Fimmtudagur, 8. júní 2023
Felix, skoðanir og sársauki
Felix Bergson kynnir á RÚV birtir færslu á Facebook:
þið sem eruð í því í yfirlætislegu umburðarlyndi að verja "málfrelsi" manna eins og ritstjóra Morgunblaðsins, vinar hans menntaskólakennarans, skáldsins í Skerjafirði, Miðflokksmóra og annarra dreggja samfélagsins ættuð að prófa að setja ykkur í spor fólks sem er bara að reyna að komast í gegnum daginn eins og við hin en býr við mikið óöryggi og hræðslu um tilveru sína vegna vaxandi andúðar í samfélaginu. Andúðar og ofbeldis sem einmitt skapast vegna skrifa þessara manna...
Tilefni færslunnar er að Kristján Hreinsson (skáldið i Skerjafirði) andmælti bábiljunni að hægt sé að fæðast í röngum líkama. Vegna skrifanna missti Kristján vinnuna í Háskóla Íslands með ruddalegum hætti. Tilfallandi gerði athugasemd.
Kjarninn i málflutningi Felix er að skoðanir sem stuðla að óöryggi og hræðslu séu óverðugar og skuli liggja í þagnargildi. Málfrelsið verji ekki skoðanir er valda sársauka.
Sjálfsblekkingu fylgir hræðsla um afhjúpun. Krafan um að aðrir sýni samstöðu með blekkingunni með þögn kallast meðvirkni. Þykir ekki góð latína, hvorki í lífinu almennt né í meðferðarstarfi.
Sársauki er í vitund þess sem reynir. Óöryggi og hræðsla er hugarástand sem sprettur ekki upp vegna skoðana annarra. Hafi maður sjálfan sig nokkurn veginn á hreinu eru skoðanir annarra kannski upplýsandi en ekki mikilsverðar um eigið andlegt ástand. Ekkert okkar fer í gegnum lífið án hugarangurs.
Vandinn er að sársaukaþröskuldurinn er orðinn svo lágur hjá sumum að hversdagsleg sannindi, að nýburi fæðist aldrei í röngum líkama, má ekki segja upphátt án þess að einhver Felix fái taugaáfall. Sjálfsblekking þolir ekki sannindi, ekki frekar en tröllin dagsljósið. Vörnin er að virkja tilfinningarnar, að saka þá sem segja satt um kvöl og pínu þeirra er trúa að hvítt sé svart.
Tilfinningar í stað skoðanaskipta yrðu slæm býtti. Auðvelt er að gera sér upp tilfinningar. Skoðanir þarf að rökstyðja.
Athugasemdir
Á Alþingi í gær var vitnað til tölulegra staðreynda og mælinga
Þessi fullyrðing sem heyrist æ oftar
"vaxandi andúðar í samfélaginu."
er bara haugalygi
Grímur Kjartansson, 8.6.2023 kl. 08:39
Allt i dag byggist á óttastjórnum ...fárveikra !!
rhansen, 8.6.2023 kl. 09:40
Þetta er mjög einfalt !
Allir þeir sem vilja byggja upp heilbrigt og Kristið samfélag, eru bara ekki inn.
Múgæsingurinn í ótrúuðum er núna á svipuðu plani, og þeirra sem settu upp ákveðinn kross á Golgata fyrir um 2000 árum.
Fólk ætti endilega að kynna sér örlög þeirra sem létu rangann mann hanga af óþörfu.
Loncexter, 8.6.2023 kl. 13:56
Kristján Hreinsson er bara með HEILBRIGÐA SKOÐUN SEM Á RÉTT SÉR.
Það er ekki eins og hann gangi um bæinn með kylfu
og berji niður samkynhneigt fólk.
Varla myndum við vija að ástandið á íslandi / á jörðinni
verði eins og í þáttaröðinni "HUNGER-GAMES"
þar sem að samélagið samanstóð af gaypride-göngu fólki
sem að hafði náð heimsyfirráðunum.
(í rauninni The New World Order).
Jón Þórhallsson, 8.6.2023 kl. 16:21
Vá! Hrokinni í Felix fer yfir alla mælikvarða...
Guðrún Bergmann, 9.6.2023 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.