Sunnudagur, 11. júní 2023
Egill Helga, málfrelsið og vinstrifasisminn
Egill Helgason umræðustjóri á RÚV segir um mál Kristjáns Hreinssonar, sem rekinn var frá Háskóla Íslands fyrir að nýta sér tjáningarfrelsið:
Kristján Hreinsmögur eins og hann kallaði sig hefur alltaf verið á jaðrinum og í raun ekki notið viðurkenningar. Hann hefur engin völd og vettvangur hans er smár. ( ) Hann er algjörlega laus við að vera í forréttindastöðu - hefur strögglað alla sína skáldævi sem er orðin býsna löng. Ég get ekki séð að það færi honum neitt sérstakt að vera hvítur, miðaldra og með kynfæri karlmanns. Og svo hitt - hvernig nennir fólk að elta ólar við skoðanir eins manns sem er ekkert sérlega þekktur, hefur lítil áhrif og kennir eitt agnarsmátt námskeið.
Í stað þess að ræða prinsippið, málfrelsi, fer Egill í manninn, gerir lítið úr Kristjáni. Samkvæmt Agli er óþarfi að verja málfrelsið þegar einhver ,,á jaðrinum" er tekinn til bæna fyrir að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn. Agli er það lokuð bók að það voru ,,menn á jaðrinum" sem tryggðu okkur réttinn til að hugsa sjálfstætt og láta í ljós skoðanir sem ekki féllu að rétttrúnaðinum.
Það átti að hirða mannorð og atvinnu af Kristjáni og senda þau skilaboð út í samfélagið að sumar skoðanir skyldu að liggja í láginni. Annars hlytu menn verra af. Vinstrifasistar nota reglulega þessa aðferð til að hræða fólk frá þátttöku í opinberri umræðu.
Egill Helgason og Felix Bergsson, báðir starfsmenn RÚV, eru sami kúltúrklúbburinn. Einkennin eru andstyggð á sjálfstæðri hugsun og þýlyndur wokeismi.
Fréttin segir okkur þau ánægjulegu tíðindi að Háskóli Íslands hafi boðið Kristjáni starfið aftur. Guð láti gott á vita. Til hamingju Kristján.
Athugasemdir
Því miður er þetta reglan ekki undantekning þegar menn verða rökþrota ,,Í stað þess að ræða prinsippið, málfrelsi, fer Egill í manninn, gerir lítið úr Kristjáni."
Helga Dögg Sverrisdóttir, 11.6.2023 kl. 09:38
Það er svolítið óljóst hvað Egill á við þegar hann notar orðalagið "elta ólar við", en oftast er það notað um að standa í karpi við einhvern. Ég skildi hann hinsvegar þannig að hann stæði með Kristjáni eins mikið og starfsmanni RÚV er hægt, sem er woke-mengaður vinnustaður, eins og Páll bendir á.
Mér finnst Egill ekki vera að gera lítið úr Kristjáni heldur benda á staðreyndir.
Alveg eins mætti túlka orð Egils þannig að Kristján ætti skilið að fá hærri þjóðfélagsstöðu - því nóg er af vélmennunum sem taka undir eineltið, sjaldgæfara að finna þá sjálfstæðu.
Tek undir hamingjuóskir, að honum bjóðist starfið aftur. Þjóðfélagið þarf þó að læra af þessu, hvað með leikarann sem lenti í Metoomálinu og margt slíkt og missti vinnuna?
Ingólfur Sigurðsson, 11.6.2023 kl. 10:42
Egill Helgason tók (meðvitaða eða ómeðvitaða) ákvörðun fyrir margt löngu að verja "pólitíska rétthugsun" til þess að halda áfram á góðum launum hjá RUV. Hann seldi sál sína.
booboo , 11.6.2023 kl. 14:25
Las ánægjulegu tíðindin að Kristjáni býðst starfið aftur; Það er þeim líkt blessuðum.
Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2023 kl. 17:17
Hver gaf Agli Helgasyni og Felix Bergssyni rétt til að hugsa og hvað þá að orða eða færa í legur hugsanir sínar??? Þarf ekki að ritskoða þessa menn?????? hvaða sérréttindi hafa þessir menn fram yfir aðra???????
Ef hægri öfgamenn væru við völd væri löngu búið að loka á þá, en því miður eru það vinstri öfgamenn sem stjórna umræðunni, hvað hugsa má og hvað segja má. Þeir falla vel inn í þann hóp.
Tómas Ibsen Halldórsson, 11.6.2023 kl. 22:55
Athyglisvert, að þeir sem gagnrýna aðsóknina að Kristjáni og starfsmissi vegna skoðana, skuli helst vera þeir sem þetta lið Helgi og Felix skilgreina sem hægri öfgafólk. En við sem sætum þeim skilgreiningum rísum til varnar fyrir þá sem eru órétti beittir óháð því hvar í flokki þeir standa eða hvaða skoðanir þeir boða. Við stöndum með mannréttindum gegn fasísku ofbeldi, sem þeir Egill Helgason og Felix Bergsson samsama sig með þegar þeir telja rétt að málfrelsi sé skert ef skoðanirnar eru þeim ekki þóknanlegar.
Jón Magnússon, 12.6.2023 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.