Tilgáta um aflýstan biskupsfund

Á föstudag boðaði biskup Íslands í samstarf við samtökin Engin landamæri (No Borders) til fundar vegna ólöglegra hælisleitenda, sem vísað hafði verið úr landi. Fundinn átti að halda í fyrradag, mánudag. Í samstarfi við fjölmiðla, sem fengu boðskort, átti að kúga stjórnvöld til að samþykkja ólöglega hælisleitendur. Hótunin, sem sveif yfir vötnum, var sú að tilgreindir ráðherrar yrðu úthrópaðir sem níðingar. Bannfæringarkraftur biskups átti að gera útslagið. 

En hvergi sjást fréttir um að fundurinn hafi verið haldinn. Ekki múkk frá biskupsstofu, No Borders-félögunum né fjölmiðlum. Fundinum var aflýst án skýringa.

Tilfallandi tilgáta er að viðtengd frétt frá mánudeginum sé skýringin. Þar segir að útlendingur hafi kveikt í heimilisbíl lögreglukonu.

Frekari rökstuðningur tilgátunnar er í Morgunblaðsgrein eftir Einar S. Hálfdánarson hæstaréttarlögmanns sem birtist í gær. Þar segir Einar

Útlendir glæpamenn, Sómalar, Palestínumenn og Albanar, eru farnir að hóta lögreglumönnum lífláti og fjölskyldum þeirra. „Við getum komist að hvar þú þú átt heima“ (sem reyndar ætti að vernda lögreglumenn gegn líkt og í öðrum löndum). Svo fylgja enn alvarlegri hótanir.

Tilgátan er þessi. Íkveikjan á bíl lögreglukonunnar tengist ólöglegum hælisleitendaiðnaði sem hefur fest rætur hér á landi. Ofbeldismenn og dólgar ganga lausum hala og þykjast á flótta. Ef ekki er farið að vilja þeirra er hótunum fylgt eftir. Biskup Íslands áttaði sig á að hann væri kominn í vafasaman félagsskap, svo vægt sé til orða tekið, og afboðaði aðild sína að fundi sem myndi blessa hryðjuverk. Þar með var fundinum sjálfhætt. Án biskups stóðu eftir öfgasamtök og meðreiðarsveinar.

Það rennir frekari stoðum undir tilgátuna að hælisþingmenn fara heldur hljótt, aldrei þessu vant. Höfuðmiðill hælisiðnaðarins, RÚV, er farinn að flytja fréttir um að fylgja eigi landslögum í málefnum hælisleitenda. Í gærkvöld fékk þó Helga Vala að þjóna sinni lund á Efstaleiti. Samhengið er að aflýsti fundurinn á mánudag er aftur kominn á dagskrá í dag. Hælisþingmenn, biskupinn og No Boarders-félögin heyktust á mánudagsfundinum en hafa unnið á bakvið tjöldin í tvo sólarhringa að skrapa saman í miðvikudagsmessu.

Enginn fjölmiðill varpar ljósi á hvað gerðist á bakvið tjöldin, hvers vegna ekkert varð úr blessun biskups á ólöglegu athæfi á boðuðum fundi í fyrradag. Dagana á undan kappkostuðu flestir miðlar að flytja fréttir um að stefna hælisiðnaðarins ætti að ráða en íslensk lög víkja. Nú ber svo við að fundurinn er aftur kominn á dagskrá. Engar skýringar, ekkert samhengi, aðeins sundurlausar uppákomur.

Þetta er orðið einkenni íslenskra fjölmiðla. Þeir starfa mest á bakvið tjöldin. Þingmenn, sem fara með fjárveitingavaldið, tryggja fjölmiðlum rekstarfé með ríkisframlögum. Krefjast á móti málafylgju í formi fréttaflutnings.

Fjölmiðlafréttir eru í æ meira mæli verkfæri pólitískra aktívista í blaðamannastétt, - sem víla ekki fyrir sér aðild að glæpum. Eins og dæmin sanna.

 

 


mbl.is „Ég veit hvar börnin þín fara í skóla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Veit ekki hvert þetta þjóðfélag okkar er að fara. 

Sigurður I B Guðmundsson, 23.8.2023 kl. 10:23

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sigurður horfðu bara til Svíþjóðar 
Ríkismiðillinn SVT.se flytur þar daglega fréttir af skotárásum innfluttra glæpagengja á götum úti. t.d. 
Skottlossningen mot en polis i Västerås är den senaste av en lång rad allvarliga attacker mot poliser och det svenska rättssamhället.

Danmörk,Svíþjóð og Noregur senda þúsundir hælisleitendur til baka en sorgarsaga þeirra er orðin svo þreytt fréttaefni að það fær enga umfjöllun.

Grímur Kjartansson, 23.8.2023 kl. 17:28

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Og allt í boði VG (vinstri geðveika)

samfylkingar-pírata og viðreisnar.

Nákvæmlega sama um land og þjóð.

Sigurður Kristján Hjaltested, 24.8.2023 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband