semur um kaup og kjör fréttamanna.

Kannski er ný starfsregla á RÚV: viđ segjum ekki skattsvikafréttir, ţćr trufla vinnumóralinn á Efstaleiti og gera okkur erfiđara fyrir í kjarabaráttunni.

Nýja fréttareglan myndi stađfesta ţann grun ađ RÚV starfar ekki í ţágu almennings. Ríkisfjölmiđillinn er starfrćktur alfariđ og eingöngu fyrir starfsmenn, vini ţeirra og góđkunningja.

Á útvarpsţingi, sem haldiđ er í dag, hlýtur Stefán Eiríksson útvarpsstjóri ađ kynna nýja stefnu: Ríkisfjölmiđill í ţágu starfsmanna, sem frjálst er ađ brjóta landslög.

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Ţeir eru margir sem dćmdir eru fyrir undanskot en almennt greiđa ţeir ekki sektirnar og sitja ekki af sér ţannig ađ ţessir glćpir borga sig. Sem dćmi má nefna menn sem dćmdir voru fyrir ađ stela undan hundruđum milljóna í vörslusköttum í fyrra og áriđ ţar á undan. Ţessum ađilum er enn hleypt ađ kjötkötlunum en í dag sinna ţeir undirverktöku fyrir stćrstu verktakafyrirtćki landsins. Má ţar nefna Nýjan Landspítala ţar sem samfylkingarmađurinn Gunnar Svavarsson stýrir verkefninu og byggingu skóla í Reykjanesbć en ţar ćtti bćjarstjórinn ađ geta gripiđ inn í. Ţrátt fyrir ađ báđir ţessir ađilar hafi ítrekađ veriđ upplýstir um ađ međal undirverktaka viđ ţessar opinberu framkvćmdir leynist stórglćpamenn á ţessu sviđi er leikritinu haldiđ áfram. Rúv hefur engan áhuga á ađ fjalla um ţessa ađila en hinir raunverulegu skúrkar eru ađ sjálfsögđu ţeir sem kaupa verkin, í ţessu tilviki bćjarstjórinn í Reykjanesbć og framkvćmdastjóri Nýs Landspítala.

Örn Gunnlaugsson, 28.9.2023 kl. 10:26

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Kristrún Frosta sveik líka undir skatti. Ţetta var kallađ "leiđrétting" eđa "endurálagning" í stađinn fyrir SVIK

Sleggjan og Hvellurinn, 28.9.2023 kl. 12:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband