Helgi Seljan dregur orðspor Íslands í svaðið

Heimildin sérhæfir sig að sverta bæjarfélög, fyrirtæki og þjóðfélagið í heild. ,,Skemmt orðspor Íslendinga," er nýjasta framlag Helga Seljan, sem kallast rannsóknaritstjóri Heimildarinnar. Fréttin er skólabókardæmi um hvernig ósannindum er hrúgað í kringum orð viðmælanda til að fá bandamann í blekkingariðju.

Fréttin er viðtal við Vilhjálmur Wiium sem er staðkunnugur í Namibíu vegna starfa að þróunarmálum. Vilhjálmur hitti Aðalstein Helgason og Jóhannes Stefánsson, alræmda uppljóstrarann, árið 2011 og veitti upplýsingar um það sem hann vissi um sjávarútveg í Namibíu. Vilhjálmur var yfirheyrður 8. desember 2021 af Finni Þór Vilhjálmssyni héraðssaksóknara, bróður Inga Freys blaðamanns Heimildarinnar. Finnur Þór stjórnar strandaðri rannsókn hérlendis á Namibíumálinu.

Í yfirheyrslunni 8. des. 2021 kemur fram að Vilhjálmur hafi veitt Aðalsteini og Jóhannesi almennar upplýsingar fyrir rúmum áratug og ekki haft neinar spurnir af starfseminni þar syðra. Í yfirheyrslunni kemur þó fram sú vitneskja Vilhjálms að Samherji hafi greitt hærra verð fyrir kvóta þar syðra en tíðkaðist. Helgi segir ekki frá þeirri staðreynd enda rímar hún illa við skáldverkið að Samherji hafi skilið eftir sig sviðna jörð. Tilgangur rannsóknaritstjórans er ekki að upplýsa heldur mála skrattann á vegginn. Þegar Helgi hefur kynnt Vilhjálm til sögunnar tekur aðgerðasinnaði blaðamaðurinn til máls og skrifar

Þegar svo ljóstrað var upp um það haustið 2019 hvernig nýi sjávarútvegsráðherrann hafi verið miðpunktur í stærsta spillingarmáli í sögu þjóðarinnar og væri ásamt samráðherra sínum og fleirum kominn í fangelsi grunaður um að þiggja mútur frá Samherja, segir Vilhjálmur að sér hafi sviðið það mjög.

Bernhardt Esau, fyrrum sjávarútvegsráðherra, er ákærður í Namibíu, en ekki fyrir að þiggja mútur frá Samherja. Tilfallandi fjallaði fyrir hálfu ári um þennan skáldskap Helga Seljan og sagði:

Enginn er ákærður fyrir mútur í Namibíumálinu. Orðið mútur kemur ekki fyrir í ákæruliðunum heldur umboðssvik, svindl, peningaþvætti og þjófnaður. Enginn er ákærður fyrir að þiggja mútur og hvergi er sagt að einhver hafi mútað. Ákæruliðirnir eru 28.

Í Namibíumálinu, sem Helgi kallar auðvitað Samherjamálið, er Samherji brotaþoli. Starfsmaður Samherja var blekktur til að borga peninga sem áttu að fara í atvinnuuppbyggingu, fiskeldi. Peningunum var síðan stolið.

Í Heimildarfréttinni lætur Helgi að því liggja að Vilhjálmur taki undir skáldskapinn um mútur. Helgi skrifar 

,,Manni fannst þetta bara hræðilegt. Þetta skemmdi auðvitað það orðspor sem Íslendingar höfðu byggt upp í landinu og við höfðum verið mjög vel liðnir þarna,“ segir Vilhjálmur.

Ábendingarfornafnið ,,þetta" er notað í tvígang. Í hvað er vísað? Jú, auðvitað málið sem RSK-miðlar hafa búið til með ásökunum sem hafa bæði verið rannsakað hér á landi og í Namibíu en ekki reynst fótur fyrir. Heiðarlegir fjölmiðlar, Aftenposten-Innsikt, segja berum orðum að engin gögn styðji frásögn Jóhannesar uppljóstrara og RSK-miðla. Vilhjálmur talar um umræðuna en orð hans sett í það samhengi að hann leggi trúnað á ásakanir sem engin gögn styðja.

Í meðförum Helga verður Vilhjálmur Wiium bandamaður í samsærisskáldskap um mútur Samherja í Namibíu. En Vilhjálmur gerir það eitt að vísa í umræðu RSK-miðla (RÚV, Stundin og Kjarninn, nú Heimildin) og segir hana skaða orðspor Íslands.

Fréttaskáldskapur aðgerðasinna eins og Helga Seljan heldur lífi í frásögn sem ekki styðst við gögn heldur er mér-finnst-blaðamennska. Heimildinni og Helga Seljan finnst að Samherji hafi stundað mútugjafir í Namibíu og því hljóti svo að vera. Illkvittin óskhyggja er eitt, veruleikinn annað. 

Niðurstaða: RSK-miðlar skaða orðspor Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Þsð er í sjálfu sér einkennileg staðhæfing hjá verðlaunablaðamanni að einhver sitji í fangelsi vegna gruns ("grunaður um"). Ég efast um að jafnvel í Namibíu sé réttarfar með þeim hætti. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 24.5.2023 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband