Ný Moggafrétt: hvađ gerir RÚV viđ Sigríđi Dögg?

Lítil og látlaus frétt á mbl.is fyrir 12 dögum, eđa 11. sept., varđ til ţess ađ Sigríđur Dögg Auđunsdóttir fréttamađur RÚV og formađur Blađamannafélags Íslands rauf ţriggja mánađa ţögn um skattsvik vegna Airbnb útleigu.

Tilfallandi skrifađi um skattsvikin í byrjun júlí. Sigríđur Dögg ţagđi, lét ekki ná í sig, var í sumarfríi. Ţögn fréttamanns RÚV stóđ til 11. september, fyrir 12 dögum er hún játti skattsvikin.

Hvađ breyttist 11. september? Jú, mbl.is birti í hádeginu ţessa litlu saklausu frétt um einkahlutafélag Sigríđar Daggar. Fréttamađur RÚV kveikti strax á perunni. Auđvelt ađ ţegja af sér tilfallandi bloggara en öllu erfiđara ađ humma af sér Morgunblađiđ. Hún vissi ađ nćsta skrefiđ vćri ađ spyrja hana um reksturinn sem skilađi ólöglega fengnum hagnađi. Sigríđur Dögg ákvađ ađ verđa fyrri til, stela fréttinni (en ekki glćpnum, sem var fullframinn).

Síđdegis 11. september skrifađi Sigríđur Dögg fćrslu á Facebook ţar sem hún játađi ađ hafa stungiđ undan skatti tekjum af skammtímaleigu íbúđarhúsnćđis til ferđamanna. Engar nánari upplýsingar. Og ţannig vildi formađur Blađamannafélags Íslands hafa hlutina. Almenningur á ekkert međ ađ fá upplýsingar um skattaundanskot formanns stéttafélags blađamanna. Ekki frekar en ađ almenningi komi viđ ţótt blađamenn eigi ađild ađ byrlun og gagnastuldi. Samstađa skal ríkja hjá blađamönnum ađ halda hlífiskildi yfir afbrotamönnum í eigin röđum.

Í tilviki Sigríđar Daggar gaf Morgunblađiđ sig ekki. Ţarna er frétt sem á erindi til almennings var viđhorfiđ á Hádegismóum. Nćsta frétt Mogga birtist 15. september. Ţađ er afgreiđslufrétt til ađ stađfesta ađ Sigríđur Dögg ćtlar ekki ađ tjá sig meira um máliđ. Fyrirsögnin segir fréttina: Formađurinn tjáir sig ekki meira um skattamálin.

Tilfallandi upplýsti lesendur um hverskyns vćri međ skattsvikin. Meginstraumsmiđlar vinna hćgar; háttvísi á Hádegismóum leyfir ekki stílbrögđ bloggara og djúpt er á heimildum. En eftir frétt Mogga 15. september var skriftin komin á vegginn. Fjölmiđlalćsi ţarf ađ vísu til ađ skilja letriđ.

Ef heil brú vćri í hugsun ţeirra sem ráđa ferđinni á RÚV hefđi veriđ gripiđ til ađgerđa. Skattsvikari á ritstjórn er eins og minkur í hćnsnabúi. Hćnan kemur á undan egginu, traust á undan frétt. Búiđ hverfur ef óvćran fćr ađ leika lausum hala. En brýr á Efstaleiti eru allar ýmist brenndar eđa stórlega laskađar og bera ekki heila hugsun.

Morgunblađiđ birti í gćr, í helgarútgáfu, fimm dálka frétt um sviksamlega útleigu á skammtímahúsnćđi í gegnum Airbnb-bókunarkerfiđ. Morgunblađiđ er komiđ međ gögn frá skattinum; ţetta er fréttamál í ţrepum. Auđvelt er ađ lesa á milli línanna. Nema mađur sé fiđurfé sem minkur gerđi sér dćlt viđ.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband