Þingmenn gegn eigin þjóð

Þjóðríki stenst ekki án landamæra. Í krafti landamæra eru sett lög sem gilda um þegna þjóðríkisins og þá sem sækja það heim. Í lýðræðisríkjum fara þingmenn í umboði þjóðarinnar með löggjafavaldið. Siðferðisleg og pólitísk ábyrgð þingmanna gagnvart löggjöfinni ætti öllum að vera augljós.

Þingmaður sem hvetur til lögbrota er kominn í stríð þjóðina sem veitir þingmanninum umboð.

Nokkrir þingmenn á alþingi Íslendinga eru ósáttir við íslensk lög um hvernig skuli farið með hælisleitendur sem synjað er um vist á Íslandi að undangenginni málsmeðferð.

Í greinargerð dómsmálaráðuneytisins segir

Þeir sem ekki hverfa af landi brott þegar endanleg synjun liggur fyrir og sýna ekki samstarfsvilja við yfirvöld, teljast vera hér í ólögmætri dvöl.

Hvað gengur þeim þingmönnum til sem koma fram í fjölmiðlum og hvetja til að lög séu höfð að vettugi? Ef þeim þykir sjálfsagt að brjóta lög um útlendinga er ekki jafn sjálfsagt að brjóta önnur lög sem einhverjum þykja óhentug?

Þingmenn sem opinberlega hvetja til lögbrota eiga ekki heima á alþingi Íslendinga.

 


mbl.is Segir úrræðið ekkert annað en fangabúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Eru þær Helga Vala, Agnes biskup og Svandís Svavars Íslands bjartasta von???

Sigurður I B Guðmundsson, 16.8.2023 kl. 08:52

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er fólkið sem predikar "Nei merkir Nei", en bara ekki þegar það á í hlut.

Ragnhildur Kolka, 16.8.2023 kl. 08:53

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Jedúdamía, heldurðu að geti verið að Elĺitan sé siðlaust landráðapakk?

Jahérna.

Guðjón E. Hreinberg, 16.8.2023 kl. 09:19

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Muna svo að kjósa enga lista sem lögbrjôtum þessum er stillt upp í,minni þar með á hið alræmda "gullfiska minni"

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2023 kl. 12:06

5 Smámynd: Skúli Jakobsson

A nation can survive its fools, and even the ambitious. But it cannot survive treason from within. An enemy at the gates is less formidable, for he is known and carries his banner openly. But the traitor moves amongst those within the gate freely, his sly whispers rustling through all the alleys, heard in the very halls of government itself.

Cicero

Skúli Jakobsson, 16.8.2023 kl. 17:06

6 Smámynd: rhansen

Sema Harðar er flestum verri þó aðrar seu ekki betri  ...siðlausar og forhertar    og skelfilegir þingmenn !

rhansen, 16.8.2023 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband