Ţriđjudagur, 30. maí 2023
Tvöfeldni Ţórđar Snćs á Vísi
Kristinn Haukur Guđnason blađamađur á Vísi lćrđi til verka hjá Ţórđi Snć ritstjóra Kjarnans, nú Heimildarinnar. Ađalsmerki Ţórđar Snćs er tvöfeldni. Ein heimild er tvöfölduđ. Í blađamennsku er krafa um ađ minnsta kosti tvćr heimildir fyrir frétt, sérstaklega ef fréttin felur í sér alvarlegar ásakanir.
Ţórđur Snćr leysir máliđ međ ţví ađ fá ađra heimild til ađ endurflytja ásakanir frumheimildir og kalla ţađ tvćr sjálfstćđar heimildir. Ófrumlegt og algjörlega siđlaust.
Ţórđur Snćr er einn sakborninga í byrlunar- og símastuldsmálinu. Páli skipstjóra Steingrímssyni var byrlađ 3. maí 2021. Á međan hann var međvitundarlaus var síma hans stoliđ og hann afritađur. Allt var ţetta í ţágu RSk-miđla, RÚV, Stundarinnar og Kjarnans. Tveir síđartöldu miđlarnir heita nú Heimildin.
Allt sem kemur frá Heimildinni um Namibíumáliđ er merkt ţeirri stađreynd ađ Ţórđur Snćr, Ađalsteinn Kjartansson og Ingi Freyr Vilhjálmsson eru sakborningar. Ţegar ţeir skrifa um málefni Samherja eru ţeir ađ skrifa um sjálfa sig. Helgi Seljan einnig, ţótt ekki sé vitađ til ţess ađ hann sé sakborningur.
Ţá kemur Kristinn Haukur Guđnason blađamađur á Vísi til sögunnar. Hann var lćrisveinn Ţórđar Snćs og gerir fyrrum yfirmanni sínum greiđa međ fréttaflutningi sem óţćgilegt er fyrir Heimild sakborninga ađ birta.
Fyrir mánuđi skrifar Kristinn Haukur frétt um nýja bók um Namibíumáliđ, sem hann, trúr RSK-miđlum, kallađi Samherjamáliđ. Tilfallandi rćddi frétt lćrisveinsins og sagđi:
,,Á miđvikudag kom út bók í Namibíu um Samherjamáliđ," segir í frétt á Vísir.is. En bókin er ekki um Samherja heldur spillingu í Namibíu. Nokkur munur ţar á.
Samherji er ekki nefndur á nafn í hálftíma kynningu höfundar bókarinnar, Roman Grynberg. Útgefandi bókarinnar er The Namibian. Ritstjórinn Tangeni Amupadhi talar í rúmar tíu mínútur og nefnir Samherja ekki á nafn.
Hvernig getur bók veriđ um ,,Samherjamáliđ" án ţess ađ fyrirtćkiđ sé nefnt á nafn í kynningu bókarinnar?
Aftur er Kristinn Haukur á ferđinni í síđustu viku međ sömu umfjöllun undir annarri fyrirsögn: Fjallađ um glatađar skatttekjur í nýrri bók um Samherjamáliđ. Bókin er enn ný og Samherji enn skúrkurinn.
Páll skipstjóri Steingrímsson gerir ásökunina í Vísi ađ umtalsefni á Facebook-fćrslu og segir:
Ţví er haldiđ fram í ţessari bók og kemur fram í greininni á Vísi ađ Samherji hafi ađeins greitt 5 milljónir namibískra dollara í skatta ţar í landi, sem er í kringum 40 milljónir íslenskra króna. Ţetta er alrangt. Stađreyndin er sú ađ félög í eigu Samherjasamstćđunnar greiddu 100 sinnum meira í skatta (4 milljarđa kr.) í Namibíu. Ţegar allar greiđslur til namibískra ađila eru teknar saman, en mikill fjöldi namibískra sjómanna störfuđu hjá samstćđunni auk ţess sem vörur og ţjónusta voru keyptar af namibískum fyrirtćkjum eins og kostur var, nema fjárhćđir sem runnu inn í namibískt hagkerfi yfir 21 milljarđi króna. Ólíkt bókarhöfundi ţá byggja framangreindar fjárhćđir á bókhaldi og ársreikningum félaganna.
Ţórđur Snćr og RSK-sakborningarnir fá tvćr fréttir til stuđnings málstađnum, skrifađar af lćrisveini Ţórđar Snćs.
Tvöfeldnin kemur fram í ţví ađ höfundur bókarinnar, Roman Grynberg, viđurkennir ađ eina heimild hans um hlut Samherja í Namibíu er Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Hvers vegna leitađi Kristinn Haukur ekki beint til Jóhannesar? Hann er eina heimildin. Er ţađ kannski vegna ţess ađ Aftenpostin-Innsikt hefur játađ ađ orđ Jóhannesar hafa engan stuđning í gögnum? Um er ađ rćđa ásakanir án rökstuđnings.
Hvađ gera ţeir sem stunda blađamennskutvöfeldni en skortir heimildir? Jú, ţeir fá einhvern annan til ađ endurróma innistćđulausu ásakanirnar. Hókus pókus og tvćr heimildir eru komnar ţar sem ein var áđur.
Siđlausa blađamennskan sem Ţórđur Snćr og félagar stunda verđur afhjúpuđ ţegar lögreglurannsókn á byrlun og gagnastuldi lýkur.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.