Föstudagur, 12. maí 2023
Úkraína: stutta stríđiđ lengist
Stríđinu lýkur fyrir áramót, sagđi Selenskí forseti Úkraínu fyrir tćpu ári. Í dag heitir ţađ ađ frekari ađstođ frá vesturlöndum er forsenda fyrir gagnsókn til ađ hrekja Rússa úr landi.
Selenskí er ekki einn um misreikning. Pútín Rússlandsforseti gerđi ráđ fyrir stuttu stríđi er lyki annađ tveggja međ snöggum rússneskum sigri en til vara viđunandi friđarsamningum. Hvorugt gekk eftir.
Sígilt stef í stríđsfrćđum er ađ einfalt sé ađ hefja stríđ en flókiđ ađ ljúka ţeim. Hernađur lýtur eigin lögmálum sem ekki eru fyrirséđ í upphafi átaka.
Stađan á vígvelli Úkraínu er i stuttu máli ađ Rússar hafa frumkvćđiđ en ekki bolmagn til ađ knýja fram afgerandi sigur. Í marga mánuđi er beđiđ eftir gagnsókn Úkraínuhers. Ekki bólar á henni. Ađstođarutanríkisráđherra Úkraínu segir, líkt og Selenskí forseti, ađ landiđ ţurfi fleiri vopn og nefnir sérstaklega langdrćgar eldflaugar til ađ skjóta á birgđastöđvar Rússar.
Langdrćgar eldflaugar myndu stigmagna átökin. Vesturlönd eru ţar treg í taumi. Vitađ er ađ Rússar eiga ýmsa mótleiki ţyki ţeim stöđu sinni ógnađ. Til dćmis ađ ráđast á birgđastöđvar á landamćrum Póllands og Úkraínu. Pólland er Nató-ríki. Vesturlöndum er ţvert um geđ ađ láta reyna á samtryggingu Nató - ađ árás á eitt Nató-ríki jafngildi árás á ţau öll. Úkraínustríđiđ fellur jafnt og niđur vinstćldalistann í vestrinu. Almenningur er ekki ginnkeyptur fyrir málstađnum. Rússar eru lćsir á vestrćna umrćđu.
Á talandi stundu eru litlar líkur á friđi í Úkraínu í bráđ. Hvorugur stríđsađila sýnir ţreytumerki.
Eiginleiki stríđa, skrifađi Michael Howard, eru ađ ţau í senn búa til ríki og tortíma. Forystan í Kćnugarđi sem og í Kreml er sannfćrđ um ţegar linnir átökum megi annađ tveggja afskrifa Úkraínu eđa Rússland. Menn ţreytast seint ţegar í húfi eru heilu ţjóđríkin.
Gagnsóknin engin silfurkúla | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.