Fimmtudagur, 20. júlí 2023
Skoðanakúgun, BBC og RÚV
Viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins, BBC, sat við hlið yfirmanns Coutts banka í kvöldverðaboði daginn áður en viðskiptaritstjórinn skrifaði fréttatíst um bankinn hefði lokað reikningum Nigel Farage. Forsætisráðherra Bretlands gagnrýnir samstarf viðskiptabanka og ríkisútvarpsins að knésetja mann með ,,rangar" skoðanir.
Í viðtengdri frétt er haft eftir Farage
þetta mál snýst ekki bara um mig. Þú gætir verið næstur...ef ekki er brugðist við þá förum við hægt og rólega inn í félagslegt skipulag líkt og ríkir í Kína, þar sem bara þeir sem hafa réttar skoðanir geta tekið fullan þátt í samfélaginu.
Ríkisútvarp er nærtækur samstarfsaðili valdhafa sem telja sig hafa réttar skoðanir. RÚV er til dæmis í samstarfi við starfshóp vinstrimanna í stjórnarráðinu um ,,réttar skoðanir" á málefnum flóttafólks.
RÚV á að vera fjölmiðill sem endurspeglar þjóðfélagslega umræðu hér á landi. En RÚV birtir ekki sjónarmið sem t.d. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri talar fyrir:
Ríkisstjórnin er hálfgert rekald og það er algerlega stefnulaust. Þannig að stór mál sem skipta okkur máli, eins og íslensk tunga og menning og hvernig þetta fjölmenningarsamfélag mun hafa áhrif á okkar samfélag og breyta því varanlega og hugsanlega óafturkræft. Hvaða skoðun höfum við á því?
Margir hafa tekið í sama streng og Heiðar síðustu vikur og mánuði, að verið sé að skipta um þjóð í landinu og það sé fyrst og fremst höfundarverk vinstrimanna.
En RÚV þaggar umræðuna, lætur eins og hún sé ekki til. Skýringuna er að finna í fundargerð stjórnar RÚV. Þar segir útvarpsstjóri, Stefán Einríkisson:
Fulltrúar RÚV áttu fund með starfshópi stjórnvalda um málefni innflytjenda og flóttafólks, en nú er unnið að heildarstefnumótun stjórnvalda á því sviði.
Vinstrimenn í stjórnarráðinu þykjast hafa rétta skoðun á þeirri þróun að Íslendingar tapa jafnt og þétt tungumáli sínu og menningu. Samstarfsaðili vinstrimanna er auðvitað ríkisfjölmiðillinn, RÚV, sem skipulega kemur í veg fyrir að sjónarmið Heiðars Guðjónssonar og margra fleiri komist á framfæri. RÚV er framkvæmdavald pólitíska rétttrúnaðarins í opinberri umræðu. Fundargerðin staðfestir það svart á hvítu.
Valdaöfl réttra skoðana nota ríkisútvarp til að framfylgja skoðanakúgun. Gildir bæði í Bretlandi og á Íslandi.
Uppsögn bankaviðskipta af pólitískum ástæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bankareikningur BNP (British National Party) var lokað 2004..."slippery slope".
Það styttist í að burstað verður rykið af lögum um föðurlandssvik og útrýmingu SÞ til að takast á við brenglun " vinstri"? fjölmenningarstefnu ráðamana vestrænna landa.
Hið illa er djúpt og víðfemt.
Vald spillir.
Skúli Jakobsson, 20.7.2023 kl. 18:10
RÚV er rándýr leikvöllur kúltúrkrakka og ESB-sinna
Júlíus Valsson, 20.7.2023 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.