RÚV ekki treyst á Norðurlöndum

RÚV var útilokað frá samstarfi norrænna ríkisfjölmiðla í sameiginlegri umfjöllun um rússneskar njósnir á Norðurlöndum. Ísland er vegna legu landsins á Norður-Atlantshafi eðlilegur bandamaður ríkisfjölmiðla Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands. En RÚV er ekki treyst á Norðurlöndum. 

Á Norðurlöndum hefur spurst út aðild RÚV að byrlunar- og símastuldsmálinu. Yfirstjórnin á Efstaleiti hylmir yfir með sakborningum og torveldar sakamálarannsókn. Aðild fréttamanns RÚV, og formanns Blaðamannafélags Íslands, að fréttaumfjöllun í Aftenposten-Innsikt bætti gráu ofan á svart. Aftenposten varð að biðjast afsökunar í löngu máli á falsfréttinni.

Skömmu eftir byrlun og símastuld beitti RÚV áhrifum sínum til að fá stuðning norrænu sendiráðanna á Íslandi á krísufundi í norræna húsinu í Vatnsmýrinni. Fundurinn var haldinn miðsumars 2021. Aftur falskar forsendur þar sem RÚV lék hlutverk þolanda en var gerandi í ofbeldismáli. 

Orðspor RÚV er farið veg allrar veraldar. Í viðtengdri frétt er sagt frá árshátíð ríkisfjölmiðilsins síðustu helgi. Skriftan og tveir tvístígandi stjórar í aðalhlutverki. Neró spilaði á fiðlu þegar Róm brann forðum. Á Glæpaleiti er dansað og duflað á meðan RÚV sekkur. 


mbl.is Allt á útopnu á árshátíð RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Dansinn í Hruna var greiddur úr kirkjusjóð. Hrunadans ruvverja er greiddur úr sjóðum landsmanna og "ekkert til sparað".

Gunnar Heiðarsson, 27.4.2023 kl. 08:58

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fylgist reglulega með Svt.se og man ekki eftir tilvitnun þar í RUV?
Það verður fróðlegt að sjá hvort það breytist þegar allt Séð og Heyrt fólkið mætir í einkaþotunum sínum til að djamma í Hörpu um miðjan maí.

Grímur Kjartansson, 27.4.2023 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband